Morgunblaðið - 23.12.2014, Side 8

Morgunblaðið - 23.12.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Mannréttindaskrifstofa Reykja-víkurborgar er silkihúfa sem fáir vita út á hvað gengur, þótt nafnið sé hátignarlegt. S.þ. höfðu fjölmenna mannréttindanefnd. Formaður hennar var um skeið sér- stakur fulltrúi Gaddafís einræðis- seggs. Einhverjum hefur þótt húmor í því. Sú nefnd úr- skurðaði íslenskan sjávarútveg eitt sinn mannréttindabrjót. Hér heima þótti góðkunningum bloggheima það vera mikil tímamót! Borg- arskrifstofunni tókst nýlega að vekja athygli á sér með því að agnúast út í þá sem eru veikir fyr- ir Kristi, ekki síst á aðventu. Páll Vilhjálmsson segir útvalda hópa njóta velþóknunar vinstrimeiri- hlutans í Reykjavík og séu van- trúarfólk, heiðnir og múslímar meðal þeirra sem fá gæðastimpil Dags og félaga:    Allur almenningur sem erhlynntur þjóðkirkjunni og ot- ar sér ekki fram með sérvisku, sér- hneigðir eða sértrú er fyrst og fremst hugsaður sem skattstofn vinstrimanna til að mylja undir þá útvöldu.    Helsta bakland vinstriflokkannaeru sérhópar af ýmsum sort- um. Það sameinar þessa hópa að vera á jaðrinum annars vegar og hins vegar að agnúast út í hvers- dagslega fólkið sem ekki sker sig úr, sinnir sínu og heldur í gamla siði.    Vinstrimönnum er illa við hefðirog venjur með breiða skír- skotun; hvort heldur þær kristnu eða þjóðlegu.    Þjóðkirkjan sameinar þessaþætti og verður þar með sér- stakur skotspónn vinstrimanna.“ Páll Vilhjálmsson Skrifstofa í verkefnaþröng STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 snjókoma Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 1 skýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló -2 þoka Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki -2 snjóél Lúxemborg 6 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 11 skúrir Glasgow 7 alskýjað London 12 skýjað París 8 alskýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 10 skúrir Vín 9 skýjað Moskva -1 skýjað Algarve 17 skýjað Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 7 heiðskírt Winnipeg 0 snjókoma Montreal -7 snjókoma New York 3 alskýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 „American Bar verður opnaður í byrjun febrúar,“ segir Hermann Svendsen, annar af eigendum nýs staðar sem rísa mun í Austurstræt- inu þar sem áður var barinn Thor- valdsen. „Þemað er náttúrulega Ameríka og við munum keyra stað- inn á hamborgurum, rifjum og kjúklingavængjum. Þarna verður síðan að finna amerískt popp og rokk. Við verðum með sjónvörp á staðnum og leggjum áherslu á NFL-deildina, UFC og fleira í þeim dúr. Svo verður þetta bar á kvöldin þar sem við leggjum mikla áherslu á góða kokteila og gott úrval af vis- kíi,“ segir hann en þess má geta að eigendurnir fóru innblástursferð til Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Kristinn Amerískur blær í Aust- urstrætinu Flestar tegundir jólabjórs voru bún- ar eða við það að klárast í verslunum ÁTVR í gærkvöldi. „Þetta er allt að klárast. Oft er þetta búið vikuna fyrir jól en eins og er þá eru örfáar tegundir eft- ir og lítið eftir af sumum þeirra,“ segir Ólafur Björn Ásgeirsson, starfs- maður ÁTVR í Skeifunni. Upp- haflega voru 30 tegundir jólabjórs í boði í ríkinu. Hann býst við að það sem eftir er klárist í dag. „Það er eiginlega bara eftir jóla- bjór frá Viking, Tuborg, Kalda og Steðja,“ segir Einar. Hann segir að fyrir vikið hafi viðskiptavinir snúið sér að öðrum bjórtegundum. „Fólk er á síðasta snúningi og við búumst við því að það verði nóg að gera á morgun [í dag] enda verður opið til tíu,“ segir Ólafur Björn. vidar@mbl.is Jólabjórinn við það að klárast í verslunum ÁTVR Jólabjór Lítið er eftir af jólabjór. Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða opnar um jól og áramót sem hér segir: 23. desember er opið frá kl. 9:30-12:00* *sími leiðréttingarinnar 442 1900 er opinn til kl.15:30 Aðfangadagur 24. desember - LOKAÐ 29. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 30. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 Gamlársdagur 31. desember - LOKAÐ 2. janúar er opið frá kl. 9:30-15:30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.