Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 129
hlið á mýtunni um valdið, því hér eru það einnig fórnarlömbin sem bregðast. En sagan er ekki síður minnisstæð sökum máttugra og myndrænna sviðs- mynda sem höfundur dregur upp, og ekki er rúm til að fara nákvæmlega í hér en væri álitlegt verkefni fyrir myndmáls- fræðinga. Sagnaefni eru víðar á ferð í Eldi og regni. Vigdís notar sér á einum stað þekkt minni úr útilegumannasögum um grasi gróinn dal þar sem blómleg er byggð. Dalurinn verður griðastaður utangarðsmannsins; þess sem brotið hef- ur af sér gagnvart samfélaginu á ein- hvern hátt. Með því að nota fornt minni tengir hún saman fortíð og nútíð, því ljóst verður af sögunni að hér fer utan- garðsmaðttrinn, með ákveðnum greini. Sagan er skólabókardæmi um vel heppn- aða notkun sagna í þeim tilgangi að vinna á tímanum, sameina tíðirnar í skáldskap sem er einn þeirra þátta sem sérkenna listirnar. Alfasögur eru Vigdísi einnig hugstæð- ar. Hún sækir þangað í einni sögunni minnið um setur dauðlegra manna á krossgötum, en þjóðtrúin hermdi að staðfesta í slíkum setum færði mönnum uppfyllingu þeirra heitustu óskar. Vig- dís notar það á annan hátt. I draumi manns sem hlaðinn er hugsunum um sekt og með rækilegan móral yfir sínu lífi verður krossgötusetan eins konar ferð í gegnum hreinsunareldinn. Sem hann stenst; þrátt fyrir gylliboð álfa, hliðstæður við freistingar djöfulsins, sýnir maðurinn staðfestu og þol og vaknar með hreinni samvisku. I sögu sem heitir Orð hans magnast í kyrrðinni eru álfar notaðir í þeim gamal- kunna tilgangi að sýna andstæðu hvers- dagslífsins sem er hlaðið erfiðleikum. Leiði þrúgandi basls dregur heimilis- Umsagnir um bœkur föður útí ævintýri með álfum, sem verð- ur þó hreint ekkert ævintýri heldur fremur gleðisnautt og samviskuna þjak- andi. Maðurinn gleðst þegar hann kemst aftur til síns gamla heima og fylgir þó böggull skammrifi; blár blettur á kinn, brennimerking álfa. Sagan sýnir hversu snögglega leiði á nánasta umhverfi manns getur snúist í fögnuð, að fjar- lægðina þarf til þess að sjá bláan lit fjall- anna. Eða örlagaríkar aukaverkanir hlið- arspora af ýmsu tagi, og að sæluríkið, draumurinn er oft þrautaþyngri en veru- leikinn .. . IV Það hefur löngum verið fylgifiskur þeirra sem um bókmenntir hafa skrifað að flokka yrkisefni yfir í afstraksjónir á hugtökum; í bókum er fjallað um ástina, líf og dauða, draum og veruleika svo nokkrar algengar stærðir séu nefndar. Auðvitað er sú tilhneiging skiljanleg, til að mynda fjalla einfaldlega langflestar bókmenntir um eitthvað af ofannefndu og þetta er handhægasta leið sem menn hafa til þess óumflýjanlega hlutskiptis bókmenntaskýrenda að orða flókna hluti á skýran og einfaldan hátt. Bókin fjallar um lífið og ástina, — slíka yfirlýs- ingu dytti engum í hug að draga í efa og er þó slíkt fátítt þegar bókmenntagagn- rýnendur og aðrir þvíumlíkir eiga í hlut. Bók Vigdísar Grímsdóttur fjallar um allt þetta sem nefnt var og vitanlega miklu meira. Eg ætla rétt að tæpa á tvennu; hvernig hún fjallar um ást og list — til þess að vekja athygli á sérstæðum skáldskap hennar og sýna fram á frum- leg efnistök. Samtvinnan ástar og valds á sér stað í sögunni. Hún finnur net umlykja sig. Þar er tekið á frumlegan hátt á ástar- sambandi, hvernig það hefst á tiltölulega 527
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.