Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 96
sem á íslensku mætti kalla rennandi skrift,
flæðiskrift eða hlaupaskrift. Hún líkir henni
við seglskútu sem vindurinn fleytir á ógnar-
hraða yfir sæinn þannig að hún strýkst
naumlega við öldutoppana og nær því að
fanga jafnóðum það sem rís skyndilega úr
sálardjúpinu.5 Eins og Sarraute er Marguer-
ite Duras einnig að fást við augnablikið:
sannleikann um mannlega tilveru sem
kristallast í augnabliki ástríðunnar.
Árið 1984 kom L’Amant út eða Elsk-
huginn eins og bókin heitir í þýðingu Hall-
fríðar Jakobsdóttur.6 Marguerite Duras
hefur ávallt þótt erfiður höfundur og aðeins
fyrir fámennan hóp sérvitringa að hafa
áhuga á henni, hvað þá að skilja hana. Þess
vegna kom það mjög á óvart hvað bók
hennar hlaut fádæma góðar viðtökur ekki
aðeins í Frakklandi heldur víðar. Þegar síð-
ast frétti hafði hún selst í meira en tveimur
milljónum eintaka um heim allan og gæti
þessi tala brátt margfaldast því kvikmynda-
leikstjórinn Jean-Jacques Annaud, höfund-
urinn að Leitinni að eldinum, Nafni
rósarinnar og Birninum, meðal annarra
kvikmynda, ætlar að gera úr henni stór-
mynd.
L’Amant er einkennileg bók. Hún er
sjálfsævisöguleg og fjallar um ástarsam-
band sem Duras segist hafa átt í við kín-
verskan auðkýfing í Saigon þegar hún var
aðeins fimmtán ára gömul. Hann elskar
þetta litla hvíta stúlkubam ákaflega heitt en
hún heldur því alltaf fram að hún sé aðeins
að þessu til þess að fá peninga hjá honum
til að bjarga fjölskyldu sinni. Kínverjinn
gæti vel hugsað sér að eiga hana en má það
ekki út af ströngum siðareglum ættar sinnar
sem bannar honum að giftast nema óspjall-
aðri mey. Raunar er ættmenni hans fyrir
löngu búin að velja honum kvonfang.
Samband þeirra er hneyksli: hún er allt of
ung og auk þess er samræði fólks af ólíkum
kynstofni fordæmt á þessum nýlendutím-
um, einkum ef kvenmaðurinn er hvítur.
Duras er alveg sama því vegna skulda og
gjaldþrots stendur fjölskylda hennar hvort
sem er utan við samfélag hvítra manna. Þau
hittast í íbúð í fátækrahverfi Saigon og elsk-
ast í þrúgandi andrúmslofti hitabeltisins.
Eftir óákveðinn tíma, eitt til tvö ár, verða
þau að skilja. Duras fer til náms í Frakk-
landi en Kínverjinn kvæntist heitmey sinni.
Þessi einkennilega saga, sem minnir
reyndar um margt á söguna af Rómeó og
Júlíu, liggur eins og rauður þráður í gegnum
bókina en tekur ekki nema einn fimmta af
því lesmáli sem í henni er. Afgangurinn er
settur saman úr meira eða minna sundur-
lausum minningabrotum: um móður henn-
ar og harma hennar, um eldri bróðurinn sem
var eftirlæti móður sinnar en kúgaði syst-
kini sín, nauðgaði vinnukonunni og rændi
fjölskyldumeðlimi; um yngri bróðurinn
sem Duras þótti svo óumræðilega vænt um
að þegar hann dó, nokkrum árum eftir að
hún fluttist til Frakklands, vildi hún sjálf
deyja. Einnig minningar um fólk sem hún
þekkti, vinkonuna sem henni þótti svo fal-
leg, flökkukerlinguna frá Kambódíu með
veika bamið, konu embættismannsins sem
hafði átt elskhuga sem fyrirfór sér, minn-
ingar um föt sem hún klæddist á þessum
árum, um hatt sem hún átti, um ferðalög á
millilandaskipum, o.s.frv. Ekki er auðvelt
að sjá á hvem hátt þessi minningabrot koma
sögunni af kínverska elskhuganum við.
Samt er eins og Duras sé að reyna að segja
okkur eitthvað með þessu öllu saman. En
hvað?
Ef til vill kemur okkur á sporið, það sem
Alain Robbe-Grillet sagði í erindi sem hann
86
TMM 1991:1