Morgunblaðið - 23.12.2014, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
✝ Svala Sig-urdsson Lens-
vik, áður Gúst-
afsdóttir, fæddist í
Reykjavík 23. des-
ember 1939. Hún
lést 26. júlí 2014 á
Malmö Hospice-
líknardeildinni í
Svíþjóð.
Hún var dóttir
hjónanna Helgu
Sigrúnar Zoëga, f.
1917, d, 1989, og Gústafs A.
Valdimarssonar, f. 1912, d.
1989.
Systkini Svölu eru Reynir, f.
1938, og Helga, f. 1959, og ein
systir samfeðra, Sigurbjört, f.
1935.
Svala ólst upp á Laugavegi 65
í Reykjavík.
Hún giftist árið 1957 Geir
Hjartarsyni, f. 1936, þau skildu.
Þau eignuðust tvo syni: 1) Hjört
Geirsson, f. 8. maí 1957, og 2)
Gústaf Valdimar Geirsson, nú
Sigurdsson, f. 3.6. 1960, kvænt-
ur Lisu Luchi, búsett í Svíþjóð.
Svala eignaðist dóttur með
Hilmari Þorbjörnssyni: 3) Sig-
rúnu Huld Hilmarsdóttur Sig-
urdsson, f. 6.12. 1962, gift Ni-
kola Asancaic,
búsett í Svíþjóð.
Börn þeirra: Lukas
og Freja, f. 18.10.
1993. Svala giftist
Hilmari Sigurðs-
syni árið 1967. Þau
skildu. Eftirlifandi
eiginmaður Svölu
er Jan-Erik Lenvik.
f. 1.12. 1942. Þau
giftust í febrúar
1990.
Svala flutti með fjölskyldunni
til Svíþjóðar árið 1968 og þar
festi hún rætur þótt taugin til Ís-
lands, til ættingja og vina, væri
ávallt sterk. Rak hún um árabil
verslunina ISLANDIA í Malmö
sem sérhæfði sig í íslenskum
vörum, aðallega úr ull sem hún
flutti inn frá Íslandi. Fyrir
nokkrum árum stofnaði hún og
rak ferðaskrifstofuna Sagaöns
resor sem aðstoðaði fólk við að
skipuleggja ferðir til Íslands.
Hún var virk í Lionsfélaginu í
Malmö og forseti þess um árabil.
Börn hennar og barnabörn áttu
hug hennar allan.
Útför Svölu fór fram 15.
ágúst 2014 í Limhamn-kirkju í
Malmö.
Á Þorláksmessu hringi ég
ekki til Svíþjóðar til að syngja
afmælissönginn fyrir hana
Svölu. Ef ég hringi þangað til
að heyra í frænku minni verður
örugglega grátið, kannski
helgið, en ekki sungið. Sagt er
að tíminn lækni öll sár en það
er ekki rétt. Tíminn getur deyft
en aðeins um stundarsakir, því
þegar þú átt síst von á þá kem-
ur sorgin af fullum þunga. Það
þarf ekki mikið, ljúf tónlist,
blóm, mynd, viðburður og tárin
vilja fram, en það er vegna
minninganna sem eru góðar og
margar.
Þegar tíminn er nægur, þá
gætum við ekki að okkur, því
okkur finnst við hafa allan tím-
ann í veröldinni. Svo þegar við
sitjum hljóð eftir, þá hugsum
við af hverju nýttum við ekki
tímann betur?
Ég, eins og margir, sakna
hennar. En eins og staðan var
orðin, þá var þetta kærkomin
hvíld fyrir hana. En það deyfir
ekki sáran söknuðinn.
Það er erfitt að kveðja, þótt
komið sé að leiðarlokum.
Eins og gullhörpuljóð,
eins og geislandi blær,
eins og fiðrildi og blóm,
eins og fjallalind tær,
eins og jólaljós blítt,
eins og jörðin sem grær,
lifir sál þín í mér,
ó þú systir mín kær.
Þú varst mildi og ást
og þitt móðerni bar
við sinn líknsama barm
dagsins lifandi svar:
allt sem grét, allt sem hló,
átti griðastað þar
– jafnvel nálægð þín ein
sérstök náðargjöf var.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár.
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
voru bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ég segi oft innra með mér:
ég sakna þín. Og stundum
finnst mér eins og ég heyri til-
baka: sakna þín líka. Minning
hennar lifir með okkur. Og segi
ég því: „til hamingju með dag-
inn“ og kveiki á kerti.
Helga.
Hæ amma. Það eru viss at-
riði sem ég þarf að segja þér.
Einhver annar fær að lesa
þetta fyrir þig þar sem ég sjálf
myndi ekki ná að klára að segja
þér þetta allt, því það er of erf-
itt fyrir mig að koma og segja
þér þetta sjálf.
Ég vil byrja á að þakka þér
fyrir vissa hluti. Ég vil þakka
þér fyrir allar gjafirnar sem þú
hefur gefið mér í gegnum árin.
Ég vil þakka þér fyrir ferðina
til Íslands, það var upplifun
með þér sem ég gleymi aldrei.
Ég vil þakka þér fyrir að hafa
alltaf verið mitt traust og skjól,
þegar ég var leið eða reið, og
sérstaklega þegar ég var ekki
sátt við mömmu og pabba. Ég
vil þakka þér fyrir að þú last
Bangsímonbókina fyrir mig og
Lukas. Ég þakka þér fyrir alla
bangsímontónleikana sem þú
fórst með okkur á, það voru
stundir sem ég elskaði svo mik-
ið. Ég vil þakka þér fyrir að
hafa verið heimsins besta
amma.
Það eru líka viss atriði sem
ég þarf að biðjast afsökunar á.
Ég vil biðjast afsökunar á að
nú þegar ég er orðin eldri sé ég
að ég hef ekki umgengist þig
eins mikið og ég hefði átt að
gera. Ég vil biðjast afsökunar á
að ég hef ekki sýnt þér hve
mikið ég elska þig fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig.
Ég biðst líka afsökunar á að ég
kem ekki núna og heilsa upp á
þig, það er of erfitt fyrir mig að
höndla, að sjá þér líða svona
illa eins og þú hefur það núna.
Ég þakka allavega fyrir að ég
fæ að segja þetta hér við þig.
Ég vona að þú getir fyrirgefið
mér.
Ég á margar minningar um
þig, eins og þegar ég var alltaf
að þurrka rykið af öllum vín-
flöskunum ykkar afa, mér
fannst það ekki gaman en gerði
það af því mig langaði að um-
gangast ykkur. Einnig þegar
ég hjálpaði þér alltaf að punta
með jólagreinum um jólin, það
er hefð sem ég mun halda
áfram að gera með afa, það er
eitt sem ég get lofað þér.
Það er svo margt að segja.
En í lokin vil ég bara segja að
ég elska þig af öllu mínu
hjarta. Þín elskandi,
Freja-Maria.
Svala Sigurdsson
Lensvik
Vinátta verður aldrei sett und-
ir mæliker hins efniskennda, en
víst er um það að vináttan milli
heimilanna í Vatnsfirði og Mið-
húsum var djúp og sönn. Það var
hreinskilni og hjálpfýsi sem ein-
kenndi þessa vináttu milli bæj-
anna umfram annað.
Baldur Vilhelms-
son og Ólafía
Salvarsdóttir
✝ Baldur Vil-helmsson
lést í Reykjavík
26. nóvember
2014. Útför hans
fór fram 3. des-
ember 2014.
Ólafía Sal-
varsdóttir fædd-
ist 12. ágúst
1931. Hún lést
21. júlí 2014. Út-
för Ólafíu fór
fram 30. júlí 2014. Þau hjónin í Vatnsfirði treystu
á foreldra mína og það var gagn-
kvæmt. Í Vatnsfirði var gest-
kvæmt og gestrisni mikil, þar
lagði Djúpbáturinn að bryggju
og oft þurftu bændur að bíða
skipsins, þá var sjálfsagt að setj-
ast að kaffiborði í Vatnsfirði með-
an beðið var. Eftir að þau prests-
hjónin drógu saman búskap, þótti
þeim sjálfsagt að bændur í ná-
grenninu nytjuðu hið grasgefna
tún. Oftar en ekki var kallað á
okkur heyskaparfólk inn í hús til
kaffidrykkju og einnig minnist ég
þess að börnin voru send með
kaffikönnuna upp á Hóla, einkum
ef móðir mín var við heyskapinn.
Þau hjón voru ólík, má segja
að þau hafi verið eins og fjallið og
vindurinn, en samhent voru þau
ef einhvers staðar bjátaði á og
réttu oft hönd, þeim er minna
máttu sín. Bæði höfðu þau yndi af
lestri og voru fróð um margt. Ég
læt öðrum eftir að tína fram stað-
reyndir um trúnaðarstörf þeirra
hjóna, en víst er um það að heil
og notadrjúg voru þau samfélag-
inu.
Hin sanna kímni og dillandi
hlátur frúarinnar er mér ekki síð-
ur minnisstætt en hnyttnar at-
hugasemdir klerksins, þó svo að
þær hafi víðar heyrst.
Þau hjón höfðu bæði mikinn
áhuga á að fylgjast með hvernig
ungu fólki frá Djúpi farnaðist og
ekkert gladdi Baldur meira en ef
það gekk menntaveginn, Lóa
lagði víst fleira til grundvallar.
Hið gamla samfélag við Djúp
er óðum að líða undir lok, en við
sem upplifðum þessi ár, þegar
búið var á nánast hverri jörð, eig-
um fjársjóð minninga sem gott er
að ylja sér við. Við lestur dag-
bóka föður míns sá ég í nýju ljósi,
hve samheldnin og samvinnan
var ríkur þáttur í búskapnum á
þessum jörðum. Mikil og góð
samskipti voru við alla nágranna,
en ekki hvað síst Vatnsfjarðar-
fólkið og minnist ég þess að
systkinin dvöldu hjá foreldrum
mínum er móðir þeirra veiktist
og eins er Stefán fæddist 1966.
Síðasta haustið sem slátrað var á
Hjalltanganum í Vatnsfirði vann
systir mín þar og Lóa gætti
barns fyrir hana.
Ég held að mamma hafi ekki
oft verið jafn ánægð og þegar
hún stóð við hlið dóttursonar síns
við altarið í Vatnsfjarðarkirkju er
hann giftist dóttur Lóu og Bald-
urs. Þær voru vel sáttar við það
vinkonurnar að önnur var amma
en hin langamma barna þeirra
Ragnheiðar og Kristjáns.
Kæru systkini og gömlu
grannar. Það er skammt stórra
högga á milli. Minning um mæt
hjón lifir.
Þóra Hansdóttir
frá Miðhúsum.
Elsku amma mín
er nú búin að
kveðja þennan
heim. Hún er síð-
asta amma mín
sem ég kveð en ég hef átt þrjár
Inga Hrefna
Lárusdóttir
✝ Inga HrefnaLárusdóttir
fæddist 22. júní
1929. Hún lést 25.
nóvember 2014. Út-
för Ingu fór fram 6.
desember 2014.
ömmur í gegnum
tíðina. Ég hef verið
mjög lánsöm með
ömmur mínar – all-
ar hafa verið mér
kærleiksríkar og
góðar og hef ég
alltaf getað leitað
til þeirra.
Þegar kemur að
því að kveðja per-
sónu sem er búin
að vera svona stór
partur í lífi manns fljúga upp
sterkustu minningarnar. Ég
man þegar ég sá hana Ingu
ömmu fyrsta skiptið þar sem ég
kem inn í fjölskylduna hennar
um sex ára aldur og tók hún
mér strax eins og alvöruömm-
ustelpu og fékk ég strax að kalla
hana „ömmu mína“. Ég fann
mig ávallt velkomna og ekkert
fannst mér betra en að heim-
sækja ömmu og fá grjónagraut
eða eitthvað nýbakað hjá henni
en í uppáhaldi hjá mér var
möndlukakan hennar.
Ávallt hafði hún amma eitt-
hvað fyrir stafni og þá yfirleitt
einhverja handavinnu eða ann-
ars konar föndur.
Þótt okkur Ingu ömmu sem
ég er nú að kveðja hafi ekki
ávallt samið og við ekki alltaf
verið sammála í öllu reyndist
hún mér sérstaklega vel og þótt
allar þrjár ömmur mínar hafi
reynst mér vel finnst mér hún
hafa kennt mér allra mest eins
og að prjóna, sauma, sauma í
kross og að hekla – er ég sér-
staklega þakklát fyrir allt það
sem hún hefur kennt mér og
gefið mér gegnum tíðina.
Okkar samskipti voru kannski
ekki alltaf dans á rósum en samt
sem áður á ég henni fullt að
þakka, að hafa gert svo margt
fyrir mig og viljað gera fyrir
mig, einnig fyrir heilan hafsjó af
góðum minningum.
Elsku amma mín, nú kveð ég
þig – hvíl í friði.
Margrét Kristín
Guðmundsdóttir.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
HELGI ÓLAFUR ÞÓRARINSSON
læknir,
varð bráðkvaddur á heimili sínu í
Kongsvinger fimmtudaginn 18. desember.
Útför hans fer fram í Vinger-kirkju
Kongsvinger þriðjudaginn 30. desember kl. 13.00.
Minningarathöfn um hann á Íslandi verður auglýst síðar.
.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Pétur Haukur Helgason, Magdalena L. Gestsdóttir,
Helena Helgadóttir, Þorlákur Ingjaldsson,
Helga Björk Helgadóttir, Martin Hammer,
Gunnar Þór Helgason, Jenny Marie Ellingsæter.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KARL GUNNAR MARTEINSSON,
Strembugötu 25,
Vestmannaeyjum,
sem lést mánudaginn 15. desember, verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 27. desember
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
.
Svandís Unnur Sigurðardóttir,
Anna Sigrid Karlsdóttir, Guðjón Þorkell Pálsson,
Sigurður Friðrik Karlsson, Sólrún Helgadóttir,
Rúnar Þór Karlsson, Karen Haraldsdóttir
og afabörnin.
Elskulegur bróðir okkar,
RAGNAR BJÖRNSSON,
lést 27. nóvember. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Unnur S. Björnsdóttir,
Svanhildur Björnsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA J. MATTHÍASDÓTTIR,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
er látin.
.
Kristín M. Bardawil Gabriel George Bardawil
Halldór K. Valdimarsson Elísabet Hákonardóttir
Elín S. Valdimarsdóttir Stefán Eiríksson
Matthías Valdimarsson Anna Dóra Steinþórsdóttir
Guðmundur B. Valdimarsson Guðrún H. Arnljótsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLAFÍA JÓNASDÓTTIR,
Vallargötu 27,
Þingeyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði
laugardaginn 20. desember.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju sunnu-
daginn 4. janúar kl. 14.00.
Sigríður Gunnarsdóttir,
Jóhanna Þ. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Eiríksson,
Helgi Magnús Gunnarsson, Anna Guðrún Viðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANHVÍT HJARTARDÓTTIR,
Svana,
frá Geithálsi í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis að Boðahlein 10,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 18. desember.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hjörtur Bollason,
Eyþór Bollason.