Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 44
fyrri ára. En þær hafa annað yfirbragð.
Verkstæði Frankensteins hefur vikið fyrir
björtum og sótthreinsuðum tilrauna- og
skurðstofum nýtískulegra sjúkrahúsa.
Þessar myndir byggjast á djúpstæðri tækni-
fælni, hræðslu við tæknivætt kerfi þar sem
lítill greinarmunur er gerður á manni og vél
eða hluta vélar. í Coma býr skelfilegur
veruleiki undir dauðhreinsuðu og ópers-
ónulegu yfirborði; fjöldi ungs fólks endar
ævi sína í óskýranlegu dauðadái eftir hættu-
litla uppskurði. Og ekki nóg með það: fólk-
ið er notað sem líffærabanki. Það ríkir ekki
lengur spenna á milli sjálfsvem og hlutvem
líkt og í Frankenstein. Einstaklingurinn
hefur runnið saman við vélbúnað er sviptir
hann sjálfstæði og einstaklingseðli: hrynj-
andi líkamans verður ekki greind frá hrynj-
andi vélarinnar. Eða með orðum Pete Boss:
Skrímsli Frankensteins hefur sameinast
skapara sínum.12
Það er eins og allt breytist í einu vetfangi.
Manni verður ljóst að veröldin er ekki eins
og við höldum okkur sjá hana frá degi til
dags — að hugarmyndir okkar em ekki
annað en orð sem klínt hefur verið á óskilj-
anleg fyrirbæri. Þetta augnablik tæmir
heiminn af merkingu og knýr okkur til að
endur-skoða skynjun okkar og horfast í
augu við eigið tóm — hið falda tilvistar-
leysi. Það afhjúpar skelfingu sem við dylj-
um að jafnaði undir sléttu yfirborði
hversdagslífsins. Það leiðir í ljós að við
lifum í merkingarheimi sem getur brotnað
fyrr en varir, að hverjum og einum er eins
gott að halda vöku sinni — að gmnnt er á
13
því góða.
1. Sjá Daniel Farson: Jack the Ripper. London
1972. Clive Bloom: „The House that Jack Built:
Jack the Ripper, Legend and the Power of the
Unknown" í Nineteenth-Century Suspense. Lon-
don 1988. Colin Wilson: Inngangur að The Com-
plete Jack the Ripper eftir Donald Rumbelow.
London 1973.
2. Sjá Stephen G. Michaud og Hugh Aynesworth:
Tecl Bundy. Conversations with a Killer. New
York 1989.
3. Sjá Robin Wood: „Retum of the Repressed". I
Film Comment 14, nr. 4, 1978. Morris Dickstein:
„The Aesthetics of Fright". f American Films,
vol. 10(1980).
4. Sjá David Punter: Tlie Literature of Terror. A
History ofGothic Fictions from 1765 to the Pres-
ent Day. London and New York 1980.
5. Sjá James B. Twitchell: Dreadful Pleasures: An
Anatomy of Modern Horror. New York 1985.
Mark Nash: „Vampyr and the Fantastic". Screen
17, no. 3, 1976. Raymond Durgnat: „Scream
louder, live longer. An introduction to screen
violence". The Listener 3 (1964). Noél Carroll:
The Philosophy of Horror or Paradoxes of the
Heart. New York og London 1990. William
Earle: Autobiographical Consciousness. Chic-
ago 1972.
6. Ritstjóri tímaritsins hefur bent mér á að það geti
verið um fleiri möguleika að ræða. Líklegast sé
að þarna fari menntaskólanemar að dimittera eða
einhver að fara á ball eða 17. júní; og hausinn
mannsins sé skammt undir hálsmálinu — og slík-
an grímubúning sé nokkuð villandi að bendla við
skynvillu.
7. Andrew Tudor: Monsters and Mad Scientists. A
Cultural History of the Horror Movie. Oxford
1989.
8. Sama rit, bls. 211.
9. Philip Brobhy: „Horrality — The Textuality of
Contemporary Horror Films“. í Screen 27, no. 1
(1986).
10. J.P. Telotte: „Faith an Idolatry in the Horror
Film“. í Film and Literature Quarterly 8, no. 3
(1980).
11. Ted Bundy: Conversations with a Killer. 1989.
Bls. 59.
12. Pete Boss: „Vile Bodies and Bad Medicine". í
Screen 27, no. 1 (1986).
13. Sjá nánar grein mína: „Hnakkagróf í uppnámi" í
Morgunblaðinu 16/12 og 28/12 1988.
TMM 1991:1
34