Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 37
var hrundið upp — Norman Bates eða ekki
Norman Bates, hver veit? Sá ég draug eða
sá ég ekki draug?
Efi, óáreiðanleiki, óskýranleg vá. Hvað
sem því líður er ógnin oft æði ágeng og
raunveruleg í hryllingskvikmyndum sein-
ustu tveggja áratuga. Menn rísa langsoltnir
úr gröfum sínum eða ummyndast í skepnur
og skordýr, ólýsanlegar meinvættir losna úr
læðingi: uppvakningar, blóðsugur og var-
úlfar. Öll eiga þessi fyrirbæri sér fyrirmynd
í draugnum sem er skilgetið afkvæmi Djöf-
ulsins. Þau hafa brennt sig inn í vitund
Vesturlandabúa, margfaldast og safnað
formum, lifað nýtt blómaskeið í kvikmynd-
um. Þannig munu frægustu hrollvekjur 19.
aldar — Frankenstein eftir Mary Shelley,
Dr. Jekyl and Mr. Hyde eftir Stevenson og
Dracula eftir Abraham Stoker—oftar hafa
verið festar á filmu en sögur úr Heilagri
ritningu. Djöfullinn veit hvað hann syngur;
hvemig komast má að hugum manna, hvar
þeir eru vamarlausastir fyrir!
Hrollvekjan fellir ótta manna í mynstur
orða og mynda: það sem þeir hræðast mest
á hverjum tíma. Hafa ber hugfast að óttinn
er bundinn sögulegum skilyrðum líkt og
hláturinn; það sem ein kynslóð skelfist öðm
fremur lætur aðra ósnortna, og þarf ekki
áratugi til heldur ólík þroskaskeið í lífi ein-
staklings. Það er því nauðsynlegt að hafa
menningarlegt samhengi í huga þegar rætt
er um óttann og einstök birtingarform hans:
hver er sá sem hræðist, hvað skelfist hann
og af hverjul Sé horft til baka er eins og
djúpstæð umskipti hafi átt sér stað á 6.
áratugnum. Fram að þeim tíma einkennd-
ist hryllingskvikmyndin af töluverðri bjart-
sýni og trú á manninn. Þannig var brugðist
við hryllingnum með kunnáttu og/eða valdi
— hann var felldur á eigin vitneskju eða
honum útrýmt með ofbeldi. Stríðinu lauk
með mennskum sigri. í heimi þessarar
hrollvekju skiptir mannleg athöfn máli;
þetta er öruggur heimur þegar allt kemur til
alls. Við vitum að truflunin er tímabundið
ástand — að maðurinn kemst undan um
síðir; raunverulegur efi kemst ekki að. A 6.
áratugnum breyttist þetta með róttækum
hætti; kalda stríðið ól af sér nöturlega
svartsýni enda sáu menn vísindalega þekk-
ingu í öðru ljósi en áður. Á þeim tíma er eins
og kennd veikleika og vanmáttar hafi orðið
ríkjandi í hryllingskvikmyndum; mannleg
athöfn glataði merkingu sinni — ógnin varð
óviðráðanleg.
Þessi þróun kemur skýrt fram í innrásar-
myndum af ýmsu tagi. Innan þeirra var áður
fyrr gerður skarpur greinarmunur á tveimur
heimum; eðlilegri veröld fólks sem vinnur
frá degi til dags, eignast böm og myndar
fjölskyldur, var stefnt gegn tryllingslegum
heimi ómennskra skrímsla — afskræmdu
efni, öfugsnúnu kynferði, skefjalausu blóð-
baði. Framan af var þetta form „lokað“, þ.e.
ófreskjunni var útrýmt eða hún rekin burt
úr mannheimi — mannlegur máttur fór
með sigur af hólmi. Á seinni árum hefur
sniðið hins vegar „opnast“ í æ ríkari mæli:
gefið er í skyn að ófreskjan sé ósigruð eða
að innrásin hefjist á nýjan leik — sögu-
hetjan breytist í blóðsugu eða líkamning,
ellegar afkvæmi skrímslisins lítur dagsins
ljós. Þegar best lætur tekst persónunum að
flýja eins og í The Amityville Horror
(1980); þegar verst lætur tekst þeim það alls
ekki og heimsendir virðist vera óhjákvæmi-
legur. Hryllingurinn gegnumsmýgur til-
veru manna án þess að þeir geti brugðist til
vamar á árangursríkan hátt. Það kemur
skýrt fram í hamskiptamyndum sem fjölg-
að hefur mjög síðustu árin. I Night of the
TMM 1991:1
27