Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 34
röð. Viðbrögðin við glæpum Teds Bundys eru gott dæmi en þau einkenndust af órök- rænum tilfinningaofsa eins og jafnan í slík- um málum. í fjölmiðlum var sagt að Ted væri „vitfirringur . . . tóm aska hið 2 innra . . . sálarlaust hylki . . . skepna“. Fólk gat ekki horfst í augu við veruleikann: að í Ted hafði losnað úr læðingi ofbeldi sem er einkar mannlegt, of mannlegt, og alls óskylt atferli dýra. Viðbrögðin spegluðu ótta fólks við þverstæður manneskjunnar sjálfrar. Allt er gert til að verja merkingar- heim hennar og búið til annað kerfi sem á að vera andstætt skipulagi mannsins — ónáttúrlegt, ómennskt, dýrslegt, illt. Gam- all hugsunarháttur segir til sín þótt forsend- ur hans séu brostnar — orðræða fyrri tíðar um róttækan greinarmun góðs og ills. Jack the Ripper og Ted Bundy eru skuggaskrímsli nútímans, táknmyndir um óhaminn eyðileggingarofsa, tilgangslausa tortímingu sem öðru fremur beinist gegn líkama mannsins. Nöfn þeirra vekja ókyrrð og heift en búa þó yfir kynlegu aðdráttar- afli. Vinsældir „líkamlegra“ hryllingskvik- mynda á seinni árum eru til marks um það; í þeim birtast þeir okkur í ýmsum gervum. Einhver sálræn þörf virðist knýja fólk til að tæta sundur taugakerfi sitt hvað eftir annað. Þessar kvikmyndir gegna að mörgu leyti svipuðu hlutverki og raunverulegir atburðir fyrr á tímum; það er eins og fólk geti ekki lifað án tyrkjarána og spánverjavíga. Og að baki boðorðinu „Þú skalt ekki mann deyða“ býr kannski nöturlegt hugboð: að sérhver einstaklingur sé hugsanlegur morðingi. Hryllingskvikmyndir eru ekki einungis boðskapur fárs og feigðar, sé vel að gáð. Þær steypa líkönum um koll og fela í sér áskorun: að við endumýjum samband okk- ar við heiminn. Þær kenna okkur að taka einlægar þátt í lífinu með því að sýna and- stæðu þess: neikvæðni, hrylling og dauða- öfl sem flestir kjósa að loka augum sínum fyrir. Við öðlumst betri skilning á því sem er af ljósi, frjótt og jákvætt í lífinu, með því að sökkva okkur í hrylling og líkamlega upplausn. í einni þekktustu hrollvekju seinni ára, The Texas Chain-Saw Massacre (1974) birtist eftirfarandi texti á tjaldinu við upphaf myndar: Myndin sem þið munuð nú sjá er skýrsla um harmleik er yfirféll fimm ungmenni, einkum Sally Hardesty og fatlaðan bróður hennar, Franklín að nafni. Hann er þeim mun hörmulegri sem þau voru ung að árum. En þótt þau hefðu lifað langa, mjög langa æ vi, hefðu þau h vorki getað vænst né óskað að upplifa jafn mikla sturlun og ógn eins og þennan dag. Unaðsleg ökuferð að sumar- lagi breytti lífi þeirra í martröð. —Atburðir þessa dags leiddu til þess að upp komst um einn af undarlegustu glæpum amerískra 3 annála: keðjusagarmorðin í Texas. Kvikmynd þessi er að mörgu leyti dæmi- gerð fyrir hrollvekjur seinustu tveggja ára- tuga; flestar þeirra fjalla um geðsýki af einhverju tagi og/eða árás á líkamann. Kvenhetja myndarinnar kemst undan hryll- ingnum við myndarlok. Samt er hinu hræðilega andrúmslofti ekki eytt með öllu. Þó að Leðurfésið (leikið af íslenskum rit- höfundi) hverfi í rykmóðu þjóðvegarins veit áhorfandinn að hann er þar ennþá — að hann sveiflast enn með sög sína trylltum dansi og bíður næsta fórnarlambs. Við greinum hann ekki lengur berum augum, og fátt er hræðilegra en ósýnileg ógn; hún veldur djúpstæðri óró, gerir okkur að skot- marki — við öðlumst samkennd með of- sóttu dýri skógarins. En um leið vekur slík 24 TMM 1991:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.