Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 49
þar“.3 Um áhuga Páls á Janua má fræðast, svo sem um margt annað, hjá Jóni Olafssyni frá Grunnavík (1705-1799), og má ætla að minni hans varðandi Pál sé traustara en um annað efni. Faðir Jóns, Ólafur Jónsson prestur að Stað í Grunnavík var þrjú ár í Skálholtsskóla og útskrifaðist þaðan árið 1691, einmitt í tíð Páls Vídalíns þar. 4 Upp frá því var vinátta með þeim Ólafi og Páli, og hann fól Vídalínum forsjá sona sinna áður en hann lést fyrir aldur fram úr stóru- bólu árið 1707. Grunnavíkur-Jón var í fóstri hjá Páli lögmanni í Víðidalstungu og hafði þar samastað uns hann sigldi. í ritinu Um þá lœrðu Vídalína (frá árinu 1759 með yngri viðaukum) segir Jón um Pál að hann hafi verið við latínunám hjá móðurbróður sínum séra Bjama á Höskuldsstöðum, syni Amgríms lærða, og séð hefi ég Johannis Amosii Janu- am linguarum reseratam á íslensku út- lagða með þess sama prests hendi, og því mun Páll lögmaður hafa látið okk- ur kennslupilta, sem vorum í Víðidals- tungu hjá honum, læra hann, og ís- lenskaði hann nefnda bók þá að nýju meir en hálfa. Hann hafði annars við hendina þá útlegging, er síra Ólafur skólameistari í Skálholti (hafði gert).5 Á öðmm stað6 segist Jón hafa lært þýðingu Páls utan að, þegar hann var við nám hjá honum. Líka segist hann eiga eintak af þessari þýðingu, en þó vanti í hana hér og hvar. Páll hafði þýtt Janua aftur að 60. kafla. Hann gerði nýja version yfir þau capita með því móti að hann hafði fyrir sér version séra Ólafs gamla skólameist- ara í Skálholti; hann átti hana í 8vo með hendi séra Ólafs föður míns, sem hann hafði skrifað ungur, hér um tví- tugs aldur, lagfærði sumt eður útþýddi skiljanlegar. Hljóp yfir ókennda hluti, sem ei eru nöfn á (á) íslensku, sem urtanöfn c. 12 og 13. I þessa þýðingu Páls vitnar Jón Ólafsson mjög oft í orðabók sinni og tilfærir glósur úr. Af orðum Gmnnavíkur-Jóns má ráða að í Skálholti engu síður en í heimaskólum sumra klerka hafí verið haldið áfram að kenna latínu samkvæmt Janua eftir fráfall fyrsta þýðandans. Aðrir kennarar héldu svo áfram, ýmist að lagfæra þýðingu Ólafs eða endurþýða latneska textann. Auk Páls Víd- alíns og væntanlega annarra sem hvergi eru nefndir, sinnti séra Bjami Amgrímsson þessu máli; en hann var skólasveinn og síðar kennari (1663-1664) á Hólum, og verður hér engum getum að því leitt hvemig hann náði í rit Comeniusar. Sumir reyndu jafnvel að koma íslenskri þýðingu á prent. Gmnnavíkur-Jón getur þess að Páll Vídalín hafi, líkast til á Skál- holtsárunum, boðið Þórði Þorlákssyni eftir- manni Brynjólfs biskups að auka við tilvitnunum í latneska höfunda, vildi hann svo láta prenta bókina.7 En úr því hefur líklega ekkert orðið. Hins vegar lét Þórður biskup prenta í Skálholti 1695 latneska málfræði eftir sig sjálfan. Hún var samin upp úr málfræði Melanchtons og öðmm algengum skólabókum á þeim tíma. Undan slíkum námsbókum kvörtuðu einmitt aðrir latínumenntaðir íslendingar. Til dæmis Jón meistari Vídalín. Jón nam við Skálholts- skóla á ámnum 1679-1682, í skólameist- aratíð Ólafs Jónssonar en að loknu námi og mörgum ævintýrum í Kaupmannahöfn gekk hann sem kunnugt er í þjónustu Þórðar TMM 1991:1 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.