Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 40
og eyðilegging — hefur stjakað öðrum þemum til hliðar, jafnt í hrollvekjum sem glæpamyndum en mörk þeirra eru einatt mjög óljós. Aður fyrr skipti persónan sem slík máli; blóð hennar fól í sér athöfn og dauða, merkingarfull örlög. Núnaereins og blóðið eitt skipti máli, hið líkamlega — persónan er ekki annað en efniviður án sögu — eyðilegging hans fyllir myndrúmið á kostnað atburðarásar og mannlýsingar. Hryllingskvikmyndir samtímans fjalla öðru fremur um hnignun og tortímingu lík- amans. Hið dulúðuga og fantasíukennda hefur vikið um set fyrir blóðugu og hrá- slagalegu raunsæi. Linsa myndavélarinnar brýtur persónuna niður í líkamsparta — vefi, taugar, vöðva, æðar og sinar; form- bundin skynheild líkamans er leyst upp líkt og á skurðarborði. Vöxtur og viðgangur þessara mynda ber því vitni að sjálfsvitund fólks tengist líkamanum í sífellt ríkari mæli. Segja má að andhverfa sálar og líkama hafi ekki einungis magnast heldur hafi annað skaut hennar horfið með öllu: sjálfið er ekki lengur greint frá líkamanum. Kvikmynd Carpenters, The Thing (1982), er dæmigerð fyrir þessa þróun. I henni er gengið öllu lengra en í Alien (1979) þar sem framandi ófreskja brýst út úr bringu eins áhafnar- meðlima í geimskipi. Báðar þessar myndir lýsa geimskrímslum er nota mannslíkam- ann sem fæðuefni og gleypa í sig önnur lífsform; markmið þeirra er ekki að ná heimsyfirráðum heldur að lifa af. Hér er því ekki lýst baráttu góðs og ills eins og í inn- rásarmyndum 6. áratugarins; ófreskjur himingeimsins voru á þeim tíma vitsmuna- legar lífverur af djöfullegum toga — hér er um líffræðilega martröð að ræða. í einu sterkasta atriði myndarinnar Alien reynir læknir að lífga við hermann með því að þrýsta báðum höndum á brjóstkassa hans. Skiptir þá engum togum að rifjahylkið brotnar eins og skum eggs; hendur lækn- isins sökkva í blóðflauminn og eru slitnar af, blóðugir stúfar, sársaukaöskur — fyrir- bærið er vaknað og skýtur gripörmum út um limi og vöðva, hinn dauði búkur kvikar á borðinu. Viðstöddum tekst að drepa líkið um síðir með eldi nema hvað einn griparm- urinn festist við haus hins Iátna er liggur undir borðinu, dregur hann síðan í humátt til dyra. Menn stirðna upp, sem vonlegt er, einkum þegar hausinn hvolfist og réttir upp strjúpann, samtímis því sem átta skordýrs- fætur brjótast gegnum kúpuna. Menn taka andköf, enda er dauður haus að spásséra fátíð sjón. Sjónin kallar fram á varir eins viðstaddra setningu sem óþarft er að þýða: „You’ve got to be fucking kidding, boy.“9 Hrollvekjan og menning sam- tímans: Maður og hlutir, maður í hlutheimi, maður einn síns liðs Hverskonar menning elur af sér hryllings- kvikmyndir — hvað dregur áhorfendur í milljónatali að slíkum myndum? Öllum má vera ljóst að þær hafa menningarlegt gildi sem áhugavert er að kanna; þær eru sprottn- ar úr og hafa áhrif á umhverfi sem mótar tilveru hvers og eins. Að mínum dómi byggjast þær á og treysta ákveðið hugs- unarsnið sem sjaldan er orðað á opinskáan hátt en liggur að baki flestum orðræðum okkar. Þetta hugsunarsnið er reist á tvíspili veikleika og ofbeldis — einhvem veginn stjómar það hugsun okkar um samfélagið og heiminn. Það er eins og sú fullvissa hafí grafið um sig að mannlíf án ofbeldis sé óhugsanlegt; þannig er ævinlega gert ráð fyrir því við lausn einstakra vandamála. Sé 30 TMM 1991:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.