Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 83
tillit til þess lífs sem ný og gömul skáldverk
lifa innan um fólk og fólk verður að miða
líf skáldverka við sinn eigin kvarða. Þó að
menn frnni til dæmis eitthvert verk eins og
Ólafs sögu Þórhallasonar sem byggist á
þjóðsögum sem þó eru felldar undir eina
heildarhugsun þannig að menn hafa kallað
hana skáldsögu þá breytir það ekki bók-
menntasögu fortíðarinnar um fyrstu ís-
lensku skáldsöguna. Sárafáir, ef nokkrir,
lásu þessa sögu áður fyrr og þá aðeins getur
hún haft áhrif á bókmenntasögu okkar ef
fólk byrjar núna að lesa Ólafs sögu unn-
vörpum og gera hana þannig að hluta af
sinni lestrarreynslu, eða „bókmenntasögu“.
Þannig takmarkast sú bókmenntasaga
sem gerist meðal lesenda við þau verk sem
lesin eru á hverjum tíma en ekki þau verk
sem eru skrifuð og/eða útgefin. íslendinga-
sögur fá t.d. mikið rúm í fombókmennta-
sögu okkar nú á dögum enda þótt lítt
þekktar afþreyingar- og spennusögur hafi
verið vinsælli til foma rétt eins og nú. Og
Jónas er stórstimi bókmenntasögu okkar
um fyrri hluta 19. aldar þó að samtímamenn
hans hafi flestir hneigst að annars konar
ljóðlist en hann iðkaði. Enda þótt það sé
Þannig takmarkast sú bók-
menntasaga sem gerist meðal
lesenda við þau verk sem les-
in eru á hverjum tíma en ekki
þau verk sem eru skrifuð
og/eða útgefin.
vissulega verðugt rannsóknarefni að gera
grein fyrir öllum bókum sem út koma eftir
tiltekinn, svæðisbundinn þjóðfélagshóp á
vissu árabili og kalla slíka rannsókn bók-
menntasögu þá er það ekki bókmenntasaga
í þeim skilningi að nokkur maður hafi
nokkru sinni upplifað þá sögu; að sú saga
hafi nokkm sinni gerst fyrr en í hinni fræði-
legu rannsókn. í samræmi við þá heims-
mynd einstaklingsins sem nú ryður sér til
rúms hefur hver einstaklingur sína bók-
menntasögu sem er samansett af þeim verk-
um sem hann hefur lesið og heyrt. Hvemig
hann tengir þessi verk innbyrðis og sjálfan
sig við verkin getur síðan orðið nokkuð
erfíð flækja að greiða úr. Og við þá greiðslu
þurfum við að taka tillit til þess sem við
lesum og heyrum aðra segja um verkin því
að umræða um bókmenntir verður hluti af
lestrarreynslu hvers manns og hefur áhrif á
hvemig hann upplifir skáldverk. Þess
vegna eru íslenskar samtímabókmenntir
ekki bara sögur Einaranna, Guðbergs, Guð-
mundar Andra, Gyrðis, Péturs, Sjóns,
Steinunnar, Svövu, Thors, Vigdísar og Þór-
arins heldur líka þær þýðingar sem hér
koma út, jafnt á grísku harmleikjunum sem
rauðu ástarsögunum (þó að þau verk eigi
kannski sjaldan samleið hjá einum og sama
lesandanum), og líka nýjar útgáfur fom-
sagna sem hafa breiðst út með undraverð-
um hraða um heimili landsins.
Þá hefur hinn mikli fjörkippur í þýðing-
um erlendra skáldverka undanfarinn áratug
gert bókmenntalíf okkar alþjóðlegt og fjöl-
breytilegra en oft áður. Höfundar eins og
Gabriel García-Marquez, Isabel Allende,
Umberto Eco, Milan Kundera, Franz
Kafka, Fjodor Dostojevskí, André Breton,
William Heinesen, Göran Tunström og Ian
McEwan og margir fleiri hafa orðið hluti af
okkar samtímabókmenntum að undanfömu
við hlið hins hógværa, nafnlausa hóps sem
krotaði íslendingasögur á skinn fyrir löngu.
TMM 1992:1
73