Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 136
Tímarit Máls og menningar
stærð og í Viðauka við IV. bindi, þótt
það hefði gert bókina örlítið þykkari.
Viðauki Ólafs Halldórssonar við IV.
bindi Islenzkra fornrita er athyglisvert
nýmæli í þeirri ritröð. Flestar Islend-
ingasögur komu út á fjórða tugi aldar-
innar, og er því sem vænta má ýmislegt
úrelt orðið í formálum og skýringum og
einatt hægt að bæta um þann texta sem
birtur er. Aðrar traustari og handhægari
útgáfur hafa þó naumast birst á þessari
hálfu öld og Islenzk fornrit eru víðast
undirstaða rannsókna á Islendinga-
sögum, einkum bókmennta- og menn-
ingarsögulegra rannsókna, en slíkar
rannsóknir eru nú stundaðar í a. m. k.
þremur heimsálfum (Evrópu, N-Amer-
íku og Eyjaálfu). Viðauki Ólafs er í
rauninni ný útgáfa Eiríks sögu rauða,
sem lengi hafði verið þörf því að rann-
sóknir á handritum sögunnar gerðu út-
gáfu Matthíasar Þórðarsonar úrelta tæp-
um áratug eftir að hún birtist fyrst
(1935). Auk textans sjálfs birtist í við-
aukanum nýr formáli þar sem fjallað er
um Eiríks sögu rauða og Grænlendinga
sögu og samband þeirra, en þeim efnum
hefur Olafur áður gert skil í doktorsriti
sínu, Grænland í miðaldaritum (1978).
Ástæðulaust er að rekja hér í smáat-
riðum á hvaða hátt textaútgáfa Ólafs
víkur frá eldri útgáfu, en óhætt er að
fullyrða að hann birtir hér texta sem
fræðimenn munu geta notast við um
langan aldur. Efnið er ekki þannig vaxið
að hægt sé að vita með vissu hvernig
sagan var orðuð í öndverðu, en varla
verður nær því komist en í þessari
útgáfu.
Eins og nærri má geta hafa fáar eða
engar Islendingasögur orðið aðnjótandi
jafnmikillar athygli erlendra fræðimanna
og sögurnar um landnám á Grænlandi
og ferðir norrænna manna til Vínlands.
Skemmst er að minnast umræðnanna
miklu um Vínlandskortið fræga sem
reyndist vera falsað. I þeim umræðum
skiptu máli hugmyndir fræðimanna um
samband Eiríks sögu og Grænlendinga
sögu. Röksemdafærslur um þau efni eru
miklu flóknari og smámunasamari en
svo að hægt sé að leggja á þær mat í
stuttri ritfregn, en áhugasamir lesendur
geta kynnst þeim nokkru nánar með því
að lesa andmælaræðu Jakobs Benedikts-
sonar í Griplu 1980, auk alls þess fróð-
leiks sem er að hafa í formála Ólafs og
doktorsriti hans. Óhætt er að fullyrða
að Ólafur setur vandann fram á skýran
hátt og færir traust rök fyrir niðurstöð-
um sínum, þeim sem hann ekki setur
fram sem ágiskanir. Á ýmsar niðurstöð-
ur hans verður að fallast sem ó- eða
illhrekjandi, en eftir verða þó vitaskuld
mörg álitamál.
Eins og Ólafur bendir á væri nær að
kenna söguna við Guðríði Þorbjarnar-
dóttur en Eirík rauða, því að Guðríður,
örlög hennar og afkomendur, eru höf-
undi miklu hugleiknari en Eiríkur, sem
höfundur sýnir takmarkaðan áhuga.
Harla fátt segir einnig af þeim fræga
manni Leifi heppna, trúboði hans og
Vínlandsferðum. Svo er að sjá sem ann-
að fólk hafi fengið meira líf í
munnmælum um Vínlandsferðir. (Eitt af
mörgu athyglisverðu sem Ólafur hefur
ráðið af sögum þessum og samanburði
þeirra við aðrar heimildir er að Græn-
lendingar muni ekki hafa tekið við
kristni fyrr en á dögum Ólafs Haralds-
sonar um 1015.) Eiríks saga er í rauninni
harla sundurlaus, þótt vel sé sagt frá
einstökum atvikum, og er það e. t. v.
afleiðing af því að höfundur hafði mest-
an áhuga á örlögum góðrar og vel krist-
innar konu, en af slíku fólki er sjaldnast