Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 115
Tvær bækur frá Gyrði Gyrðir Elíasson. Heykvísl og gúmmískór. Mál og menning 1991. 89 bls. Vetraráform um sumarferða- lag. Mál og menning 1991.73 bls. Þó það sé nú orðið að einskonar ritklifi að segja Gyrði Elíasson afkastamikinn höfund, verður samt vart annað lýsingarorð notað um verklag hans þegar hver bókin á fætur annarri kemur frá hans hendi og nú í haust hnykkti hann enn á þessari nafnbót þegar þijár bækur á hans vegum komu á markaðinn, tvær frumsamdar og ein þýðing. í viðtali fyrir jólin nefndi skáldið að frumsömdu bækurnar, sagnasafnið Heykvísl og gúmmískór og ljóðabókin Vetraráform um sum- atferðalag, hefðu upphaflega verið hugsaðar sem eitt verk, en á ritunartímanum hefðu þær klofnað í tvennt og kæmu þannig fyrir sjónir lesenda. Frágangur bókanna undirstrikar að vissu leyti þennan skyldleika, svipað útlit kápu og brotið jafn stórt, en ýmis efnisleg tengsl milli bókanna eru einnig fyrir hendi og sýna svo ekki verður um villst að þær eru ritaðar með hliðsjón hvor af annarri. Beinar hliðstæður má auðveld- lega finna, svo sem ljóskerið sem minnir á Kína og logar á svölum ljóðmælanda „Kvöldþanka úr austurvegi“ (bls. 31) og sögumanns „Ein- veruhússins" (bls. 48) eða „skipið gamla sem / siglir grænkandi tún“ í „Maímorgunljóði" (bls. 13) og birtist í sögunni „Sálarljós" siglandi „gegnum septemberkvöldið“ (bls. 29). Efnisleg skörun bókanna er þó einungis ytra einkenni og segir í raun og veru ekki mikið um sambandið milli þeirra, auk þess sem slíka skömn má hvar- vetna ftnna í verkum Gyrðis. Nærtækara væri að lýsa tengslunum milli bókanna á þann veg að þær séu samstíga, þær sýni hvor í sínu lagi ákveðið stig á ritferli höfundarins þar sem ljóða- gerð hans og lausamálsskáldskapur hafa færst enn nær hvort öðm en um leið einfaldast. Hafi Gyrðir alltaf verið að yrkja í sögum sínum og segja sögur í ljóðunum virðist bilið þama á milli hafa minnkað enn, en um leið hefur hann fitjað upp á nýjum stefjum í höfundarverki sínu. Án hvarfa Eitt helsta einkenni sagnanna er að í þeim verða sjaldnast nokkur afgerandi hvörf. I þeim sögum þar sem hvarfaleysið er einna mest áberandi, sögum eins og „Saga fyrir munnhörpu“ (bls. 71-73), „Sálarljós" (29-30) og „Kofaminning“ (64-67) virðist textinn samanstanda af óskipu- lögðum brotum sem ekki hanga saman á neinu nema sjónarhominu. Hlutarnir safnast aldrei saman í brennipunkt hinnar hefðbundnu smá- sögu þar sem sýn opnast inn í eðli atviks, athafn- ar eða minningar, sýn sem nær oft á tíðum að breyta skynjun söguhetjunnar þannig að hún sér líf sitt og umhverfi í nýju ljósi. I sögum Gyrðis em þessi hefðbundu hvörf á bak og burt. Þar er ekki að finna punktinn þar sem þræðir sögunnar virðast hnýtast saman svo lesandinn gerir sér grein fyrir tengslum þeirra. í stað hans fara hvörfin líkt og á flakk í textanum, þeim er ekki komið fyrir á ákveðnum stað og það liggur heldur engin kvöð á lesandanum að finna þeim fastan stað, þau em ekki uppistöðuþáttur text- ans. í fyrrnefndri „Sögu fyrir munnhörpu“ má sjá þetta glögglega. Sögumaðurinn gengur upp kirkjugarðsstíginn í þorpinu og sér hjólastól standa úti í garði nálægs húss og glerflösku með mjólk við hlið hans, týnir ber og fer aftur niður í þorpið, spjallar við gamlan mann sem situr á bekk, borðar berjaskyr í kvöldmatinn og fer síðan í gönguferð eftir fjörunni þar sem hann hittir stúlku sem er að veiða fisk á flugu. Hann staldra við til að fylgjast með henni, heillaður af sveigju líkama hennar. Og þar með er sagan búin, hvergi er neinn hápunktur, nein skil þar sem merking brotanna og tengslin á milli þeirra birtast. Sagan virðist vera frásögn af hversdags- legum athöfnum þar sem mismunandi atvik em sett saman án þess að í þeim sé nein stígandi, neinn þráður sem sýni tilgang þess að brotin séu komin þarna saman. Engu að síður má finna að á bilunum milli brotanna opnast einhver allt annar heimur þar sem allt er á ferð og flugi. Finna má að undir yfirborðinu er straumur sem lesandann gmnar fremur að sé þar en að hann skilji hvernig á honum standi. Slíkt tvísæi hefur TMM 1992:1 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.