Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 106
Frauen und die Kunst, Verlag Claudia Gehrke, Berlin 1987) talar Cixous um að það sé sárs- aukafullt ferli að koma sér upp sterku „sjálfi“ og enn erfiðara að þekkja það svo vel að maður geti tæmt það og fyllt aftur með „hinu“. Hvað á hún við með „hinu“ í þetta sinn? „Hitt“ er dulvitund mín og annarra, þau ókönnuðu svið sálarlífsins sem hægt er að kanna af nautn og í sársauka í listinni, segir hún. „Hið ákjósanlega er minna og minna „ég“ — meira og meira „þú““, segir hún og bætir við: „Þetta getur aldrei verið meðvitað markmið. Þessi afstaða fæðist hægt en hún er sú eina mögulega.“ Hið dulvitaða er bæði persónuleg og sameiginleg reynsla sem felst í málinu og í þessu fylgir Cixous franska sálgreinandanum Lacan að málum. Vilji listamaðurinn tjá þessa reynslu í texta sínum verður hann að geta þurrk- að sjálfan sig út, gert sig „ó-persónu-legan“ (,,ent-ich-ung“) og þannig getur hann leyft þrá annarra að streyma gegnum vitund sína og gefið henni líf í textanum. Geti maður gert sjálfan sig að talsmanni annarra á þennan hátt er það heil- agt, segir Cixous, og til þess þarf bæði styrk og auðmýkt. Katrín, amma Nínu í Meðan nóttin líður hefur hvort tveggja. Hún elskar mann sinn en hún getur ekki hlíft honum við þjáningu ef það kostar líf Elínar. Sunneva gamla er á móti þessu vali, en þegar hún sér að það er þetta sem Katrín verður að gera, gefur hún henni sjalið. Sjalið er gefið átakakonunum í ættinni, það er tákn en það er aðeins tákn í krafti þess tákn- gildis sem því er gefið. Sunneva fær það sem gjöf fyrir að hafa gefið ást sína og hún gefur gjöfina áfram. Smám saman virðist gjöf sjalsins verða eins konar viðurkenning á því að viðtak- andinn sé hæf um að elska mikið og axla þá ábyrgð gagnvart lífinu sem gömlu konurnar setja ofar öllu öðru: „Ég vil það ekki.“ En Þórdís lét sig ekki. Hélt að henni sjal- inu. Krafðist þess að hún tæki það með. Sjal Sunnevu. Vildi íjötra hana, Þórdís, tengja hana sögu, löngu dauðri sögu, þefjandi ellisúrt af blóði, mold og fúa. Rétti að henni sjal, minnti hana á hlutverkið, á gildruna, þessa elstu gildru sem líftð leggur: eitt andartak og allt er breytt, níu mánuði tek ég, ár tek ég, alla ævina tek ég. Imyndaðu þér aldrei að þú sért fijáls að líft þínu, því f kviði þér býrgaldurinn sem lífið gelur. Rétti að henni sjalið. Úr því lykt af villtum safaríkum gróðri blandin rotnunarkeim af dúandi sinunni undir, og í golunni lágværar sönglandi raddir, bæra kafgresið: einnig þú, einnig þú, þú — Og Nína hratt hendinni burt — (145-146) Á meðan Nína afneitar ekki aðeins kyni sínu heldur líka „hinu kvenlega“ tekst henni ekki að skrifa. Það eina sem hún skapar eru auglýsinga- textar. Málið Ekkert gerir Nínu eins óstyrka og tilhugsunin um að hún tali í klisjum, noti ómeðvitað frá- sagnarmynstur eða form sem aðrir haft búið til. Nína vill ekki vera háð neinu eða neinum, hvorki fólki né frásögnum. Hún er í stríði við tungumálið: Kæfir grun um að hún verði að nema söng vindsins, ljóð öldunnar, líf landsins, finna yminn t' blóðinu til að geta seilst inn í heiminn á bak við heiminn. Verði að þekkja keim rotnunar, ótta, losta og haturs;... En hún snýr sér frá. Ætlar aðrar leiðir. Áfram, ekki aftur á bak. (47) Texti Nínu sjálfrar er orðræða afneitunarinnar; hún talar í stuttum, ergilegum setningum, oft íronískum, jafnvel háðskum. Hún reynir að ftnna höggstað á fólki, orðræða hennar lýsir bæði árásargimi og mannfyrirlitningu. Þannig talar Eiríkur sem Nína bæði dáir og óttast. Hún sér ekki kvölina sem býr að baki háði Eiríks, ekki frekar en hún viðurkennir sína eigin kvöl. Það kemur Nínu mjög á óvart að á milli hans og Þórdísar reynist vera vinátta þar sem ekkert samband ætti að vera. Marta kemur henni líka 96 TMM 1992:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.