Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 92
Aðeins skáldsagan var eftir og nú var kom- ið að henni. Annað áttu þessir höfundar ekki sameiginlegt enda hafa þeir farið ákaflega ólíkar leiðir í verkum sínum. Um og eftir 1980 fóru þessir höfundar að gefa út bækur um eigin fortíð. Þá glotti margur gagnrýnandinn og sagði að það væri einkennilegt að þau, sem forðum hróp- uðu hæst að persónan væri ekki til, væru nú, þegar aldurinn var farinn að segja til sín, að gera sig sjálf að aðalpersónum bóka sinna. Þetta væri sönnun þess að nýsagan hafi verið geld frá upphafi, því á ævikvöldinu fari nýsöguhöfundamir að skrifa í hefð- bundnum stíl, knúnir af þörf fyrir að segja sögu sína. Auðvitað var þetta tóm meinfýsi, því hver þessara höfunda hefur búið til mjög frum- lega aðferð til að rita ævisögu sína. Auk þess er augljóst samhengi milli tilrauna þeirra með skáldsöguna og sjálfsævisögu- ritunar þeirra, og er því ekki fráleitt að tala um nýsjálfsævisögu. Hér verður sagt frá þremur úr þessum hópi, þeim Nathalie Sarraute, Marguerite Duras og Alain Robbe-Grillet. Rætt verður um hvem höfund fyrir sig, lýst einkennum fyrri verka hans og því hvemig hann fer að því að segja frá sjálfum sér. Skoðað verður það sem líkt er með höfundunum, og að lokum reynt að festa hendur á því sem gæti verið æðra markmið þeirra, og ef til vill eitt meginviðfangsefni listarinnar: að fanga líf- ið sjálft í hverju andartaki. * Nathalie Sarraute fæddist árið 1900 í Rúss- landi. Móðir hennar var rithöfundur en fað- irinn efnaverkfræðingur. Hann varð að flýja land vegna stjómmálaskoðana sinna þegar Natacha litla var aðeins nokkurra ára göm- ul. Skömmu seinna slitu foreldrar hennar samvistum og það varð úr að litla stúlkan settist að hjá föður sínum í París. Hún gekk í skóla, varð franskur ríkisborgari, lærði lög, giftist, átti böm, og ekkert benti til þess að hún færi að skrifa bækur. Hún var komin vel á fertugsaldurinn þegar hún fór að fikta við penna og blað og gaf ekki út sína fyrstu bók Tropismes fyrr en 1939, þá tæplega fertug. Skáldsögur eiga ávallt að færa okkur nýtt form og nýjan efnivið. Einungis þeir sem hafa skynjað eitthvað sem enginn annar höfundur hefur áður skynjað eða tjáð ættu að fást við skáldsöguritun. Þannig mætti lýsa í stuttu máli viðhorfum Sarrautes til ritstarfa." Hér er ef til vill að finna skýringu á því hvers vegna hún hóf þau svona seint, en þó umfram allt hvers vegna verk hennar — þó fjölbreytt séu — hafa þetta sérstaka svipmót sem veldur því að þau þekkjast úr undir eins. Hún hefur helgað sér ákveðið viðfangsefni, sem er það sem á sér stað á ógreinilegum mörkum vitundar og undir- meðvitundar: hræringar í sálarkvikunni, strauma undir yfirborðinu sem við skynjum ekki en bera okkur samt af leið, myndir sem varpast leifturskjótt upp á kvikmyndatjald hugskotsins og hverfa áður en við höfum fyllilega numið þær; í stuttu máli allt það sem er stundlegt og óhöndlanlegt í sálar- lífinu, tengist þrám og löngunum, ótta, hatri og ást, en er aldrei tjáð, því engin orð eru til um þessi kvikuhlaup sálarinnar. Hér hafði Nathalie Sarraute rekist á eitthvað nýtt, eitt- hvað sem enginn annar skáldsöguhöfundur hafði áður fjallað um í verkum sínum. Til að kanna þessi ókunnu fyrirbæri hefur hún þróað sérstakt tungumál, myndríkt og ljóðrænt, sem hún hefur smíðað úr brotum 82 TMM 1991:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.