Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 14
hafa þroskandi gildi fyrir barnið að allt fari vel að lokum. Bóklestur er almennt þroskandi á mjög mörgum sviðum. Hann þroskar vitsmuni vegna þess að hver lesin bók bætir ein- hverju við það sem við áður vissum, gerir okkur vitrari. Hann þroskar tilfinningar vegna þess að bóklestur byggir á innlifun, samsömun lesanda við sögupersónu og þar með ætti innsæi í tilfinningar fólks að eflast, bæði sínar eigin og annarra. Lestur þroskar ímyndunarafl því að lesandi þarf að setja sér fyrir hugskotssjónir það sem hann les og það er ótrúlega margt sem getur hent í bók- urn. Lestur þroskar líka samskiptahæfni vegna þess að bækur fjalla um samskipti sögupersóna og þar kynnumst við bæði góðum fordæmum og hvað varast ber. — Já, gleymum ekki góðum móral — í gegn- um tíðina hefur það hlutverk bama- og ung- lingabókmennta að halda að börnum góðri og uppbyggilegri siðfræði verið mjög í há- vegum haft og stundum svo að það hefur verið þrúgandi og annað gleymst. En ásamt öðru er þetta auðvitað mikilvægt hlutverk. Bóklestur eflir hæfileika til að einbeita sér og er jafnframt afslappandi mótvægi við hraða og mörg áreiti skjámiðlanna. Síðast en ekki síst er bóklestur áreiðanlega besta aðferðin til að efla málþroska og þarf vai'la að rökstyðja það. Svo margþætt áhrif getur bóklestur haft og mætti víst lengur telja, en látum þetta duga að sinni. En ég vil áður en lengra er haldið minna á að forsenda þess að saga geti haft áhrif er að lesandinn njóti hennar. Og til þess að geta notið sögu verður lesandinn að vera fær um að tileinka sér hana, geta lesið hana eða hlustað á hana og skilið efnið, og um þessar mundir er margt sem truflar slíkt. Bók sem bami erfengin verður að sjálfsögðu að vera í samræmi við mál- þroska þess og lesþroska en reynsla lesand- ans hefur líka heilmikil áhrif á hversu móttækilegur hann er og ekki síst líðan. Það þarf næði og jafnvægi með sjálfum sér til að geta notið bókar en — vel á minnst — bók getur Iíka stuðlað að vellíðan. Af bók- um lærum við að meta þá lífshamingu sem felst í hversdagslífínu en tölvuleikir og myndbönd kenna okkur að það sé ekkert gaman nema allt sé á fullri ferð, læti og hasar. Líklega er nokkuð til í því sem menntaskólanemi einn hélt fram á dögun- um, að á meðan tölvuleikir og mynd- bandagláp virka æsandi á krakka, þá virkar bóklestur róandi. Það þarf góðar bækur til að gegna svo margþættu hlutverki. Þegar meta skal barna- og unglingabókmenntir þarf óhjá- kvæmilega að taka tillit til þroska lesenda jafnframt því sem lagt er mat á bókmennta- gildi. Eftirfarandi mælistika í 10 liðum bendir á þau atriði sem mikilvægast er að hafa í huga. 1. Sjónarhom bams eða unglings Höfundar barna- og unglingabókmennta samtímans velja langoftast þá frásagnarað- ferð að nota sjónarhom bama og unglinga en í eldri bókum var oftar notað sjónarhorn alviturs höfundar sem var fullorðinn og þá var siðavendni oft áberandi. En það er ein- mitt til að vera trúr reynslu bams eða ung- lings sem höfundur skyldi setja sig í þeirra spor og lýsa atburðum út frá þeirra sjónar- hóli. Það auðveldar innlifun. I dýrasögum er sjónarhom oft hjá dýri sem á einhvern hátt er í stöðu sem er sam- bærileg stöðu bama og gerir lesanda auð- velt að lifa sig inn í sögupersónuna sem þó er dýr. 4 TMM 1992:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.