Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 116
Tímarit Máls og menningar fyrst og fremst sem heimild um fyrir- lestrana og eru handritskaflarnir, hvort sem það eru fullsamdir fyrirlestrar eða drög, prentaðir í þeirri röð sem fyrir- lestrarnir voru fluttir í. Tveir fvrirlestr- ar, „Þroski" og „Ofgar“, sem áttu upp- haflega að koma framarlega í röðinni en virðast ekki hafa verið fluttir (þótt efnið í „Þroska" væri síðar notað í lokafyrir- lesturinn), eru prentaðir í viðauka þess- arar útgáfu Þorsteins og Gunnars, og í athugasemdum hennar eru birtar ýmsar smærri minnisgreinar og breytingar á einstökum köflum fyrirlestranna. Er textinn á þennan hátt eins heillegur og unnt er að gera hann úr garði og sem næst þeirri röð efnisins sem Sigurður hafði í flutningi sínum. En í heildarútgáfunni, sem hér er ver- ið að fjalla um, eru ýmsar veigamiklar breytingar gerðar á þessum texta. Öll drög eða ágrip eru felld niður, og hverfa þannig sporlaust þrír fyrirlestrar (sem ekki eru aðrar heimildir um), „Sérhæf- ing og samhæfing" og „Kerfanir I og II“. Voru þeir allir framarlega í röðinni og fjölluðu um einlyndi og ýmsar for- sendur þess, þannig að við þetta brott- fall raskast jafnvægi heildarinnar. Hins vegar eru „Þroski“ og „Ofgar“ prentað- ir sem annar og þriðji fyrirlestur, en þótt Sigurður hafi upphaflega hugsað sér að hafa a.m.k. „Þroska“ annan í röðinni, féll hann mjög fljótt frá þeirri hugmynd og skipulagði fyrirlestrana á annan hátt. Loks má geta þess, að fyrir- lesturinn „Kostir mannssálarinnar" er ekki prentaður eftir megintexta útgáfu Þorsteins og Gunnars, heldur er einnig stuðst við minnisgreinar Sigurðar, sem þeir birta í athugasemdum, og er þannig reynt að „endurgera" þennan fyrirlestur eins og hann kann að hafa verið í flutn- ingi (en án þess að það sé tekið fram). Hætt er við að þessi textameðferð orki tvímælis, og kynnu ýmsir að telja að skýrar forsendur vanti fyrir þeim texta fyrirlestranna, sem prentaður er í „List og lífsskoðun 11“. Hér skal ekki lagður á það neinn dómur, en það hefði a.m.k. verið brýn nauðsyn á að gera nákvæma greinargerð fyrir þessari nýju útgáfu fyrirlestranna og skýra þau rök sem að baki hennar og textavalsins liggja. Einn- ig hefði sennilega verið rétt að birta í viðbæti eða skýringum einhver drög eða ágrip, a.m.k. af þeim fyrirlestrum sem eru ekki til á annan hátt. Kannske finnst sumum, að þessi þrjú dæmi séu hálfgerður sparðatíningur, þegar fjalla skal um útgáfu sem er yfir 1200 bls. En þau benda öll til hins sama. Þótt þessi útgáfa sé mjög vönduð að allri gerð, er það ekki nóg: til að sýna verkum Sigurðar Nordals þann sóma, sem þau eiga skilið, hefði hún einnig þurft að vera fratdileg. Engin ástæða er til þess að taka mark á þeim hindurvitn- um að þetta tvennt geti ekki farið sam- an: í hinni þekktu Pleiade-útgáfu frönsku er t.d. farið með alla texta af hinni vönduðustu fræðimennsku, og er þó ekki til glæsilegri viðhafnarútgáfa í öllu Frakklandi. Það sem gerir nauð- synina á fræðilegri útgáfu verka Nor- dals enn meiri er „brota-einkenni“ margra þeirra: hugsun Sigurðar var leit- andi, birtist í margvíslegum myndum, nam staðar til bráðabirgða í stuttum greinum og ófullgerðum verkum og komst sjaldan á neitt „lokastig“, sem var sennilega í litlu samræmi við eðli hennar. Til að koma verkunum til skila, þegar svona er í pottinn búið, svo að lesendur geti haft fullt gagn af þeim, þarf því oft á tíðum skýra greinargerð 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.