Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 66
Guðmundur Páil Ólafsson Byggð og landslag — og fuglasöngur Landslag er ásjóna landsins. Það hefur myndast og mótast af meginöflum sem á því vinna, en þau eru, líkt og stjóm- málaflokkar, í eilífri baráttu og vonlausri leit eftir jafnvægi og stöðugleika. Islenskt landslag er að mörgu leyti óvenjulegt. Myndrænt útlit þess er fjölbreytt og kröft- ugt. Mjúkar og harðar línur eiga samspil eða mynda voldugar andstæður, og litbrigði landsins gera það líka. Ásjónan er síbreyti- leg, nema á jökulbreiðu og í víðáttu eyði- merkur og það er kraftur þess og tilbrey ting sem gerir landið skemmtilegt og fróðlegt, dularfullt og um leið töfrandi. Já, töfrar. Hvað er nú það? Em þeir raun- vemlegir? Töfrar landslags em ósýnilegir samt leynast þeir í því og við fínnum fyrir þeim. Svo er líka með persónutöfra, andblæ húss og myrkfælni. Þetta seiðmagn býr í óspilltri náttúru og í okkur sjálfum. Efalítið er hér á ferð arfur mannsins frá ómunatíð. Skynjun á seiðmagni náttúrunnar mun ætíð heilla manninn, en skyldi þetta aðdráttarafl vera það sama og maðurinn hefur stundum nefnt hulin öfl, huliðsheima eða jafnvel guði sína? Þegar maðurinn mótar veröld sína tekst honum, þegar best lætur, að gæða verk sín náttúmtöfrum eða gefa af sér nýja krafta. Þetta er sérsvið mannsins. Næmi hans kem- ur eins fram í dansi og við hönnun húss. Við vitum ekki hvað veldur en sumir kalla þetta list. Hversu óljós sem þessi skynjun er þá er það svo að landslagsmálarar verða mátt- litlir nema þeim takist að rnála hið ósýni- lega inn í myndir sínar, gefa þeim líf og kraft og spennu. Sköpunargáfan og töfrar landslags virð- ast af sama meiði — einn og sami fjársjóð- urinn. Þegar landslagi er spillt missir það töfra sína og maður sem vinnur vélrænt eða gegn betri vitund sinni missir töfrana; rúinn þeim er hann rekald. Land rænt töfmm sín- um er lítils virði. Landslag og saga eiga samleið. Jarðsaga íslands er að vísu ekki löng en hún er læsi- legri fyrir bragðið. Uppruni landsins af hafsbotni sést beint eða óbeint í flestum jarðmyndunum en sérhver landskiki hefur mótast af fjölmörgum og ólíkum öflum og hefur því sína jarðsögu að segja. Hún segir frá myndun og mótun lands gegnum árþús- undir, jafnvel ármilljónir og stundum má lesa þar glefsur úr gróðurfarssögu eða stöðu sjávar og dýralífs á ýmsum tímum. Til við- bótar kemur saga mannsins á íslandi. Fom- ar og nýjar menjar, mannvirki eða leifar þeirra. Umgjörðin er landslagið með sínu 56 TMM 1992:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.