Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 96
Tímarit Mdls og menningar
bónda í Hlíð og raunar flestum persónum sögunnar. Sú eina sem stendur
uppi í hárinu á honum og keppir við hann um aðalhlutverkið í Manni og
konu er Þórdís húsfreyja.
Glaepamabur og kona
Þegar forngrískir heimspekingar skipuðu skynseminni í öndvegi voru þeir
ekki að vegsama hreina rökhugsun, andstæðu tilfinninganna, eins og fólki
er tamast nú á tímum, heldur var skynsemin skilgreind sem andstæða of-
beldis. Þessi andheiti fólu meðal annars í sér andstæður góðs og ills, rétt-
lætis og ranglætis, sannleika og lygi. Rökhugsun manna og tilfinningar gátu
samkvæmt þessu ýmist hneigst til skynsemi eða ofbeldis. I Manni og konu
má líta á Þórdísi og Sigvalda sem fulltrúa þessara andstæðna. Þórdís er
réttsýn, góð og skynsöm en séra Sigvaldi er ofbeldisseggur, bæði ranglátur
og lyginn.
Engu að síður má finna vissar hliðstæður með prestinum og Þórdísi.
Þrátt fyrir að Sigvaldi geti ekki talist skynsamur á þennan forngríska mæli-
kvarða er hann manna hyggnastur og á því sviði er Þórdís eina persóna
bókarinnar sem stendur honum á sporði. Hún grunar hann um græsku
þegar í upphafi og reynir að hindra að hann komi áformum sínum í fram-
kvæmd. Sigurður bóndi hennar er á hinn bóginn einfaldur og hrekklaus,
Þórdís tekur af skarið í öllum þeirra málum. Það sama á við um málefni
elskendanna, þeir verða skjólstæðingar Þórdísar sem gegnir að vissu leyti
sama hlutverki og þrællinn í nýja gamanleiknum. Það sem kemur í veg
fyrir að Maður og kona sé einvörðungu dæmigerð ástarsaga sem endar vel,
er að átök Þórdísar og Sigvalda, átök skynseminnar og ofbeldisins, karlsins
og þrælsins, eru í brennidepli. Það liggur því beint við að líta á bókar-
titilinn í nýju ljósi. Hvorki elskendurnir né Hlíðarhjónin eru maðurinn og
konan í verkinu. Þann sess skipa Sigvaldi og Þórdís.
I viðskiptum þeirra hefur presturinn lengstum betur þótt hann bíði ósig-
ur undir lokin. Hann er líka í sterkari stöðu en Þórdís; embættismaður
gagnvart alþýðumanneskju, landeigandi gegn leiguliða, sá ríki andspænis
fátækum einstæðingi þegar fram í sækir. Síðast en ekki síst er Sigvaldi
maður en Þórdís kona. Þannig er ekki nóg með að sagan lýsi átökum
elskenda við forræði eldri kynslóðar heldur segir hún frá baráttu einstakl-
ingsins við valdhafann, öreigans við eignastéttina, konunnar við karlveldið,
svo notuð séu sígild hugtök hugmyndarýnenda.
Vanmáttur Þórdísar kemur meðal annars fram í upphafi seinni hluta
verksins þegar Sigrún kemur að fóstru sinni grátandi. Þórdís segir um
samskipti sín við Sigvalda:
230