Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 136
Tímarit Máls og menningar stærð og í Viðauka við IV. bindi, þótt það hefði gert bókina örlítið þykkari. Viðauki Ólafs Halldórssonar við IV. bindi Islenzkra fornrita er athyglisvert nýmæli í þeirri ritröð. Flestar Islend- ingasögur komu út á fjórða tugi aldar- innar, og er því sem vænta má ýmislegt úrelt orðið í formálum og skýringum og einatt hægt að bæta um þann texta sem birtur er. Aðrar traustari og handhægari útgáfur hafa þó naumast birst á þessari hálfu öld og Islenzk fornrit eru víðast undirstaða rannsókna á Islendinga- sögum, einkum bókmennta- og menn- ingarsögulegra rannsókna, en slíkar rannsóknir eru nú stundaðar í a. m. k. þremur heimsálfum (Evrópu, N-Amer- íku og Eyjaálfu). Viðauki Ólafs er í rauninni ný útgáfa Eiríks sögu rauða, sem lengi hafði verið þörf því að rann- sóknir á handritum sögunnar gerðu út- gáfu Matthíasar Þórðarsonar úrelta tæp- um áratug eftir að hún birtist fyrst (1935). Auk textans sjálfs birtist í við- aukanum nýr formáli þar sem fjallað er um Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu og samband þeirra, en þeim efnum hefur Olafur áður gert skil í doktorsriti sínu, Grænland í miðaldaritum (1978). Ástæðulaust er að rekja hér í smáat- riðum á hvaða hátt textaútgáfa Ólafs víkur frá eldri útgáfu, en óhætt er að fullyrða að hann birtir hér texta sem fræðimenn munu geta notast við um langan aldur. Efnið er ekki þannig vaxið að hægt sé að vita með vissu hvernig sagan var orðuð í öndverðu, en varla verður nær því komist en í þessari útgáfu. Eins og nærri má geta hafa fáar eða engar Islendingasögur orðið aðnjótandi jafnmikillar athygli erlendra fræðimanna og sögurnar um landnám á Grænlandi og ferðir norrænna manna til Vínlands. Skemmst er að minnast umræðnanna miklu um Vínlandskortið fræga sem reyndist vera falsað. I þeim umræðum skiptu máli hugmyndir fræðimanna um samband Eiríks sögu og Grænlendinga sögu. Röksemdafærslur um þau efni eru miklu flóknari og smámunasamari en svo að hægt sé að leggja á þær mat í stuttri ritfregn, en áhugasamir lesendur geta kynnst þeim nokkru nánar með því að lesa andmælaræðu Jakobs Benedikts- sonar í Griplu 1980, auk alls þess fróð- leiks sem er að hafa í formála Ólafs og doktorsriti hans. Óhætt er að fullyrða að Ólafur setur vandann fram á skýran hátt og færir traust rök fyrir niðurstöð- um sínum, þeim sem hann ekki setur fram sem ágiskanir. Á ýmsar niðurstöð- ur hans verður að fallast sem ó- eða illhrekjandi, en eftir verða þó vitaskuld mörg álitamál. Eins og Ólafur bendir á væri nær að kenna söguna við Guðríði Þorbjarnar- dóttur en Eirík rauða, því að Guðríður, örlög hennar og afkomendur, eru höf- undi miklu hugleiknari en Eiríkur, sem höfundur sýnir takmarkaðan áhuga. Harla fátt segir einnig af þeim fræga manni Leifi heppna, trúboði hans og Vínlandsferðum. Svo er að sjá sem ann- að fólk hafi fengið meira líf í munnmælum um Vínlandsferðir. (Eitt af mörgu athyglisverðu sem Ólafur hefur ráðið af sögum þessum og samanburði þeirra við aðrar heimildir er að Græn- lendingar muni ekki hafa tekið við kristni fyrr en á dögum Ólafs Haralds- sonar um 1015.) Eiríks saga er í rauninni harla sundurlaus, þótt vel sé sagt frá einstökum atvikum, og er það e. t. v. afleiðing af því að höfundur hafði mest- an áhuga á örlögum góðrar og vel krist- innar konu, en af slíku fólki er sjaldnast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.