Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 94
gerist í þögn hugarins. Henni tekst að flétta
saman orðum og hugsun, ytri veruleika og
innri, sýnd og reynd, í órofa heild andar-
takanna sem mynda okkar æviskeið.
Árið 1983 gaf Nathalie Sarraute út bók
um bemskuár sín. Hún heitir Enfance sem
merkir einfaldlega „Bemska“.4 Hún hafði
aldrei áður fjallað um sjálfa sig í verkum
sínum, jafnvel ekki í dulargervi, eins og
höfundar gera gjaman, en nú var eins og
hún væri knúin til þess. Af hverju? Ef til vill
var það vegna þess að enginn bjóst við því
af hennar hálfu. Ætlaði hún sem alla ævi
hafði barist gegn klisjum, nú að falla í þá
gryfju að þylja upp klisjur um bemsku-
minningar sínar? Það var heldur ekki auð-
velt að sjá hvemig hægt væri að tengja fyrri
tilraunir hennar við ritun sjálfsævisögu.
Verkefnið var ögrandi, en óhætt er að segja
að hún hafi farið sínar eigin leiðir í þessu
eins og öðm.
Enfance fjallar aðeins um fyrstu tíu eða
tólf ár ævinnar, frá því hún fyrst fer að muna
eftir sér þangað til hún byrjar í gagnfræða-
skóla. Bókin er byggð upp í formi sam-
ræðna milli tveggja radda: hennar sjálfrar
og tvífara hennar og gegnir önnur röddin
því hlutverki að rifja upp endurminningam-
ar en hin að vera sífellt á varðbergi gegn því
að minnið svíki hana eða að hún falli í þá
freistingu að skreyta minningamar með
hugljúfri eða skondinni klisju. Eins og í
skáldsögum sínum leitast Sarraute við að
koma orðum að einhverju sem liggur utan
við orðin, einhverju sem hefur ekki verið
sagt. Hún er því ekki að rita samfellda
frásögn, heldur hefur hún áhuga á að endur-
vekja nokkur augnablik sem enn lifa í
minningu hennar, augnablik sem enn hefur
ekki verið „komið orðum yfir“ — eins og
sagt er „að koma lögum yfir“ — og tilheyra
því enn lífinu sjálfu en ekki heimi orðanna.
Sarraute lætur lesandanum eftir að búa til
samhengi þessara minningabrota, og því
óþarfi að rekja söguna hér. Nægir að segja
að hún snýst, eins og flestar bemskusögur,
um samband bamsins við föður og móður
og baráttu þess fyrir sjálfstæði sínu. Þó
flækir það málið hjá Sarraute að foreldrar
hennar skildu, móðir hennar neitaði að hafa
hana hjá sér og litla stúlkan varð að búa með
stjúpmóður sem var ófús að taka að sér barn
annarrar konu.
Sérstaklega er athyglisvert á hvem hátt
Sarraute dregur fram hlutverk tungumáls-
ins í lífi bamsins. Tungumálið er í senn tæki
sem það getur notað til að ná valdi á um-
hverfinu, og tæki annarra til að ná valdi á
því. Fyrsta augnablikið sem Sarraute rifjar
upp lýsir þessu vel. Hún er nokkurra ára
gömul, hefur tekið sér skæri í hönd og hótar
þýskri bamfóstru sinni að nú muni hún
stinga oddinum á kaf í bólstrað stólbak.
„Ich werde es zerreissen!“ — „Ég ætla að
rífa þetta,“ segir hún. í raun em þessi orð
ekkert annað en leið til að vekja á sér at-
hygli, til að sýna barnfóstmnni að í henni
býr lítill púki, sem getur beitt ofbeldi en
sem hún hefur fullan hug á að halda í skefj-
um. En í staðinn fyrir að segja „Já, já litla
mín, þú gætir alveg rifið þetta, ef þú vildir,
en auðvitað vilt þú vera góð stelpa, halda
þér innan marka hins leyfilega, innan
hringsins", segir bamfóstran þýska „Nein,
das tust du nicht!“ „Nei! þetta gerir þú
ekki“. í staðinn fyrir að friða litlu telpuna,
í staðinn fyrir að hjálpa henni að eiga við
hið ófélagslega í sjálfri sér, að láta púkann
vinna í hennar þágu, troða þessi orð á púk-
anum, bæla hann niður, fá hann til að rísa
84
TMM 1991:1