Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 37

Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Maður margra heima Það syngur hátíðlega í gólffjöl- unum þegar gengið er um húsið að Amalíugötu 23 í Kaupmannahöfn, líkt og fyrir rúmum tvö hundruð ár- um þegar sykurbarónar hreiðruðu hér um sig í einu glæsilegasta borg- arhverfi alls nýlenduheimsins. Margur mað- urinn hefur gist í húsinu, hvítur og svartur, evr- ópskir greifar og barónar sem og þrælar og am- báttir frá Afríku og Vestur- Indíum. Stiginn sem liðast á milli hæða hefur tryggt nauðsynleg sam- skipti fólks sem að jafnaði forðaðist hvað annað. Þótt heimur sykurbar- ónanna sé löngu horfinn hefur sitt- hvað varðveist bæði í húsagerðar- listinni og munnmælum þeirra sem hafa lifað og starfað í húsinu. Hús- vörðurinn laumar því út úr sér í nærveru forvitins ævisöguritara að sú saga hafi gengið mann fram af manni að einhverju sinni hafi ungur svartur þræll hírst í örsmárri og myrkri kompu undir stiganum, en strokið eftir að hafa gefist upp á vist- inni. Ekki fylgir sögunni hver hann var eða hver örlög hans urðu, en lík- lega bar hann nafnið Hans Jónatan. Vissulega bjó hann í þessu húsi og vitað er að hann tók sér frelsi og fór til Íslands. Lengi vel var afkomendum þræls- ins á Íslandi ekki kunnugt um að í Danmörku væri fólk að forvitnast um sögu hans. Dagný Ingimundar- dóttir í Vestmannaeyjum hélt minn- ingu langalangafa síns, Hans Jón- atans, mjög á lofti og sýndi uppruna hans og örlögum einlægan áhuga. Seint á ævinni dreymdi hana að til hennar kæmi formóðir hennar, blökkukona frá Afríku, færði henni rósir og þakkaði henni fyrir að hugsa hlýlega til sín. Draumurinn lét hana ekki í friði. Dóttursonur hennar reyndi að gleðja hana með því að leita upplýs- inga um blökkukonuna í skjalasöfn- um erlendis. Stundum færði hann henni eitthvað nýtt og merkilegt „í afmælisgjöf“. Ættingjar hennar hjálpuðu til og smátt og smátt tók sagan af formóður hennar, Emilíu Regínu, og syni hennar, Hans Jón- atan, á sig skýrari mynd. Fyrir röð tilviljana lögðu menn að lokum sam- an tvo og tvo; að þrællinn á Amal- íugötu og Hans Jónatan væru einn og sami maðurinn. Hans Jónatan var fæddur í ánauð árið 1784 en var staðráðinn í að láta ekki bjóða sér þá hlekki sem þel- dökk móðurætt hans hafði orðið að bera. Hann ólst upp á Jómfrúreyjum í Karíbahafi og í Danmörku en sett- ist að á Djúpavogi, fjarri öllum sem höfðu annast hann og tengst honum. Líf hans var fullt af mótsögnum og óhemju viðburðaríkt. Sagan af karabíska þrælnum sem gerðist íslenskur bóndi er saga tveggja tíma en ekki síður gerólíkra menningarheima: Vestur-Afríku, Jómfrúreyja, Danmerkur og Ís- lands. Jafnframt minna örlög hans á hetjulega baráttu fyrir frelsi og mannlegri reisn. Til að rekja sögu Hans Jónatans vel þarf í rauninni að segja margar ævisögur, að svo miklu leyti sem hægt er og heimildir eru til um. Ævisagnaritarar ráðast varla í verk sín nema þeir tengist viðfangs- efni sínu sterkum böndum. Oft er fólk hins vegar ekki fyllilega með- vitað um hvað rekur það áfram við slík verk – sagan lætur það einfald- lega ekki í friði. Það væri mikil ein- földun að halda því fram að áhugi minn á sögu Hans Jónatans hefði sprottið fyrirvaralaust úr hugskoti mínu. Athygli mín var vakin einn sumardag árið 2007 þegar ég horfði á heimildamyndina Slavernes slægt þar sem Hans Jónatan kom við sögu. Margt í henni var ævintýri líkast og mér þótti full ástæða til að kanna það nánar. Hér var eins og löngum og mikilvægum kafla mannkynssög- unnar – sögu heimsveldisdrauma, nýlendustefnu, kynþáttahyggju, mannréttindayfirlýsinga og hnatt- væðingar – hefði verið pakkað sam- an í eina skammvinna ævi, líf eins einstaklings. Síðast en ekki síst varpaði viðburðaríkt líf Hans Jón- atans ljósi á hið stóra samhengi í samtíma hans um leið og það beindi sjónum mínum að áleitnum spurn- ingum um frelsi og mannréttindi sem enn eru á dagskrá um allan heim. Líf fullt af mótsögnum Uppgangur Djúpivogur um 1820. Myndin birtist í bók Pouls de Løvenørn frá 1822 og hefur verið teiknuð í tíð Hans Jónatans. Árið 1816 hafði Djúpivogur orðið löggiltur verslunarstaður, einn af sex kaupstöðum á landinu. Hvernig vildi það til að ungur, þeldökkur maður, í senn þræll og stríðshetja frá Jómfrúreyjum, settist að á Djúpavogi árið 1802? Hans Jónatan gerðist versl- unarmaður og bóndi, þökk sé ævintýralegri örlaga- fléttu sem Gísli Pálsson rekur í bók sinni. Forlagið – Mál og menning gefur út. Morgunblaðið/Kristinn Örlög Gísli Pálsson mannfræðingur er höfundur bókarinnar um Hans Jón- atan, þræl frá Jómfrúreyjum sem settist að á Djúpavogi í upphafi 19. aldar. Kort Vettvangur sögunnar og sigl- ingaleið nýlenduheimsins. Sagan um Hans Jónatan nær víða um heim, fram og aftur um Atlantshaf frá Vestur-Afríku til Jómfrúreyja, Danmerkur og Íslands. Skartgripalínan Drífa fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.