Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 132
Tímarit Máls og menningar „Kemst þó seint fari, húsfreyja," er haft eftir Njáli bónda á Bergþórshvoli, og mætti ætla að þetta væru einkunnarorð Hins íslenzka fornritafélags á síðari ára- tugum. Nú er það ekki nema satt, eins og vænta má um orð sem höfð eru eftir svo traustri heimild, að ekki mun væn- legt til góðs árangurs að flýta sér þegar unnið er við útgáfustörf af því tagi sem fornritafélagið hefur gert að verkefni sínu. Það hefur verið auðséð á bókum félagsins að ekki hefur verið kastað til þeirra höndum. Þó mundi margur fagna því að þessum bókum fjölgaði hraðar en raun ber vitni, en til þess að svo verði þarf að virkja meiri mannafla til starfans. Nú hefur Bjarni Einarsson bæst í hóp útgefenda Islenzkra fornrita og um sömu mundir er Ólafur Halldórsson, starfsbróðir hans hjá Stofnun Arna Magnússonar, farinn að leggja félaginu lið. Má kalla að það sé vonum seinna sem félagið fær að njóta starfskrafta svo ágætra og þjálfaðra fræðimanna, og er óskandi að framhald verði á því að starfslið Árnastofnunar vinni verk fyrir Fornritafélagið. Víst er mikilvægt að halda fram því starfi, sem unnið hefur verið í nafni Árna Magnússonar að gefa út undirstöðuútgáfur fornrita reistar á könnun og samanburði allra handrita, en hitt er einnig mikilvægt að nota þann grundvöll sem lagður er með slíkum útgáfuverkum til að gera handa stærri hópum fræðimanna og vandlátum al- menningi útgáfur eins og Islenzk fornrit. Ágrip af Noregskonunga sögum, sem svo hefur verið nefnt af fræðimönnum á síðari tímum, skipar merkilegan sess í þróunarferli sagna af Noregskonungum. Þessi konungakróníka er líklega elst allra fornsagna sem frumsamdar voru á norrænu og varðveittar eru að miklu leyti; þótt vera megi að elsti hluti Sverris sögu sé ívið eldri hefur mikill hluti henn- ar verið settur saman eftir að búið var að semja Ágrip, en það mun hafa gerst á síðasta áratug 12. aldar. Ágrip er varð- veitt í handriti sem talið er frá fyrri hluta 13. aldar og því um það bil heilli öld eldra en þau fornsagnahandrit sem næst koma, segir Bjarni Einarsson í formála (V), þótt mér sýnist sem þar muni nokk- uð freklega á kveðið ef eitthvað er að marka þau fræði sem mér hafa verið kennd. Þetta handrit, AM 325 II 4to, er íslenskt, en eins og Bjarni bendir á eru allar líkur til „að bókin hafi verið skrif- uð á Islandi eftir norsku forriti,“ (VI) og einnig segir hann „efni og orðfæri benda til að verkið sé samið í Noregi ... “ (X). Höfundurinn hefur því væntanlega ver- ið norskur, enda er það niðurstaða Bjarna um bókmenntaleg einkenni ritsins: Heildaráhrif af máli og stíl eru þau, að hvorttveggja sé svo frábrugðið því sem tíðkast í íslenskum fornsögum, að þessi texti eigi tæpast uppruna sinn innan marka íslenskrar frásagn- arhefðar. Og enda þótt það ætti vissulega fyrir þessum texta að liggja að verða meðal heimilda síðari sagna- ritara íslenskra, hafði hvorki orðfæri hans né stíll varanleg áhrif á frásagn- arlist þeirra. (LIV) Þessi niðurstaða vekur vitaskuld þá spurningu hvort verkið eigi í rauninni heima meðal íslenskra fornrita, en meira máli en þjóðerni höfundar skiptir hitt að Ágrip er hluti norrænnar rithefðar um norska konunga og önnur stórmenni þar sem íslenskir höfundar lögðu mest af mörkum, þótt einatt hafi þeir sjálfsagt ætlað rit sín norskum lesendum ekki síður en íslenskum. Það er því æskilegt 530
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.