Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 19
ugum, verið þeytt inn í hringiðuna og við
getum ekki setið hjá.
Rök jafnréttisins
Um þessa hlið málsins fjallar Kristján
Amason ágætlega í Morgunblaðsgreininni
sem áður var getið. Hann segir að greinar-
lokum að meginröksemd sín fyrir þýðing-
arskyldunni sé
réttur Islendinga til að fá þjónustu sjón-
varpsstöðvanna framreidda á móðurmáli
sínu, þannig að vald á íslensku dugi til að
njóta efnisins. Ef svo er komið að „íslensk-
ir“ fjölmiðlar selja löndum sínum þjónustu
á tungumáli sem ekki er móðurmál þeirra,
þá er fólki mismunað. Boðið er upp á
þjónustu sem ekki allir geta notið. (Morg-
unblaðið 24. janúar).
Um leið og þetta er geysisterk röksemd sem
auðvelt er að fallast á em kröftug mótrök
líka auðfundin. Misréttið er nefnilega löngu
komið á. Það er bein afleiðing af hinni
gerbreyttu heimsmynd, þar sem við emm í
hringiðunni miðri, að sá sem vald hefur á
erlendu máli (hvað þá erlendum málum) er
betur settur en hinn sem aðeins hefur að-
gang að upplýsingum á íslensku.
Því fer vitanlega líka víðsfjarri að okkur
sé kleift að íslenska allt það sem alþýða
manna þyrfti að fá af upplýsingum. Til þess
hefur þjóð af okkar stærðarflokki ekkert
bolmagn. Við verðum þess vegna áreiðan-
lega að beina miklum kröftum að kennslu í
erlendum tungumálum. Af því stafar ís-
lenskri tungu engin hætta — ef kennsla og
þjálfun í henni er ekki látin drabbast niður.
Þrátt fyrir þessi augljósu gagnrök er samt
nauðsynlegt að hugleiða jafnréttisrök
Kristjáns mjög vel. Það er vitanlega í beinni
mótsögn við opinbera stefnu flestra ef ekki
allra íslenskra stjómmálaflokka að ríkis-
fjölmiðlar fóðri okkur á útlensku. Þetta er
að vísu löngu orðin hefð þegar söngtextar
eiga í hlut, einkum dægurtextar, en allt tal
hefur hingað til verið íslenskað með einu
eða öðm móti. Verði frá því horfið er nauð-
synlegt að skilgreina íslenska menningar-
stefnu upp á nýtt.
Rök fjölmiðlanna
Það voru íslensku sjónvarpsstöðvamar sem
bmtu á bak aftur reglugerðarákvæðið um
þýðingarskyldu. Stöð 2 reið á vaðið og
braut lög — með þeirri séríslensku afleið-
ingu að lögunum var breytt til þess að þurfa
ekki að neyða neinn til að fara eftir þeim.
Þetta er hundgömul lenska en ekki endilega
geðslegri fyrir það („Heyra má ég erkibisk-
ups boðskap en . . „Veit ég að bann þitt
er rétt og sökin nóg en . ..“). Það er alveg
sama þótt einhverjum þyki túlkun reglu-
gerðar á lögum óeðlileg (sbr. viðtal við
Þorvarð Elíasson í Morgunblaðinu 16.
janúar 1991), aðferð hins siðmenntaða
þjóðfélags er sú að fá reglugerðum eða
lögum breytt, ekki byrja á að brjóta þau.
Utvarpsréttamefnd komst að þeirri sjálf-
sögðu niðurstöðu 17. janúar að útsend-
ingar Stöðvar 2 á fréttum CNN ótextuðum
væru reglugerðarbrot. Stjórn íslenskrar
málnefndar varaði við lítt hugsuðum breyt-
ingum á reglugerð um þýðingarskyldu en
engu að síður lét menntamálaráðherra und-
an og breytti reglugerðinni 17. janúar. Eng-
um mun blandast hugur um að þá var m.a.
TMM 1991:1
9