Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 42
ástríðu. Hann reiðir ekki geðveikina með sér í töskum eins og Vincent Price í The Pit and thePendulum. Norman í Psycho virðist sömuleiðis venjulegur í fyrstu; áhorfendum verður seint ljóst að hann er afbrigðilegur. Skilningur þeirra er byggður upp smám saman með ýmiskonar vísunum og grun- kveikjum. Hér er ekki rúm til að rekja sögu- þráð þessara tveggja mynda en í báðum er þung áhersla lögð á samband kynhneigðar og ofbeldis. Sálsýki aðalpersónanna er einnig skýrð að nokkru leyti eins og áður getur. Er leið á 8. áratuginn urðu slíkar skýringar æ sjaldgæfari í hryllingskvik- myndum. Það má að nokkru rekja til sölu- sjónarmiða; tryllispennan höfðar fremur til áhorfenda en sálfræðileg flækja. Hjá því verður þó ekki horft að ákveðin hugarfars- breyting virðist hafa átt sér stað. Það er eins og óskynsemin hafi brotið af sér allar viðj- ar; brjálsemin er ekki lengur skýranleg truflun heldur óskýranlegt ástand. Aður- nefnd kvikmynd Johns Carpenters, Hallo- ween (1978), er dæmigerð um þessa tegund mynda. Áhorfendur vita frá upphafi hver er sekur; þeir velta ekki vöngum yfir því hvað sé á seyði heldur hver sé næstur — hvemig honum verði komið fyrir kattamef. Morð- ingjanum sjálfum erekki lýst sem persónu: hann er dýptarlaus ímynd, form án merk- ingar. I framangreindum kvikmyndum er skynj- un áhorfenda blekkt án afláts. Hversdags- legar athafnir, fataþvottur og sjónvarps- gláp, búa í haginn fyrir viðbjóðslega tortím- ingu. Sennilega er sturtuatriðið í Psycho frægasta dæmið um þessa tækni: nakinn konulíkami býður auganu til gleðiveislu sem reynist vera forleikur að blóðugri slátr- un. Segja má að hrollvekjur eins og Psycho séu öðm fremurárás á skynjunina—venju- leg tengsl okkar við heiminn. Þannig er myndavélinni iðulega beint yfir öxl morð- ingjans eða fórnarlambsins með þeim af- leiðingum að áhorfendur sameinast sjónskynjun þeirra — þeir em dregnir nauðugir viljugir inn í heim tjaldsins á næsta óþægilegan hátt. Með því móti er grafið undan trú þeirra á sameiginlegar skynmyndir; viðtekinn merkingarheimur hrynur. Evrópumenn hafa trúað á afl augans um tveggja alda bil; augað hefur verið tekið fram yfir önnur skynfæri sem uppspretta merkingar og sannleika. Hér er um að ræða „sjónreynslutrú“ sem gerir hverjum og ein- um kleift að treysta reynslu sinni: það sem við sjáum hlýtur að vera satt — heimurinn blasir við augum okkar.10 Sérhver mann- eskja þráir að taka einlægan þátt í umheimi sínum: að skapa eigin veröld með skynj- unum sínum og gjörðum. Það er hins vegar hægara sagt en gert af því að „sjónreynslu- trúin“ er reist á félagslegu samkomulagi sem fáir komast undan. Við trúum því sem okkur hefur verið kennt að sjá og skynja; allt annað er merkingarlaust, og þar með ekki til. Einstaklingnum er gert að tileinka sér kerfí sameiginlegra skynmynda eða lík- ana; misleitum fyrirbæmm er steypt saman og þeim gefin nöfn er verða að sannleika í vitund fólks — formgerðir verða að skyn- rænum sannindum. Hryllingskvikmyndir eins og Psycho grafa undan þessum merkingarheimi eins og fyrr getur. I þeim er sýnt hvað getur gerst þegar einstaklingurinn glatar sjálfum sér í heimi hluta og formgerða. I upphafi Psycho reynir kvenhetjan að sölsa til sín hamingj- una með því að stela stórfé frá vinnuveit- anda sínum. Á flótta úr bænum sljóvgast augu hennar af þreytu auk þess sem regn og 32 TMM 1991:1 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.