Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 29
Öldubrjóturinn kargi Eg bið þess eins að brátt ég liggi nár, ég beiddist aldrei þess að verða til. I tveim síðustu línunum er sem endurómi sú forngríska viska að best af öllu sé að hafa aldrei fæðst en næstbest að hverfa sem fyrst aftur til upphafs síns, en jafnframt má finna í kvæðinu greinilega, einkum í síðasta erindinu, þar sem skáldið óskar eftir gleymsku sér til handa og öllum sínum verkum, þá þrá eftir sjálfsafmáun eða „selvtilintetgörelse“ sem djúpvitur höfundur danskur að nafni Johannes Climacus nefnir sem eitt meginkennimark trúarlegs tilverusviðs, og það er því ekki von að Jón telji sig eiga samleið rneð þeim sem vilja gista í „gullsölum himnanna“ og halda þar uppteknum hætti á veraldarvísu eftir dauða sinn. Og einmitt hér er staður til að benda á hve það sem menn vilja sjá sem tvo skýrt aðskilda þætti í fari sama mannsins er í rauninni samtvinnað, og á ég þar við andlegan og alvarlegan kveðskap Jóns Helgasonar annars vegar og skop og kersknikveðskap hans hins vegar, en þessu tvennu mætti líkja við tvö Janusarandlit á einum og sama hálsinum. Því sá sem skynjar djúpt fánýti hlutanna og fáfengileika mannlífsins hlýtur og að geta séð veröldina í næsta skoplegu ljósi og þarf þess vegna ekki endilega að upphefja raunatöl- ur eintómar, enda er ávallt ríkjandi eða á næsta leiti hressileg kaldhæðni, einnig í þeim kvæðum Jóns sem alvarleg mega teljast. Það er því öldungis óþarft og raunar hæpið að skipta kvæðum Jóns niður í „frumsamin kvæði“ og „gamankvæði" eins og gert er í umræddri Kvæða- bók, og reka þýdd kvæði eins og fleyg þar í milli, líkt og verið sé að skilja áflogaseggi. Skiptingin er hæpin þó ekki væri af öðru en því að „gaman- kvæðin“ eru líka „frumsamin“, eins og raunar er viðurkennt í eftirmála. Nafngiftin „gamankvæði“ er auk þess einum of meinlaus og léttvæg, því nær væri hér að tala um skop- eða jafnvel kersknikvæði. Þá má benda á að oft er býsna skammt milli gamans og alvöru og ekki alltaf gott að vita hvað er hvað. Það er til dæmis með öllu óskiljanlegt hvers vegna kvæði sem heitir Bifbrá lendir meðal „frumsaminna kvæða“ en ekki „gamankvæða“, því fáum eða engu kvæði bókarinnar hæfir betur síðarnefnda nafngiftin en þessari skopstælingu á Lorelei Heines: Eg veit ekki glöggt hvað mun valda hve verður mér skapþungt um sinn af atburðum liðinna alda sem ásækja huga minn o.s.frv. En hér eru útgefendur bókarinnar settir í talsverðan vanda er þeir þurfa að 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.