Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 28
sem heitast brennur á okkur? Gildir þá ekki
einu hver höfundurinn er?
Hemingway er til dæmis einn þeirra höf-
unda sem oft er orðaður við karlrembu. Og
víst er karlmennskan í fyrirrúmi í verkum
hans. En skiptir það máli? Ég get gjaman
viðurkennt að hann er stundum nokkuð
langdreginn í stríðs-, veiðiferða- og nauta-
atslýsingum, en allt er þetta hluti af heim-
inum, að ógleymdri karlmennskunni. Sem
varð honum reyndar loks að falli. Eða var
það óttinn við ellina? Hvað sem um það er,
þá les ég Hemingway eins og önnur góð
skáld, konur jafnt sem karla, af því þau birta
aðra sýn á heiminn, víkka veröldina. Að
konur nenni ekki að lesa „karlrembu“ eða
karlar „kvennarugl", hvítir ekki svarta,
svartir ekki hvíta, ungir ekki aldna o.s.frv.
— ég ansa því ekki. Hvað á að lesa? „Rétt-
trúnaðinn“? Það sem staðfestir okkar eigin
mynd? Ég gef lítið fyrir svoleiðis. Raun-
verulegur skáldskapur hefur sig alltaf yfir
kreddur höfundarins.
Öll þessi flokkun er ekki bara hundleiðin-
leg heldur gerir hún svo lítið úr mann-
eskjunni. Og af því að ég tel mig hafa sál,
þá er mér ekki nokkur leið að sjá fyrir mér
litlar kven- og karlsálir, hvítar eða svartar,
ungar eða gamlar hoppandi um í himin-
blámanum. Ég get það ekki hvemig sem ég
reyni þrátt fyrir ímyndunaraílið eða kann-
ski einmitt vegna þess.
Skáldskapurinn er óútskýranlegur eins og
sannleikurinn og verður ekki bundinn á
klafa. Það er þó fjárinn hafi það hugsunin,
innsæið, ímyndunaraflið sem á mestan þátt
í sköpun skáldskapar. Mér eru minnisstæð
orðin sem Göran Tunström leggur í munn
Marcs Chagalls í Jólaóratoríunni. Þau
hreyfðu verulega við mér. „Það er fyrst
handan við ímyndunaraflið sem þú átt von
á að geta fundið eitthvað sem er satt.“
Handan við ímyndunina er allt eitt, eitt
allt, af einu runnið. Og þegarmaðurskynjar
það undrast maður hversu einfalt það er.
*
Og af því að þú spurðir mig áðan um ný-
raunsæið, fantasíuna og ofurraunsæið hefur
mér líka gengið erfiðlega að ná í skottið á
þeim kenningum. Einhverja nasasjón hafði
ég þó af því að nýraunsæið væri afspyrnu-
leiðinlegt, fantasían gasalega orgínal og of-
urraunsæið afburðasnjallt. Og nú skilst mér
að fólk í sögum sé annaðhvort í móðurlífi
eða að reyna að slíta sig frá móðurbrjósti.
Sem er ekki svo ótrúlegt, því hver er ekki
að leita að skjóli í þessum lífsins táradal?
En hvað heldurðu annars að fólk sem er að
skrifa bækur geti verið að eltast við svona-
lagað? Það eru bókmenntafræðingamir
sem verða að eyða tíma sínum í að reyna að
koma reglu á ruglið.
Annars held ég að raunsæi sé ekki til í
skáldskap, a.m.k. ekki ef við tökum þá skil-
greiningu að skáldskapurinn sé speglun
veruleikans. Vemleikinn er einfaldlega of
stór. Ef skrifuð hefði verið bók sem endur-
speglaði vemleikann í heild sinni væru
skriftir gjörsamlega óþarfar Þær yrðu ein-
faldlega aflagðar.
Það sem gerist í skáldskap er að höf-
undurinn reynir að finna ögn af sannleika,
ögn af kjama einhvers sannleika, og reynir
síðan að koma því broti áleiðis í skáld-
verkinu. Stundum tekst það. Þegar ég fæ
þannig skáldverk í hendurnar verð ég yfir
mig glöð, og mig gildir einu hvar þau eru
flokkuð. Er skítsama um það. Ég svíf. En
18
TMM 1991:1