Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 91
Torfi H. Tulinius
Æviskeiðið og augnablikið
Um sjálfsævisögur franskra
nýsöguhöfunda
Hér er sagt frá sjálfsævisögum eftir þrjá franska höfunda, þau Nathalie
Sarraute, Marguerite Duras og Alain Robbe-Grillet. Þau hafa öll haft mikil
áhrif á skáldsagnaritun samtímans og þeim hefur einnig tekist aö gæöa
hiö heföbundna form sjálfsævisögunnar nýju lífi, meöal annars meö því
aö færa þaö nær skáldsögunni.
Snemma á sjötta áratug þessarar aldar
beindist athygli þeirra sem létu bókmenntir
sig einhverju varða í Frakklandi að litlu
bókaforlagi, Miðnæturforlaginu. Það hafði
verið stofnað á árum seinni heimsstyrjaldar
til að gefa út andófsrit gegn þýskri hersetu.
Tæpum áratug eftir að hersetunni var lokið
var andófinu ekki lengur beint gegn ofur-
valdi þýsku stríðsvélarinnar heldur gegn
annars konar vél: skáldsögunni. Höfund-
amir sem gáfu út á vegum þessa forlags áttu
það allir sammerkt að þeir höfnuðu því sem
fram að þessu hafði talist uppistaðan í
skáldsöguforminu: söguþræði, sögutíma,
hneigð, jafnvel sjálfri sögupersónunni. Þeir
töldu að þessi hugtök ættu ekki lengur við
eftir að uppgötvanir í sálvísindum og heim-
speki höfðu leitt í ljós að manneskjan er
ekki eins heilsteypt og löngum hefur verið
talið, að hún er síbreytileg, óræð og á valdi
afla sem hún hefur aðeins takmarkaða
stjóm á; eftir að nasisminn og stalínisminn
höfðu gert bókmenntir sem ritaðar eru í
þágu málstaðar tortryggilegar; eftir að
raunvísindin höfðu bylt hugmyndum okkar
um stöðugleika tíma og rúms; eftir að
Guðstrú hætti að vera almenn og lífíð
breyttist í ráðgátu ef ekki markleysu. Þessir
höfundar áttu líka sameiginlegt að meta
tiltekna höfunda af fyrri kynslóðum, Dost-
ojevskí og Flaubert, Proust, Joyce og
Kafka, Faulkner, Borges og Beckett.1
Höfundarnir sem hér um ræðir hafa verið
kenndir við nýsöguna og heita Claude Sim-
on, Robert Pinget, Marguerite Duras, Alain
Robbe-Grillet, Michel Butor, og Nathalie
Sarraute, svo þau helstu séú nefnd. Þau
höfnuðu vissum hugmyndum — úreltum
að eigin sögn — um skáldsöguna, en þó
skipti öllu meira máli að þau litu á hana sem
alvarlega listgrein sem hefði möguleika á
að þróast áfram en þyrfti á ámóta formbylt-
ingu að halda og þegar hafði átt sér stað í
málaralist og tónlist og raunar líka í ljóðlist.
TMM 1991:1
81