Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 50
Þorlákssonar biskups, og tók við embættinu að honum látnum. í bréfi til Jóns prófasts Ámasonar, dagsettu 2. október 1711, ræðir hann latínunám unglingsins Sigurðar Áma- sonar og skrifar þá: Ég vil ekki dissimulera það að mér þykir Janua linguarum Comenii góð bók, ef hún væri rétt útlögð, en ónýt var sú er vær lærðum í skóla, propter interpretationem passim non accurat- am. Guð gefi að þér, síra Þórður Jóns- son og síra Jón Halldórsson vilduð taka ykkur vetrarstund til að leggja út eitt stykki hver; þá vilda ég og taka eitt og síðan þá bók þrykkja láta á minn eigin bekostning so henni yrði ekki spillt. Ég vil biðja yður að beþenkja þetta.“8 Því miður er ekki vitað hvernig því áformi meistara Jóns reiddi af. Til er enn ein íslensk þýðing af Janua Comeniusar. Hún er varðveitt í Konung- legu bókhlöðunni í Stokkhólmi, merkt Cod. isl. papp. 8vo nr. 24 og er 304 blöð (latneski textinn vinstra megin en þýðingin hægra megin á opnunni) auk tveggja síðna ófull- gerðs registurs.9 Þýðandi er Guðmundur Ólafsson, f. um 1652, aðstoðarprests Hálf- danarsonar að Undomfelli, búsettur í Stokkhólmi. En hann var líka úr hreiðri Skálholtsskóla þar sem hann lærði í skóla- meistaratíð Ólafs Jónssonar á ámnum 1673-1677eða 1674—1678. Að loknunámi í Kaupmannahöfn 1681 réðist hann til að þýða íslensk fomrit á latínu og sænsku fyrir Collegium Antiquitatum sem greiddi hon- um föst árslaun, 300 dali, og var við þá iðju til dauðadags 1695. Meðfram skyldustörf- unum vann hann mörg önnur lofsverð verk, eitt þeirra var þýðingin áJanua linguarum. Bæði þýðingin sjálf og handritið, fagurlega hreinritað, vitna um önnur og ósambærileg starfskilyrði í Stokkhólmi og í Skálholti. Þó er þessi þýðing heldur ekki fullgerð, sumir latnesku kaflamir óþýddir, t.d. um jurtir og dýr, og bersýnilega var hún aldrei prentuð. Á þessum tíma voru stopul samskipti ís- lendinga við Svía vegna sífelldra styrjalda þeirra síðamefndu við Dani. Og jafnvel þó fræðimenn vissu hver af öðmm, þökk sé fornritunum íslensku, þá hefur þýðing Guð- mundar Ólafssonar sennilega verið ókunn bæði þeim Vídalínum og öðmm mektar- mönnum sem efla vildu íslenskt skólastarf og hefðu átt ráð á því að prenta verkið. En endalokin í sögu þessarar bókar á ís- landi bera það með sér að lærdómsmenn þjóðarinnar hafa engan veginn misst áhug- ann á riti Comeniusar, en skólamir höfðu sífellt minni ráð á að kaupa það. I bókasafni elsta menntaskóla Reykjavíkur, arftaka biskupsstólaskólanna gömlu, hefur varð- veist eina uppmnalega eintakið af Janua linguarum á íslandi. Það er latnesk-fransk- þýsk útgáfa, gefín út í Tours árið 1643. í áletrun á bókinni greinir frá því að Jón Ólafsson antiquitatum studiosus í Kaup- inhafn hafi fært Hólaskóla þetta eintak að gjöf. Af stafsetningu áletmnarinnar má ráða að hún sé gerð eftir 1770. En vitaskuld getur hún verið rituð löngu eftir að bókin var gefin, t.d. um það bil sem Hólaskóli var lagður niður upp úr móðuharðindunum sem endanlega lömuðu allt skólastarf á íslandi. Gaman væri að mega hugsa sér að gefand- inn hefði verið Jón Ólafsson frá Gmnnavík fremur en einhver alnafni hans. Það hefði verið honum líkt að færa skólanum sínum gamla svo höfðinglega gjöf. Hinu verður að láta ósvarað hvernig sá blásnauði þjónn íslenskrar menningarsögu og eilífðarstúd- 40 TMM 1991:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.