Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 99
Madur eða kona ? benda á að við túlkun á forngrískum skáldverkum og Islendingasögunum, á hybris jafnan við hetju sem ferst vegna þess að hún hreykist of hátt. Að okkar dómi er presturinn fremur á valdi ágirndar en ofdrambs. Saga hans, rétt eins og saga Bjarna skyrbelgs, er harmsaga manns sem ferst vegna græðgi sinnar. Sigvaldi er illmenni, ekki hetja. Það er athyglisvert að þótt skopast sé að séra Sigvalda og honum lýst sem hreinræktuðu illmenni - látið er hjá líða að skýra ástæður gjörða hans og hugsjónir - verður hann bæði sannfærandi og áhugaverður. Sigfús Blöndal benti á þetta í ritgerð um Jón og sögur hans og fullyrti meira að segja að lýsingin á séra Sigvalda væri með þeim bestu í íslenskri skáldsagna- gerð.12 Sama viðhorfs gætti í ritdómi sem birtist í Þjóðólfi 1876 þar sem sagði: „Presturinn er ágætlega kýmileg persóna, en þó fullkomlega náttúru- leg.“13 Þetta skýrist ef athuguð er afstaða söguhöfundar til Sigvalda og sú aðferð sem notuð er við að lýsa prestinum. Söguhöfundur yfirheyrður I Skáldatíma fjallar Halldór Laxness á einum stað um lítið ástarkvæði eftir Jóhann Sigurjónsson og talar í því sambandi um „kínversku aðferðina“, það listbragð að láta þögnina tala, segja hið undursamlegasta „. . . með því að fella alt undan nema þá drætti sem virðast tilviljunin sjálf; og óendan- leikann.“ Hann bætir við: Aðalatriðið má aldrei segja með orðum, því um leið og það er sagt, þá er það ekki leingur til; eða réttara sagt: orðið til - og óendanleikinn á enda.14 Þessi hugmynd á sér djúpar rætur, meðal annars þá skoðun að með sköpun sinni takist listamanninum að höndla eitthvað sem er í rauninni óhöndlan- legt. Þannig hefur verið talað um fagurfræðina sem heimspeki þess ósegjan- lega.15 Sé litið í Mann og konu má sjá tilburði í þessa átt. Eitt besta dæmið er þar sem sagt er frá því þegar Þórarinn og Sigrún horfast djúpt í augu í fyrsta sinn og ástin kviknar með þeim: Ekki var tillit þetta langt, en svo var það lagað, að vel mættum vér trúa því, að þeir, sem vitað hefðu, hvað í því lá, gætu betur ímyndað sér það en fært það í letur. (70) Hér er þögnin krafin sagna, aðalatriðinu eru ekki gerð skil með orðum heldur er lesandanum látið eftir að fylla í eyðuna. Þarna vekur söguhöf- undur athygli á því bragði sem er lykillinn að persónulýsingu Sigvalda. Megineinkenni hennar er einmitt vægi þess ósagða. Söguhöfundur ýjar að 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.