Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 51
ent fomfræðanna hefur komist yfir franska útgáfu af Janua. Hér að framan hef ég reynt að leiða að því rök að fjórar atrennur, misstórar, hafi verið gerðar til að þýða Janua linguarum eftir Comenius á íslensku. Þetta er stutt heimild- unum sem hér voru nefndar. Einungis tvö handrit hafa varðveist allt til okkar daga, annað í Landsbókasafni Islands en hitt í Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi. Um aðrar þýðingartilraunir er, svo ég viti, einungis ein vísbending. I skrá um bækur sem Bjami Halldórsson sýslumaður á Þing- eyrum (1703-1773) lét eftir sig er nefnt meðal handrita í áttablaðabroti Comenii Janua linguarum reserata á latínu og ís- lensku.10 En Bjami var skólasveinn í Skál- holti 1716-1720 í biskupstíð Jóns Vídalíns og skólameistari þar 1723-1728, giftist dóttur Páls lögmanns Vídalín og erfði tals- vert af bókasafni hans. Gmnnavíkur-Jón var löngum hjá honum á Þingeymm, þegar hann dvaldist á íslandi 1743-1751. Þannig má vel smíða fleiri tilgátur um það hvaða þýðing það hafi verið sem Bjami sýslu- maður lét eftir sig. En það læt ég hæfari fræðimenn um að gera. Enda mundi niður- staðan engu breyta um það sem ég ætlaði að benda á í þessari grein. Það var viðleitni íslenskra lærdómsmanna til að bæta kennslu og menntun á þeim skika sem for- lögin úthlutuðu þeim. Og þá er skólameist- ari Skálholtsskóla miðsvæðis í þeirri sögu. En hann er aðeinseinn kafli íhenni. Söguna má sjá í víðara samhengi, því hún leiðir saman annars vegar Miðevrópumanninn Comenius, sem hraktist land úr landi undan stríði og ógnum með fyrirætlanir um bætta mennmn sinnar eigin þjóðar í höfðinu og fór smám saman að móta uppúr þeim stór- brotnar hugmyndir um frelsun alls mann- kyns með tilstyrk aukinnar almennrar þekkingar, og hins vegar þessa íslensku lærdómsmenn, sem unnu, vísvitandi eða bara ósjálfrátt, að því að bjarga þjóðmenn- ingunni með hjálp þekkingar og mennta. Hvorir tveggja höfðu sama tilganginn. Höfundur þakkar Hallfreði Erni Eiríkssyni og Þor- geiri Þorgeirssyni yfirlestur og hinum fyrmefnda ásamt öðrum fyrir leiðbeiningar um heimildarit. 1. Sbr. einnig Páll Eggert Ólason: Saga Islendinga 5. Seytjánda öldin. Reykjavík, 1942. Bls. 227. 2. Sbr. Alfrœði Menningarsjóðs, Islandssaga L-O. Reykjavík (Menningarsjóður) 1977. Bls. 39. 3. Samkvæmt Jóni Ólafssyni fráGrunnavík í „Um þá lærðu Vídalína" í Merkum Islendingum IV. Reykjavík (Bókfellsútgáfan) 1950. Bls. 102. 4. Jón Helgason: Jón Olafsson frá Grunnavík. Safn Fræðafjelagsins V. Kaupmannahöfn, 1926. Bls. 3 og áfram. 5. „Um þá lærðu Vídalína," bls. 96-97. 6. Hér og á eftir styðst ég við formála Jóns Þor- kelssonar að Vísnah’eri Páls lögmanns Vídalíns. Kaupmannahöfn, 1897. Bls. xii-xiii. 7. Sama stað. 8. Biskupsskjalasafn Skálholtsbiskupsdæmis IV, 6. Bls. 42-45. 9. Dagmar Capková, Kristina Eriksson: ,Janua lin- guarum in Icelandic". Acta Comeniana 6 (XXX). Prag, 1985. Bls. 201-203. 10. Jón Helgason: „Bækur og handrit á tveimur hún- veskum höfuðbólum á 18. öld.“ Landsbókasafn íslands.Árbók 1983. Reykjavík (Landsbókasafn- ið) 1985. Bls. 38. TMM 1991:1 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.