Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 53
arþjóð, því er nú djöfuls ver. Rússar hinsvegar, þeir eru menningarþjóð,
þrátt fyrir allt.
Ég var ekki viss um hvort ég gæti samþykkt þennan samanburð eða
hvað ætti að gera við hann.
Svo kom að því að við þurftum að eiga orð saman um Gorbatsjov.
Merkilegt fyrirbæri þessi Gorbatsjov, sagði Júra, ég skal játa það að ég
átti ekki von á honum. En hvað getur hann gert svosem?
Ojæja, sagði ég. Menn hafa þó fengið málið aftur.
Eitt er að kjafta, annað að gera eitthvað, sagði hann.
I fyrravor hafði Júra svo komist að niðurstöðu um perestrojkuna og
kallaði á mig í símann:
Gorbatsjov er búinn að vera, sannaðu til. Honum verður steypt
bráðum. Skrifaðu hjá þér nafn: Boris Gromov, herforingi úr stríðinu í
Afganistan. Hann er næsti einræðisherra Rússlands.
í ágúst var engu líkara en sagnarandi Júra hefði farið með rétt mál
eina ferðina enn, þótt ekki færi mikið fyrir Boris Gromov í fréttaskeytum.
Það fór samt á annan veg. Og nú var komið að því að við Júra værum
sammála. Við vorum báðir fegnir því að valdaránið í Moskvu mistókst.
Og þó ekki nógu fegnir því við gátum ekki búist við því að gamlir vinir
og samferðamenn ættu á góðu von. Hann sendi mér ljósrit af sögu eftir
Petrúshevsköju um „Nýja Róbinsona“. Sagan er um rússneska fjölskyldu
sem flýr allsherjarupplausn borganna æ lengra og lengra út í óbyggðir
með byssuhólk og kartöflupoka og ferðaútvarp sem ef til vill nemur
einhverjar fréttir, ef til vill ekki. Og kannski er einhver á leiðinni hingað,
en vonandi ekki strax á morgun og svo er pabbi með byssu og ég á skíði
og varðhund . . .
Þetta er allt satt og svona verður þetta, skrifaði Júra neðan við ljósritið.
Þeir eru að segja það í Moskvu, sagði ég í símann, að Rússland verði
ný Brasilía. Nýrík stétt mafíósa og gamalla flokksgæðinga lokar sig á
bak við múra og rimla og eymd og volæði allt í kring.
Það er ekki ósennilegt, sagði hann.
Ég var þá búinn að spyrja Júru hvað honum fyndist um hrun heims-
veldisins og þegar ég kom úr símanum sagði ég við systur hans:
Júra sagði, að þótt skrýtið sé sjái hann eftir Sovétríkjunum.
Það er kannski ekki nema von, sagði hún. Ég hefí verið að hugsa um
TMM 1992:1
43