Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 99
það sem öðrum dytti síst í hug að tengja —
ekki ósvipað og Erró gerir í myndverkum
sínum. Með þessu móti hyggst hann taka í
sundur það merkingarkerfi sem maðurinn
hefur smíðað sér um heiminn og kemur í
veg fyrir að hann sjái veruleikann eins og
hann er í raun. Sjálfur líkir hann höfundar-
starfi sínu við könnun á ókunnum heims-
álfum og sjálfum sér við illa vopnaðan,
fyrirhyggjulausan en ákveðinn landkönn-
uð, sem trúir hvorki á fyrri tilveru landsins
sem hann er að kanna né á varanlega tilveru
þess, en teiknar samt upp dag eftir dag
mögulegar leiðir yfir það.11
Á síðustu árum hafa endurminningar
Robbe-Grillet verið að koma út: fyrsta
bindið 1984 og heitir Le miroir qui revient,
„Spegillinn sem kemur aftur“, annað bindið
1988 og heitir Angélique ou l’enchante-
ment, „Angélique eða töframir“. Þriðja
bindið er enn ókomið en á að heita La Mort
de Corinthe eða „Dauði Kórinþu“. Safnið
heitir í heild Romanesques sem þýðir „af
skáldsögulegum toga“. Þetta segir sitthvað
um þessa ritsmíð hans því í henni blandast
saman endurminningar og vangaveltur um
bókmenntir og listir, skáldskapur og raun-
veruleiki, staðreyndir og órar, þannig að oft
veit lesandinn ekki hverju hann á að trúa og
hverju ekki, og er það ábyggilega með vilja
gert hjá höfundinum.
í fyrsta bindinu, „Speglinum sem kemur
aftur“, segir Robbe-Grillet meðal annars frá
bemsku sinni, sambandinu við föður sinn
og móður, hægrisinnuðum stjórnmálaskoð-
unum foreldra sinna, æsku sinni á ámm
seinni heimsstyrjaldarinnar og því þegar
hann var sendur í nauðungarvinnu til
Þýskalands.
Einna athyglisverðast við þetta er að
Robbe-Grillet gefur skýringu á því hvers
vegna hann byrjaði að skrifa. Raunar segir
hann að þetta sé skýring sem honum sé
aðeins ljós núna og að hann hafi alls ekki
verið sér meðvitaður um það þá. Foreldrar
Robbe-Grillet vom hægrisinnar. Á árunum
fyrir seinni heimsstyrjöld þýddi það að vera
fylgjandi röð og reglu og andsnúinn þeim
glundroða sem þingræðið leiddi af sér í
augum hægri manna. Robbe-Grillet var
góður sonur foreldra sinna og trúði á röð og
reglu eins og þau.
Þegar Þjóðverjar réðust á Frakkland árið
1940, og lögðu það fyrirhafnarlítið undir
sig, þá dró fólk, eins og foreldrar Robbe-
Grillet þá ályktun að röð og regla hefðu
sigrað glundroðann. Þó þeim sámaði ósigur
þjóðar sinnar þótti þeim eðlilegt að fylgja
Pétain marskálki að málum en hann stjóm-
aði hersetnu og undirgefnu Frakklandi.
í nauðungarvinnunni í Þýskalandi fór
Robbe-Grillet að gmna að einhverjar
skuggahliðar væru á þessari aðdáunarverðu
reglu sem Þjóðverjar höfðu á öllum hlutum.
Þegar það kom svo í ljós að þeir höfðu
stundað fjöldamorð á Gyðingum, Sígaun-
um og samkynhneigðu fólki markaði það
þáttaskil í lífi Robbe-Grillets. Upp frá því
gat hann ekki lengur trúað á röð og reglu
því glæpir nasista vom einmitt drýgðir í
skjóli og nafni raðar og reglu. Eitt hið
skelfilegasta við þessa glæpi er einmitt hve
skipuleg framkvæmd þeirra var.
Robbe-Grillet telur að andstæðurnar milli
frelsis annars vegar og þarfar fyrir röð og
reglu hins vegar búi í öllum, en það sé
misjafnt á hvom þáttinn fólk leggi ríkari
áherslu. Eftir að hann uppgötvaði glæpi
nasista, breyttust áherslumar hjá honum.
Hann setti kröfuna um frelsi á oddinn. Það
kom ekki fram í pólítísku starfi, eins og hjá
öðmm, heldur í nýstárlegum tilraunum með
TMM 1991:1
89