Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 85
hverri bók opna nú ekki svo augun að of-
beldi karla gegn konum blasi ekki við).
Ég treysti mér að vísu ekki til að tala um
alla strákana sem Helga og Ástráður tala
um; Helga að vísu bara um einhverja suma
en Ástráður nefnir nöfn Péturs Gunnars-
sonar, Einars Más Guðmundssonar og Ein-
ars Kárasonar, eins og þeir hafi allir skrifað
mjög líkar bækur, bara af því að „strákar“
og „húmor“ koma fyrir í verkum þeirra. Ég
minni á að Ólafur Kárason er strákur fram-
an af sögu sinni þó að hann vaxi upp úr því,
eins og gengur, og í Heimsljósi ber nokkuð
á húmor án þess að sú bók verði eins og
bækur þeirra þremenninga fyrir vikið.
Vegna kenningarinnar um samsömun ungu
karlkrítíkeranna við strákana í bókunum
ætla ég bara að taka mið af sögum Einars
Más af því að þær komast næst því að lýsa
mínum æskuheimi, Voga- og Heimahverf-
inu. Undanfarin ár hef ég líka sameinast
hópi ungu karlgagnrýnendanna og því ætti
kenningin um að velgengni bókanna stafi
af því að við sjáum eitthvað af sjálfum
okkur í þeim að eiga við um mig.
Ég skal fúslega játa að ég á auðvelt með
En það er jafnfráleitt að
reyna aðfella þær allar und-
ir þetta kerfi og hugsa sér að
þjóðfélög heimsins séufyrst
og fremst feðra/karlveldi og
að átök bóka snúist œvinlega
um ásinn konur-karlar. Það
er ekki eina málið frekar en
það er eina málið að við
búum í auðvaldsþjóðfélagi
að sjá sjálfan mig í þessum sögum. Ég
upplifi mig í leikfimi í gamla Hálogalands-
bragganum þegar ég les sögumar um svarta
leikfimihúsið og finn endalausar ræður
Helga skólastjóra í Vogaskóla dynja á sjálf-
um mér þegar ég les um ræður skól astj óran s
í hvíta skólanum. Þessi skýring á vinsæld-
um (orðið „vinsældir" virðist hafa nei-
kvæða skírskotun í margri bókmennta-
umfjöllun, einkum hjá þeim sem halda að
húmor og bókmenntir eigi litla samleið og
tala því með nokkrum þjósti um „fyndnu
kynslóðina") strákasagna Einars Más dugar
hins vegar ekki til að skýra af hverju
tengdafaðir minn, sem er uppalinn í norð-
lenskri sveit, hefur líka gaman af sögum
hans eða þá háöldruð amma mín, rúmlega
níræð, sem ólst að vísu upp í Reykjavík.
Það getur varla verið að þau sjái sig þarna
meðal fólksins á síðunum. Til að stoppa upp
í kenninguna er þó nærtækt að stinga upp á
því að við tengdafeðgarnir séum karlmenn
og það skýri dálæti okkar á sögunum en
bókmenntasmekkur ömmu minnar sé of
mótaður af karlrembu aldarinnar til að vera
til marks um hina sönnu kvenvitund. Kann-
ski erum við í einhverju tossabandalagi. En
kannski er sá möguleiki líka fyrir hendi að
sögusvið og efniviður sagnanna skipti ekki
höfuðmáli, bara ef þær eru vel sagðar.
Og úr því að ég hef tekið hér upp þráðinn
frá Ástráði þá er rétt að staðnæmast við
vangaveltur hans frá Helgu, sem Guð-
mundur Andri tók ekki afstöðu til, að Jón
Oddur og Jón Bjarni hafi hrint strákasagna-
skriðunni af stað — og er þá átt við Andra-
sögurnar, Riddara hringstigans og
Djöflaeyjuna. Enda þótt Ástráður geti bent
á samfellu í lestrarreynslu nemenda sinna á
ákveðnum aldri, sem hafa lesið sögumar í
þessari röð og þær myndi því ákveðna sam-
TMM 1992:1
75