Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 122
gjarnan í almennum frösum og klisjum. Þetta er að nokkru leyti í samræmi við hugmyndir Ein- ars Más eins og þær birtast í nýlegri grein í Tímariti Máls og menningar (1990:2, bls. 97- 104) sem nefnist „Hin raunsæja ímyndun". Hann telur sem sé skáldsöguna fráleitan ræðu- stól þjóðfélagslegra umræðna um sannindi eða ósannindi á sviði stjórnmála og hugmynda- fræði. Frásagnarlistin og hin raunsæja ímyndun er honum allt. Vitaskuld eru þetta umdeilanleg viðhorf og víst að margar skáldsögur væru fátæklegri ef svo hörð kenning hefði verið höfð að leiðarljósi við ritun þeirra. Víkjum bara huganum að Atómstöðinni. Það er hins vegar vel þess virði að velta fyrir sér hvaða áhrif þessar hugmyndir hafa á söguritun höfundar. I Rauðum dögum fjallar Einar Már að sönnu um pólitísk samtök, atvinnuleysi, mótmælaað- gerðir og lögregluofbeldi. Á hinn bóginn fer það varla fram hjá mönnum að hann hefur lítinn áhuga á pólitík eða þjóðfélagslegri þýðingu Samtakanna og atburðanna sem hann lýsir. Engu er líkara en þau starfi í pólitísku tómarúmi og þó að aðgerðir þeirra hafi einhvem stjóm- málalegan tilgang virðist hann ekki skipta meg- inmáli. Starf Samtakanna snýst miklu frekar um aðgerðir aðgerðanna vegna eins og meginmark- miðið sé að pirra lögreglustjóra og dómsyfir- völd. Vöxtur þeirra og viðgangur virðist verða af óskiljanlegum ástæðum og sömuleiðis ererf- itt að sjá að forsendur sögunnar nægi til að skýra hið vægðarlausa lögregluofbeldi í lok bókarinn- ar. Prakkarastrik félagsmanna úr Samtökunum em varla nógu sannfærandi tilefni. Á mæli- kvarða hefðbundins raunsæis er þannig hægt að gagnrýna Einar Má fyrir að brjóta vísvitandi odd af veruleikanum með þessu áhugaleysi sínu um félagslegt samhengi. Hinu er þó ekki að leyna að óvíst er hvort hefðbundinn raunsæismælikvarði sé að öllu leyti sanngjamt eða heppilegt mælitæki í um- fjöllun um þessa bók. Rauðir dagar einkennast eins og fyrri bækur Einars af ást hans á ýkjum, ævintýrum hversdagsleikans og fantasíu. Einar er ekki að skrifa sögu Fylkingarinnar heldur eins konar þjóðsögu um samsvarandi samtök sem byggir að vísu á munnmælasögum úr raun- veruleikanum. Söguheimur hans lýtur því ekki sérstaklega röklegum orsakalögmálum. Sjálf- stæð tilvera söguheimsins er ef til vill í raun gmndvöllur verksins. Pólitík þess er frásagan og frásöguhátturinn. Slíkur söguheimur kann að virðast yfirborðslegur. Honum er á vissan hátt stillt upp andspænis veruleikanum, fremur í þeim tilgangi að vekja spurningar en svara þeim. Sögulokin, sem vikið var að í kaflanum hér að framan, eru kannski skýrasta dæmið um þetta. Raunsæi og raunsönn veruleikasýn eru sann- arlega vandmeðfarin hugtök, ekki síst þegar fjallað er um verk af þessum toga. Eg hygg þó að mörgum fari sem mér að finnast það dálítið undarleg þversögn að lesa lykilróman um póli- tísk samtök þar sem höfundur leiðir pólitískt inntak þeirra að verulegu leyti hjá sér og hefur litla tilburði til að setja þau í samfélagslegt samhengi. Sögulicimur Rauðra daga er svo ná- lægur okkur og vísar svo ótvírætt til atburða sem gerðust að spumingin um raunsanna mynd veruleikans í verkinu hlýtur að vakna. Þeirri spurningu verður varla svarað öllu frekar hér, einungis efast um að Einar Már sýni viðfangs- efni sínu fulla sanngimi. Hitt er víst að vel er hægt að eiga góðar stundir með þessari bók. En hver á ekki góða daga í hópi gamalla kunn- ingja? Skafti Þ. Halldórsson 112 TMM 1991:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.