Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 113
fóstrum sem hún lætur síðan eyða (ef svo má segja). En hún skynjar þó undir lok bókarinnar þá yfirburði sem fólgnir eru í skrifuðum orðum kaupamannsins sem hún er búin að vera að berja af sér allan tímann, um leið og takmörk hennar birtast í því að hún virðist vera að færa ástmanni sínum djúpvitrar dagbækur kaupamannsins til þess að hann geti smyglað þeim inn á sinn tölvuskerm. Annað slagið fær dóttirin líka und- arlegan spekitón sem ber í sér lúmskan keim af dagbókunum og verður þá „... leið yfir að hafa sagt óvænt eitthvað sem hún hafði aldrei hug- leitt sjálf og vareflaust sprottið frá öðrum“ (bls. 75). Þetta eru spádómsleg en brosleg orð sem stinga algjörlega í stúf við raunvísindanám hennar: „Sálin yfirgefur ekki líkamann í skyndi eða í einu lagi, hún er að dudda við það að forða sér úr búknum frá þeirri stund þegar við fæð- umst. Svo lengi deyr sem lifir“ (bls. 75). Þessi síðustu orð eiga vel við aðalpersónu sögunnar, telpuna, sem þrátt fyrir ungan aldur virðist hafa í sér allan heiminn, allt lífið og dauðann líka. Hún ber dauðann stöðugt innra með sér, er líkt og þunguð af honum, hann fyllir hana líkt og vatn sem er mjög áberandi þáttur í sögunni, allt frá því að telpan yfirgefur hafið. Söknuður hennar steypist yfir hana í líki móðu frá „fjallinu“, í sveitinni rifnar hún út og við það rennur vatn úr sál hennar saman við umhverfið. Þá dregst hún að jökulfljótinu og dreymir að hún muni steypast niður í fjallavatnið, að vatnið innra með henni muni þá sameinast því. Telpan er heldur engin venjuleg stelpa, það er greinilega mikið í hana spunnið og sterkt ímyndunarafl hennar birtist meðal annars á snjallan hátt í því að hún getur ekki lesið bækur fyrir sínum eigin hugmyndum sem ætíð þröngva sér á milli orðanna. En höfundi tekst þó vel að gera telpuna trúverðuga sem hvers- dagslegt bam er grætur einföldum tárum, um leið og hún rúmar stænri sammannlega og eilífa persónu sem fær séð inn í rökkvað djúp hlut- anna og er í raun nálæg allan tímann, líkt og sagan gerist inní líkama hennar og hún sé fangi hennar. Hún er „ . . . ungi í svörtu eggi með svarta skurn og hún beið þess að einhver bryti skumina svo hún gæti skriðið út til lífsins og annarra manna...“ (bls. 87-88). Úr svörtu eggi til svansins hvíta. Hvað svanurinn verður síðan telpunni er aftur á móti full óljóst í bókinni. Kaupamaðurinn er í raun frábær persóna, dá- lítill furðufugl sem er fuliur af vinnufælnum, andlegum þönkum og ástarþurfandi perversj- ónum, en fyrst og fremst þó einhverri eilífri viskurödd sem hann færir inn á band dagbókar sinnar. Hann virðist veraeinn af þeim mönnum sem eru fullir af ást til lífsins en algjörlega ófærir um að koma henni frá sér út í samfélag mannanna og því verður dagbókin sú kista sem hann kastar í sínu gulli. Líkt og telpan ber hann í sér vatnskenndan dauða, einhverskonar regn „... sem rignir á sig sjálft...“ (bls. 89) og þau mynda á nokkum hátt einskonar „par“ í sög- unni. Hún ein, líkt og títt er um böm, er mót- tækileg fyrir andlegum athugasemdum hans. Hann er í sífellu að fræða hana um galdurlífsins og segir kostulegar setningar við hana eins og: „Vertu samt viss, þér tekst örugglega að eldast með hjálp áranna. Með þeim tekst allt“ (bls. 48) og spyr hana stundum á sinn furðulega hátt hinna dýrðlegustu spurninga: „Ætlar þú að láta nauðga þér þegar þú ert orðin stór?“ (bls. 77). Það er reyndar kúnst útaf fyrir sig að geta fjallað um tæpa hluti á ofur eðlilegan hátt eins og Guðbergur gerir hvað eftir annað í þessari bók. Það verður ekkert fjaðrafok í textanum þó kaupamaðurinn kynni telpunni júgur sitt og þess eina spena sem hann mjólkar úr fyrir hana „karlmannamjólk“ (bls. 36). Perversjónimar verða engu afbrigðilegri blómunum og flug- unum sem spretta í kringum þær og Guðbergur fer léttilega með pennann um allan líkama pers- óna sinna, frá hvirfli til ilja, úr hjarta og niður í rass, eins og myndlistamaður sem teiknar nakið módel, án feimni og án jiess að velta sér upp úr því á neinn hátt, rétt eins og maður á að búast við af persónusköpun í þessum hluta tímans. Ekkert er hér heldur einfalt og þrátt fyrir tung- una sem telpan fær hvað eftir annað upp í sig frá kaupamanninum fellir hún til hans einhveija TMM 1992:1 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.