Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 109
að bjarga fjárhag fjölskyldunnar. Kaupmanns- frúin fellur fyrir persónutöfrum hennar og kem- ur því til leiðar að kýrin er leidd aftur heim og skuldin gefin eftir. Þetta er nú kannski full kraftaverkakennd lausn í annars raunsæislegri frásögn! Bókin er vel skrifúð, textinn fjörmikill og litríkur. Samtölin eru svo lifandi að þau eru eins og bestu leikrit. Orðaforðinn er óvenju ríkuleg- ur og er þó nokkuð um orð sem ekki eru lengur algeng í daglegu máli. Þá reynir á hjálpsemi og skilning foreldra og annarra uppalenda. Verst er að búskaparhættirnir eru orðnir okkur svo fram- andi að það mun vefjast fyrir mörgum foreldr- um að lýsa því sem þar er að gerast, sérstaklega þegar samhengið gefur ekkert til kynna. Magnea frá Kleifum er ekki að feta nýja braut í þessari bók, lesendur fyrri bóka hennar munu rekast á gamla kunningja. Að minnsta kosti minnir Sossa mig heilmikið á Tinnu í Tobíasar- bókunum og að sumu leyti líka á Hönnu Maríu. Omegðin í Krummavík var ansi mikil og ekki man ég betur en einhver krakkinn þar hafi selt systur sína eins og Sossa. Fleira slíkt mætti tína til en það breytir því ekki að Sossa sólskinsbam er ágæt viðbót við myndarlegt ritsafn Magneu en ástæðan er fyrst og fremst sú að hún Sossa er svo gasalega skemmtileg. Guðlaug Richter Hin hversdagslega eilífð Guðbergur Bergsson. Svanurinn. Forlagið 1991.148 síður. Telpan rak kýrnar í morgunljómanum, í gullnu, grænu sáldri frá grasinu, þar sem örsmáar tilgangslausar og meinlausar flugur voru á sveimi (bls. 28). Þetta eru ekki mikil tíðindi í íslenskri skáldsögu en á furðulegan hátt er einhver alveg ný tilfinn- ing fólgin í þessum línum. Við erum komin í sveit með níu ára stúlku úr ónefndu sjávarþorpi og lesum af henni sögu um „Sumar í sveit“, eins og einn af bókmenntagagnrýnendum blaðanna komst að orði skömmu fyrir jól og átti þar við ritgerðarverkefnið fræga sem löngum varnotast við í bamaskólum landsins. Allir kannast við þá gömlu klisju sem að lokum var orðin svo þung- bær að jafnvel tíu ára gömul skólabörn fundu frá henni þungann og sliguðust undan verkefn- inu. En þegar klisja hefur náð fullum styrk og er farin að úldna í vitund manna, jafnvel hinna mestu klisjuvina, fer hún skyndilega að verða nothæf á ný í augum hinna frumlegri höfunda og það verður oft hlutverk þeirra að blása í hana lffi. Því líkt og fleira ganga skáldsöguefnin í hring, frá því að vera nýjungar og yfir í sjálf- sagða hluti, og bíta að lokum í skottið á sér. Erkiklisjan mætir ferskleikanum og það er á því bili hringsins sem hinir bestu höfundar sækja sér efni, öðruhvorum megin við samskeytin. Sem margreyndur og löngu sannaður rithöf- undur sýnir Guðbergur Bergsson enn einu sinni áræði sitt í því að fjalla um þessa litlu telpu og sumardvöl hennar á sveitabæ. Utkoman er fersk og í frásögninni er einhver nýr tónn sem er eins og blanda af reynslu hins þjálfaða höfundar og nýjum upplifunum á hlutum sem lengi hafa legið óbættir hjá garði við hinn íslenska ritvöll; móum og mýrarflákum, kúarekstri og kaupa- mennsku, hey vinnuvélum og heimaslátrun. Allt þetta, sem fyrr á tíð var aðaluppistaðan í ís- lenskum skáldsögum áður en ofnotkunin rak það á klisjufjallið, siglir hér fram á síðunum eins og nýunnar landbúnaðarafurðir. Meginviðfang sögunnar er „kvíði sumarsins og þráin og hin óljósa vanlíðan“ (bls. 115) sem telpan finnur þegar hún hverfur burt frá heim- kynnum sínum við sjávarsíðuna og framand- leikinn sem mætir henni hjá ókunnu fólki á sveitabæ einhvers staðar langt inní landi. Þetta er nokkuð sem allir þeir sem sendir hafa verið í sveit munu kannast við og Guðbergur lýsir þessum áhrifum mjög vel í einföldum línum eins og: „Innan skamms var ekkert eftir af veg- inum og kona með kalda og blauta hönd tók á TMM 1992:1 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.