Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 36
Frá gotneskum hryllingi til líffræöilegrar martraðar, eöa ‘You’ve gotta be fucking kidding, boyl’ Hið hryllilega hefur óhugnanlegt aðdráttar- afl. Menn fyllast skelfingu eða viðbjóði gagnvart öllu því sem ógnar lífsæknu starfi — sjúkdómum, slysurn, geðsturlan, tortím- ingu, öllu því sem grefur undan lífsvilja þeirra og daglegum gildum. Samt þyrpast þeir á slysstað og sökkva augum sínum í flaum blóðs — og þeir sækja í kvikmyndir um afmynduð böm, hroðaleg dráp og nas- istalækna. Því er líkast sem þeirra betri vitund megi sín lítils þegar á reynir — þeir vilja bæði sjá og ekki sjá. Það er þessi þversögn sem fyllir þá hrolli, heldur þeim hugföngnum. En í hverju er aðdráttaraflið fólgið? Af hverju snúa menn ekki baki við hryllingnum, ráðast gegn honum eða glíma við hann á skynsamlegan hátt? Af hverju nýtur fólk þess að horfa á það sem er viður- styggilegt og annarlegt? Hvað er það sem tælir og fælir í senn? Getur verið að innra með okkur kviki öfugsnúin hvöt er nærist á ljótleika og eyðileggingu? Löðumst við kannski að hinu hryllilega afþví að það er illt að okkar mati? Að minnsta kosti em viðbrögðin oft reist á kynlegum samspuna óskar og ofboðs. Það er eins og fólk losni við sektarblandna reiði eða öllu heldur reiðiblandinn losta sem ekki má orða undir neinum kringumstæðum, losta sem breitt er vandlega yfir í daglegu lífi. Hrollvekjulist nútímans er oft rakin til gotneskrar skáldsagnagerðar sem naut mik- illa vinsælda í Evrópu frá 1760 til 1830.4 Gotneskir kastalar í bjarma eldingar, skuggar er teygja sig um dyrastafi, ískur í fjarlægð, blik af hnífi, örvæntingaróp. Hver kannast ekki við leikbrellur af þessu tagi? Réttur okkar til heimsins er dreginn í efa — að við séum húsbændur jarðar og himins; framandi öfl krefjast augna okkar, hugar og handa.5 Þessi list felur oftsinnis í sér óvissu og túlkunarvanda. Höfundar hennar vita sem er að fátt er hræðilegra en hið nafnlausa og ókennilega. Af þeim sökum eru mörg verk byggð upp sem gátur án lausnar. Taka má ímyndað dæmi. Sá sem mætir draug með höfuðið undir hendinni í Austurstræti hefur um tvo kosti að velja þegar skelfing- unni linnir. Annað hvort afneitar hann reynslu sinni sem skynvillu, eða hann legg- ur trúnað á hana. Um leið viðurkennir hann að tilveran sé margbrotnari en af er látið — að hún sé hafin yfir mannlega þekkingu.6 Hrollvekjan býr að margra dómi í óvissunni á milli þessara möguleika: Sá ég draug eða sá ég ekki draug? Hún lýsir hiki manns frammi fyrir því ómögulega, því sem of- vaxið er skilningi hans og tungumáli. Taka má annað dæmi. Við horfum á kvikmynd um mann sem á tveggja kosta völ. Hann stendur frammi fyrir tveimur hurðum og er nauðbeygður að opna aðra þeirra. Önnur leysir hann úr ánauð, en við hina bíður Norman Bates með sveðjuna reidda til höggs. Við fylgjumst með vangaveltum þessa manns mínútum saman, kynnumst forsögu hans og óuppfylltum vonum, fyll- umst samúð og lifum okkur inn í örlög. Er dregur að lokum eykst spennan jafnt og þétt — uns hurð er hrundið upp. Þú finnur ískalt stál sveðjunnar kljúfa á þér hauskúpuna — þú ert orðinn að eineygðum haus, tveimur eineygðum hausum sem horfast í augu, annað augað blátt en hitt brúnt — og svo verður allt svart, eða hvað? Við blasir autt tjald. Þetta var allt ímyndun; við fáum aldrei að vita hvað gerðist eftir að hurðinni 26 TMM 1991:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.