Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 33
eigin líf en gaf því þó gildi. Áður fólst lögmálið í yfirskilvitlegum Guði; menn horfðu út fyrir náttúruna í leit að merkingu hennar. Á seinni hluta 19. aldarátti þessi trú í vök að verjast: Guð féll saman við náttúr- una, varð að móðurlífi efnisins. Jack skar leg úr konum. Var hann að snuðra eftir duldu táknmáli við upphaf lífsins, táknmáli sem veitt gæti tilveru hans merkingu? Eftir myndum að dæma var lík síðasta fómar- lambsins ver leikið en lík hinna. Kannski morðinginn hafi fundið það sem hann leit- aði að; kannski fann hann ekkert, ekkert tákn, bara fjarveru og dautt efni. Hvað sem því líður er víst að Jack the Ripper hvarf úr sögunni með jafn dularfullum hætti og hann hafði birst. Hryllingnum lauk — um stund- arsakir. Enn geisa deilur um þennan dularfulla mann. Var hann til — hver var hann? Enn eru gerðar um hann bækur og kvikmyndir þótt stórvirkari syrpumorðingjar hafi seinna komið til sögu. Vöru morðin ágóða- glæpir, helgiathafnir, örvæntingaróp? Hvað sem því líður tókst Jack the Ripper að brenna mark í vitund okkar um heiminn með ódæðisverkum sínum. Ætli þau hafi ekki með sínum hætti boðað tíma fullkom- innar efnishyggju. Nafn Jacks the Ripper, verk hans, verk í hans nafni, trufla skipulag okkar, brjóta öll endimörk. Hann stundaði það í lífinu sem Sade markgreifi lýsir í bókum sínum — holdtekin þrá sem týnst hefur í gínandi tómi þar sem áður var Guð. Hann er táknmynd þess sem við óskum og óttumst í leynum, skuggi heimsins og um leið okkar eigin sálarlífs. Við höfum kannski kastað Djöflinum á ruslahaug sög- unnar en við sitjum uppi með Jakob kuta- mann. Víkjum nú eina öld fram í tímann. I janúar 1989 var maður að nafni Ted Bundy tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Talið er víst að hann hafi drýgt um þrjátíu kynferðisleg morð. Mál Teds vakti sérstakan óhug af því að hann var gjörólíkur ímynd fjöldamorð- ingjans—gáfaður og kvenhollur laganemi, ungur maður á framabraut, fríður sýnum og kurteislegur. Það þótti með ólíkindum að hann hefði nauðgað fjölda ungra stúlkna, myrt þær og limlest. Menn stóðu ráðþrota af því að „ófreskjan" reyndist ekki eins afbrigðileg eða hræðileg og haldið var fyrirfram. Það var eitthvað í málinu sem gekk ekki upp. í slíku tilviki er eins og ónefnanleg óreiða brjóti sér leið inn í merk- ingarheim okkar; mönnum verður ljóst að hann er ekki annað en hrófatildur ímynda eða líkana sem háð er félagslegu samkomu- lagi. Afleiðingin er oftar en ekki ráðlaus, orðvana heift — eða þá fáránleg orðræða. Menn skilja ástríðuglæpi, morð sem framin eru í ágóðaskyni eða stundarbræði. Slík verk má skilgreina, færa í orð, laga að líkani. Ástæðulaust hryðjuverk er hins veg- arofvaxið skilningi flesta; morð án orsakar er nánast óhugsanlegt — það samræmist ekki siðferðilegri mynd okkar af mannin- um, og stangast á við ríkjandi lögmáls- hyggju: orðræðu mannvísinda og læknis- fræði. Áður fyrr vísaði fólk slíkum hryllingi úr heimi manna, svipti sig ábyrgð, sam- félagið, manninn sem slíkan. Nafngjöfin var ekkert vandamál: Djöfullinn var að verki í líki manna. Viðbrögð nútímans við fjöldamorðinu eru að vissu leyti svipuð. Það er svo óumræðilegt að annarleg öfl hljóta að vera að verki; það getur ekki verið af mennskum toga. Trúlaus menning á hins vegar í erfiðleikum með að nefna þessi öfl. Þau skapa einskonar eyðu í orðræðu hennar sem torvelt er að fylla með rökvísri orða- TMM 1991:1 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.