Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 133
að fá Ágrip í þessari ritröð þótt ekki teljist það til íslenskra bókmennta í strangasta skilningi. Rannsókn á mismunandi gerðum Noregskonungasagna, aldri og rittengsl- um, er eitt flóknasta vandamál norrænna fræða og hefur löngum verið eitt af helstu viðfangsefnum þeirra, sem um sögurnar hafa fjallað, ásamt heimilda- notkun og heimildameðferð sagnaritar- anna. Eins og eðlilegt er hefur efnið verið hugleikið norskum textafræðing- um og sagnfræðingum, en af íslenskum mönnum hafa Sigurður Nordal og Bjarni Aðalbjarnarson líklega haft mest til málanna að leggja, auk Finns Jóns- sonar sem skrifaði að heita mátti um allt svið fræðanna um sína daga. Satt að segja eru niðurstöður í fræðum þessum einatt ótraustari en ætla mætti þegar miðað er við rökfimi og lærdóm þeirra sem um þau fjalla. Áhuginn á að komast að einhverjum niðurstöðum hefur oft borið menn hálfa leið. Bjarni Einarsson fetar í fótspor fyrirrennara sinna að því leyti að hann fjallar rækilega um heim- ildir og rittengsl, en hann fer gætilega og lætur sér að mestu nægja að rekja helstu röksemdir fyrri fræðimanna og segja á þeim kost og löst, þegar ástæða er til. Formáli hans gefur því gott yfirlit yfir þau vandamál sem menn hafa séð og glímt við í ritum um þessar sögur, en leiðir engan á villigötur eða einstigi þar sem laust er undir fæti, né heldur hefur hann mikið nýtt fram að færa. Mikið rúm tekur sem eðlilegt er samanburður við eldri rit, einkum hin norsku yfirlits- rit á latínu um sögu Noregskonunga. Ágrip er sérstætt að máli og stíl og því efni gerir Bjarni skil í formála sínum í sérstökum kafla. Hann bendir á að mik- ið er af fágætum orðum og óvenjulegu orðalagi; stíllinn ber ýmis einkenni lær- Umsagnir um bxkur dómsstíls, þ. e. a. s. höfundur hefur ber- sýnilega lagt einhverja stund á mælsku- fræði, en ekki hefur honum alltaf tekist fimlega að beita lærdómnum. Þótt ritið sé fremur stuttaralegt og ágripskennt — þar er á hálfu hundraði blaðsíðna fjallað um Noregskonunga frá Haraldi hárfagra að Sverri — lifnar frásögnin við á köflum, svo sem eins og í frægri frásögn af ástum Haralds lúfu og Snjófríðar Svásadóttur sem síðari höfundar hafa fellt inn í rit sín. Víðast hvar er sagan þó heldur lítilmótleg ef miðað er við það sem síðar átti fram að koma í sögum af Noregskonungum, en þær frásagnir hafa þróast þannig að þær hafa orðið því efnismeiri og nákvæmari sem lengra leið og oftar var um vélt. Nokkuð vantar á upphaf og niðurlag Ágrips en þó er ljóst að það hefur byrjað á að segja frá Hálf- dani svarta, föður Haralds hárfagra, og náð að orrustunni á Ré árið 1177, eins og Fagrskinna og Heimskringla, en þá var komið að þeim atvikum sem sagt er frá í upphafi Sverris sögu. Ekki er hægt að ráða neitt með vissu af Ágripi um tildrög þess að verkið var saman sett. Freistandi væri að hugsa sér að það hafi verið gert að tilstuðlan Sverr- is konungs, og hefði þá raunar mátt líta á það sem eins konar inngang að sögu hans, en Bjarni bendir á rök sem mæla gegn því að svo hafi verið. Fagrskinna var í rauninni nafn á norsku handriti sem brann í Kaup- mannahöfn 1728, og hafði Þormóður Torfason gefið því nafnið, en síðan hef- ur það fest við sagnarit það sem bókin geymdi og nærri útrýmt upphaflegu nafni sem mun hafa verið Noregs kon- unga tal. En í útgáfu Bjarna fá bæði nöfnin að fylgja ritinu. Sama verk var einnig varðveitt á annarri skinnbók, einnig norskri, sem fór sömu leiðina og 531
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.