Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 120
Norðanstúlkan Einar Már bindur sögu sína saman á líkan hátt og Halldór Laxness gerði í Atómstöðinni, svo líkan raunar, að óhjákvæmilegt er að tala um bókmenntalega vísun. I bakgrunni eru sem á sögutíma Atómstöðvarinnar hermál og heims- pólitík. En í forgrunni er saga norðanstúlkunn- ar. Ugla Rauðra daga nefnist Ragnhildur. Meginþráður í sögu þeirra er svipaður. Ragn- hildur er úr alþýðustétt og heldur suður vegna frelsisþrár og líkt og Ugla verður hún róttæk af viðkynningu sinni við Reykjavíkurlífið. Ragnhildurá þó lítið til af hlédrægum þokka sveitastúlkunnar Uglu. I byrjun bókar birtist hún okkur sem frökk og kjaftfor menntaskóla- stelpa á Akureyri. Hún hefur fengið sig full- sadda af smáborgaraskapnum í bænum þar sem ládeyðan „lá eins og lögmál í loftinu“ (9). Hún hættir í skóla, fer að vinna í verksmiðju og ákveður síðan að halda suður, foreldrum sínum til mikillar hrellingar. Enda þótt Ragnhildur komi frá Akureyri er Reykjavík henni eðlilegt umhverfi. Hvergi örl- ar á dreifbýlisrómantík hjá henni fremur en hjá Einari Má. Astand mála í höfuðborginni er öðru vísi en á dögum Uglu: „Sú tíð var löngu liðin er ungar stúlkur komu til borgarinnar og réðu sig til starfa í híbýlum háttsettra embættismanna" (22). Raunar er bæði atvinnuleysi og húsnæðis- skortur í borginni. Þó fer svo að lokum að Ragnhildur kemst yfir kjallaraholu og fær vinnu í sjoppu eftir nokkra erfiðleika. Rauðir dagar er 3. persónufrásögn með al- vitrum sögumanni. Raunar er hún morandi af stuttum frásögnum úr borgarlífmu. Söguhöf- undur fer þó sjaldan langar leiðir frá Ragnhildi og saga hennar tengir saman hina ótal sögu- þræði bókarinnar. Auga aðkomustúlkunnargef- ur okkur ferska sýn inn í borgarlífið. Öðrum þræði eru Rauðir dagar hópsaga, saga af félögum úr Samtökunum í Rauða húsinu og ferðalag um hugmynda- og reynsluheim þeirra. Alla söguna verðum við vör við þessi samtök, fyrst sem af afspum en síðar nálgumst við þau með Ragnhildi sem að endingu verður virkur félagi í þeim. í Samtökunum kynnist Ragnhild- ur Eiríki rauða, ritstjóra Roðans, sem gengur með ritsöfn Marx og Leníns á heilanum og útþrána og sjómannsblóðið í æðunum. Þau verða elskendur. Samtökin Sú mynd sem Einar Már dregur upp af Sam- tökunum er ekki beinlínis í anda þeirrar öfga- kenndu ímyndar sem samsvarandi samtök fá oft á sig. Þau líkjast miklu fremur skemmtilegri og ölkærri kltku sem hefur ffjótt ímyndunarafl og nægilega framkvæmdasemi til að fremja hin ótrúlegustu prakkarastrik líkt og prakkarar fyrri sagna Einars séu hér endurholdgaðir. Lýsing Einars á Samtökunum er öðrum þræði óður til sköpunargleðinnar. Uppátækin eru oft með ólíkindum. Þeir Jón veðurfræðingur og Gunn- laugur sterki láta ekkert tækifæri ónotað til að klifra upp í stillansa Hallgrímskirkju og festa þar baráttufána. Gunnlaugur fær sig ekki stillt um það í óeirðum að rífa talstöð úr lögreglubíl, Guðrún myndlistarkona hertekur sjónvarpsstöð hersins, götuvígi eru reist út um alla borg, félag- ar úr Samtökunum dulbúast sem lögregluþjónar og jólasveinar til að komast nær bömunum með áróður sinn og svona mætti lengi telja. Persón- umar em dregnar fáum, skýrum dráttum en sjaldnast dvalist lengi við sálardjúp þeirra. Oft- ast em sögumar um þetta fólk ofurlítið grá kómedía. Einar velur þá leið að afla efnis í raunvemlega atburði tímabilsins. Margar persónur og mörg fyrirbæri eiga sér augljósar fyrirmyndir. Þannig getur það varla verið neitt leyndarmál að fyrir- mynd Einars að Samtökunum er Fylkingin sál- uga sem nú er aðeins símanúmerið 17513 á smákontór á Klapparstíg 26 undir nafriinu Bar- áttusamtök sósíalista. Aðgerðatímabil Fylking- arinnar í kringum 1968 var afar fjörlegt og þangað sækir Einar efnivið í frásagnir sínar. Vitaskuld skapar Einar nokkuð sjálfstæðar persónur enda þótt ég treysti mér raunar, ef út í það væri farið, til að benda á margar fyrirmynda 110 TMM 1991:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.