Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 71
Sœmilega vanur maður slœr
a.m.k. helmingi meira með
orfi og Ijá, jafnvel tífalt, á við
þann sem stendur við vél-
orfið. Hverjir eru þá kostir
vélorfsins?
þar sem land er grýtt; en aðalatriðið er
kannski að það tekur styttri tíma að kenna
og læra á vélorfið.
Aðferðir skipta máli og því geri ég sláttu-
amboð að umtalsefni að það er verið að
eyðileggja fomar minjar í íslensku lands-
lagi vegna þess að gömul amboð em ekki í
heiðri höfð. Um allt land stendur kirkjan
fyrir því að afmá hlaðin leiði, slétta úr leið-
um í kirkjugörðum til þess að gera þá vél-
tæka. Þetta er aðför að fomri hefð við að
ganga frá gröfum, heiðra minningar.
Vélguðinn er dýrkaður. Og vonlegt er að
böm mglist í ríminu. Bam í Stykkishólmi
spurði kennara sinn um daginn, þegar guð
og almættið voru til umræðu: „Er guð vél-
menni?“ „Nei, hann er andi og alls staðar,“
svaraði kennarinn. Drengurinn sópaði loft-
ið með hendinni og sagði: „Kom ég við
hann?“ „Nei, hann er ósnertanlegur og samt
er hann hjá okkur og fylgist með öllu sem
við gemm og stýrir lífi okkar.“ Og enn
spurði blessað barnið: „Er hann þá með
fjarstýringu?“
Kirkjugarðar eru hluti af sögu og menn-
ingarlandslagi íslands. Þeir em helgir reitir.
Samt eyðileggur kirkjan hvern garðinn á
fætur öðmm. Hún lætur moka yfir, jafnvel
rústa leiði bama og foreldra, ættingja og
vina með tætara. Einhvem tíma hefðu þetta
verið talin helgispjöll, skemmdarverk guð-
lausra manna.
Ennþá setjast menn á leiði, þar sem þau
em, og láta hugann reika. Hugleiðsla er
notalegri þar og það dásamlega við hlaðin
leiði er að þau hafa töfra eins og lands-
lagið. Þau em persónuleg. Þar hvílir ástin
og sorgin og lífsblómið í eilífðinni. Gamall
kirkjugarður sem er sléttaður er vanvirtur
og tapar andlegum krafti sínum.
Kmkk og kák í kirkjugörðum þarf að
banna tafarlaust. Almenningur ætlast til
þess að kirkjan sýni umburðarlyndi, skiln-
ing og gott fordæmi. Það er dýrt að slétta
kirkjugarða og ósmekklegt bæði frá sjónar-
miði augans og gagnvart látnum og lif-
andi. Nær væri að kirkjan héldi námskeið í
því að hlaða leiði og í meðferð sláttuam-
boða en að kynda undir dýrkun vélguðsins.
Ekki var þetta fuglasöngur.
Aftur til búsetunnar:
Búseta er ekki aðeins það að eiga heima
einhvers staðar og vinna þar. Hún er
margþætt og tengist beint og óbeint lands-
lagi og þá land- eða sjávargæðum. Búseta
leggur mönnum mikla ábyrgð á herðar,
ábyrgð á byggð og atvinnuháttum, meðferð
á náttúm landsins, velferð barna og fullorð-
inna, menntun almennings og menningu
þjóðar.
Skoðum nú mannvirki sem þátt í búsetu
og hverfum fyrst til sögualdar. Þá er talið
að menn hafi byggt stórhýsi sem rúmuðu
allt að 200 manns. Þetta samsvarar meðal-
stórri blokk nú á tímum. Þrátt fyrir stærð
Krukk og kák í kirkjugörðum
þarfað banna tafarlaust.
TMM 1992:1
61