Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 86
sjálfur stóð hann að nokkru utan við kerfið,
hann var rithöfundur á markaði, sem nánast
var ný starfsgrein um þessar mundir, hann
bjó erlendis og þar við bættist upplausnin í
hjónabandinu sem kom róti á sýn hans á
samskipti kynjanna. Hann fann ekki hljóm-
grunn hjá hástéttum og naut einskis úr
skriðdýrasjóðum þeirra (sem hann nefnir
sjálfur svo í kverinu); hans framtíðarmark-
aður byggðist á miðstétt og lágstétt.
Félagsleg róttækni Strindbergs verður
einnig skilin sem skynsemishyggja. Hann
hafnaði trúarbrögðum á líkum forsendum
og Voltaire og Feuerbach áður, út frá sjónar-
miði efnishyggju og af því að kennisetning-
ar kirkjunnar stríddu gegn skynseminni.
Trú hans á fræðslu og skynsemi birtist með-
al annars í því að hann setur hugmyndir
sínar fram í formi spuminga og svara, líkt
og gert hafði verið í kennslubókum allt frá
miðöldum. En skynsemistrú hans á sér þó
ákveðin takmörk; hann álítur nefnilega að
hagsmunir verði skynsemi og réttlæti yfir-
sterkari þegar allt komi til alls. Sá sterki
verður talinn hafa á réttu að standa, bylting
er talin lögleg hafi hún heppnast, eins og
segir í kverinu. Þar er eins og Darwin og
Nietzsche grípi fram í fyrir Marx. Strind-
berg trúði á „hinn sterkari“, sjálfur var hann
sterkur og vissi það þótt efinn hafi löngum
knúið dyra; honum var afar ósýnt um að
mjúklæta sig og fyrirleit þrælslund svo
mjög að stundum virðist sjúklegt.
*
Þó að róttækur sósíalismi eigi dvínandi
fylgi að fagna á Vesturlöndum sem stendur
— meðal annars vegna þeirra atburða sem
orðið hafa í Austur-Evrópu undanfarin tvö
ár — er forvitnilegt og skemmtilegt að lesa
stefnuskrá Strindbergs. Hún felur að
nokkru leyti í sér heildstæða heimsmynd,
sýnir hvemig róttækir menn upplifðu heim-
inn fyrir um hundrað árum. Jafnframt er
þessi texti sígild vakning og segir lesand-
anum að hann megi ekki sofna í sjálfum-
gleði menningarlegrar orðræðu: því óhagg-
að stendur að í þjóðfélaginu togast á hags-
munir, og valdið reynir alltaf að sýnast vin-
gjamlegt og saklaust í lengstu lög. Þótt
kenningar um ríkisrekstur og miðstýringu
eigi nú undir högg að sækja er það megin-
sjónarmið í fullu gildi að til að skilja verk
manna nægir ekki að hlusta á eigin skýr-
ingar þeirra. Maðurinn er fullur af sjálfs-
blekkingum og skilur oft ekki sjálfur hvaða
áhrif dulin öfl sálar og samfélags hafa á
gerðir hans og vökuvitund. Og vel má vera
að Strindberg geti ennþá hneykslað og ýtt
við mönnum, rétt eins og hann gerði fyrir
hundrað árum þegar hann vakti svo áköf
viðbrögð á báða bóga.
Einnig er vert að nefna að texti Strind-
bergs hefur að geyma einhvem kraft, eitt-
hvert afdráttarleysi og mælsku sem jafnan
einkennir góða ádeilu. Þessum snarpa stíl
áttu íslenskir lesendur eftir að kynnast hjá
Þórbergi Þórðarsyni og Halldóri Laxness á
þriðja áratug aldarinnar. í kverinu kapp-
kostar Strindberg að skrifa ljósan stíl en
jafnframt er hér sterkur fræðslublær, svo
sem formið gefur tilefni til.
Hér á eftir fylgja nokkur sýnishom úr
Spumingakveri Strindbergs og nema þau
rúmum fjórðungi kversins í heild.
*
Hvað er þjóðfélag?
— Akveðnir lifnaðarhættir sem orðið hafa til
á grundvelli þess markmiðs hástéttarinnar að
halda lágstéttinni niðri. Það er leyndardómur-
inn um þjóðfélagið. [...]
76
TMM 1991:1