Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 91
Torfi H. Tulinius Æviskeiðið og augnablikið Um sjálfsævisögur franskra nýsöguhöfunda Hér er sagt frá sjálfsævisögum eftir þrjá franska höfunda, þau Nathalie Sarraute, Marguerite Duras og Alain Robbe-Grillet. Þau hafa öll haft mikil áhrif á skáldsagnaritun samtímans og þeim hefur einnig tekist aö gæöa hiö heföbundna form sjálfsævisögunnar nýju lífi, meöal annars meö því aö færa þaö nær skáldsögunni. Snemma á sjötta áratug þessarar aldar beindist athygli þeirra sem létu bókmenntir sig einhverju varða í Frakklandi að litlu bókaforlagi, Miðnæturforlaginu. Það hafði verið stofnað á árum seinni heimsstyrjaldar til að gefa út andófsrit gegn þýskri hersetu. Tæpum áratug eftir að hersetunni var lokið var andófinu ekki lengur beint gegn ofur- valdi þýsku stríðsvélarinnar heldur gegn annars konar vél: skáldsögunni. Höfund- amir sem gáfu út á vegum þessa forlags áttu það allir sammerkt að þeir höfnuðu því sem fram að þessu hafði talist uppistaðan í skáldsöguforminu: söguþræði, sögutíma, hneigð, jafnvel sjálfri sögupersónunni. Þeir töldu að þessi hugtök ættu ekki lengur við eftir að uppgötvanir í sálvísindum og heim- speki höfðu leitt í ljós að manneskjan er ekki eins heilsteypt og löngum hefur verið talið, að hún er síbreytileg, óræð og á valdi afla sem hún hefur aðeins takmarkaða stjóm á; eftir að nasisminn og stalínisminn höfðu gert bókmenntir sem ritaðar eru í þágu málstaðar tortryggilegar; eftir að raunvísindin höfðu bylt hugmyndum okkar um stöðugleika tíma og rúms; eftir að Guðstrú hætti að vera almenn og lífíð breyttist í ráðgátu ef ekki markleysu. Þessir höfundar áttu líka sameiginlegt að meta tiltekna höfunda af fyrri kynslóðum, Dost- ojevskí og Flaubert, Proust, Joyce og Kafka, Faulkner, Borges og Beckett.1 Höfundarnir sem hér um ræðir hafa verið kenndir við nýsöguna og heita Claude Sim- on, Robert Pinget, Marguerite Duras, Alain Robbe-Grillet, Michel Butor, og Nathalie Sarraute, svo þau helstu séú nefnd. Þau höfnuðu vissum hugmyndum — úreltum að eigin sögn — um skáldsöguna, en þó skipti öllu meira máli að þau litu á hana sem alvarlega listgrein sem hefði möguleika á að þróast áfram en þyrfti á ámóta formbylt- ingu að halda og þegar hafði átt sér stað í málaralist og tónlist og raunar líka í ljóðlist. TMM 1991:1 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.