Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 40
og eyðilegging — hefur stjakað öðrum
þemum til hliðar, jafnt í hrollvekjum sem
glæpamyndum en mörk þeirra eru einatt
mjög óljós. Aður fyrr skipti persónan sem
slík máli; blóð hennar fól í sér athöfn og
dauða, merkingarfull örlög. Núnaereins og
blóðið eitt skipti máli, hið líkamlega —
persónan er ekki annað en efniviður án sögu
— eyðilegging hans fyllir myndrúmið á
kostnað atburðarásar og mannlýsingar.
Hryllingskvikmyndir samtímans fjalla
öðru fremur um hnignun og tortímingu lík-
amans. Hið dulúðuga og fantasíukennda
hefur vikið um set fyrir blóðugu og hrá-
slagalegu raunsæi. Linsa myndavélarinnar
brýtur persónuna niður í líkamsparta —
vefi, taugar, vöðva, æðar og sinar; form-
bundin skynheild líkamans er leyst upp líkt
og á skurðarborði. Vöxtur og viðgangur
þessara mynda ber því vitni að sjálfsvitund
fólks tengist líkamanum í sífellt ríkari mæli.
Segja má að andhverfa sálar og líkama hafi
ekki einungis magnast heldur hafi annað
skaut hennar horfið með öllu: sjálfið er ekki
lengur greint frá líkamanum. Kvikmynd
Carpenters, The Thing (1982), er dæmigerð
fyrir þessa þróun. I henni er gengið öllu
lengra en í Alien (1979) þar sem framandi
ófreskja brýst út úr bringu eins áhafnar-
meðlima í geimskipi. Báðar þessar myndir
lýsa geimskrímslum er nota mannslíkam-
ann sem fæðuefni og gleypa í sig önnur
lífsform; markmið þeirra er ekki að ná
heimsyfirráðum heldur að lifa af. Hér er því
ekki lýst baráttu góðs og ills eins og í inn-
rásarmyndum 6. áratugarins; ófreskjur
himingeimsins voru á þeim tíma vitsmuna-
legar lífverur af djöfullegum toga — hér er
um líffræðilega martröð að ræða. í einu
sterkasta atriði myndarinnar Alien reynir
læknir að lífga við hermann með því að
þrýsta báðum höndum á brjóstkassa hans.
Skiptir þá engum togum að rifjahylkið
brotnar eins og skum eggs; hendur lækn-
isins sökkva í blóðflauminn og eru slitnar
af, blóðugir stúfar, sársaukaöskur — fyrir-
bærið er vaknað og skýtur gripörmum út
um limi og vöðva, hinn dauði búkur kvikar
á borðinu. Viðstöddum tekst að drepa líkið
um síðir með eldi nema hvað einn griparm-
urinn festist við haus hins Iátna er liggur
undir borðinu, dregur hann síðan í humátt
til dyra. Menn stirðna upp, sem vonlegt er,
einkum þegar hausinn hvolfist og réttir upp
strjúpann, samtímis því sem átta skordýrs-
fætur brjótast gegnum kúpuna. Menn taka
andköf, enda er dauður haus að spásséra
fátíð sjón. Sjónin kallar fram á varir eins
viðstaddra setningu sem óþarft er að þýða:
„You’ve got to be fucking kidding, boy.“9
Hrollvekjan og menning sam-
tímans: Maður og hlutir, maður í
hlutheimi, maður einn síns liðs
Hverskonar menning elur af sér hryllings-
kvikmyndir — hvað dregur áhorfendur í
milljónatali að slíkum myndum? Öllum má
vera ljóst að þær hafa menningarlegt gildi
sem áhugavert er að kanna; þær eru sprottn-
ar úr og hafa áhrif á umhverfi sem mótar
tilveru hvers og eins. Að mínum dómi
byggjast þær á og treysta ákveðið hugs-
unarsnið sem sjaldan er orðað á opinskáan
hátt en liggur að baki flestum orðræðum
okkar. Þetta hugsunarsnið er reist á tvíspili
veikleika og ofbeldis — einhvem veginn
stjómar það hugsun okkar um samfélagið
og heiminn. Það er eins og sú fullvissa hafí
grafið um sig að mannlíf án ofbeldis sé
óhugsanlegt; þannig er ævinlega gert ráð
fyrir því við lausn einstakra vandamála. Sé
30
TMM 1991:1