Morgunblaðið - 23.12.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.12.2014, Qupperneq 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Rannveig Þórisdóttir er deildarstjóri hjá Lögreglustjóranum áhöfuðborgarsvæðinu, hún er félagsfræðingur að mennt oger sérhæfð í afbrotafræðum en hún hefur unnið hjá lögregl- unni frá 1998. Rannveig stýrir deild sem sér um upplýsingamiðlun fyrir lögregluna, alla tölfræði og tölfræðigreiningu og sömuleiðis um samfélagsmiðlana og samskipti við fjölmiðla. Lögreglan hefur haldið úti vinsælli Facebook-síðu en þær eru fleiri. „Við erum einnig með Instagram-síðu sem hefur fengið mikla athygli og einnig erum við með óskilamunasíðu á Pinterest. Þar eru settar myndir af hlut- um sem lögreglan hefur fundið eða henni hefur borist. Það er því mjög gott að byrja að leita á þessari síðu ef fólk hefur týnt einhverju.“ Sambýlismaður Rannveigar er Benedikt Friðbjörnsson en hann rekur fyrirtækið Viðskipa- og tölvulausnir. Börn þeirra eru Hrafn- hildur 14 ára, Bjarni Þór 5 ára og Eyrún Björg 3 ára. Það er því í nógu að snúnast fyrir Rannveigu og Benedikt með tvö ung börn á heimilinu. „Við gefum þó okkur tíma til að stunda íþróttir, við Bjarni Þór og Eyrún erum saman í taekwondo, og ég fer í badmin- ton og hleyp. Ég hef tvisvar hlaupið hálfmaraþon og það er stefnan að klára heilt maraþon áður en maður verður fimmtugur.“ Rannveig segist reyna að halda alltaf upp á afmælið þó svo að flestir séu frekar uppteknir á þessum tíma árs. „Ég er oft með opið hús á afmælisdaginn enda gott að nota tækifærið til að hitta vini og vandamenn í miðju jólastressinu.“ Rannveig Þórisdóttir er 43 ára í dag Ljósmynd/Ása Birna Viðarsdóttir Fjölskyldan Á fermingardegi Hrafnhildar í apríl síðastliðnum. Stýrir öflugri deild hjá lögreglunni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Selfossi Birta Sif Gissurardóttir fæddist 23. ágúst 2014 kl. 13.06. Hún vó 3.740 g og var 51,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Harpa Íshólm Ólafs- dóttir og Gissur Kolbeinsson. Nýir borgarar Selfossi Freydís Aría Ágústsdóttir Backman fæddist 6. desember 2013. Hún vó 3.370 g og var 52 cm löng. For- eldrar hennar eru Guðbjörg Eva Guð- bjartsdóttir og Ágúst Friðmar Backman. J ón fæddist við Kaplaskjóls- veg í Reykjavík á Þorláks- messu 1954 en ólst upp við Langholtsveg og í Goð- heimum: „Maður var svo alltaf í sveit á sumrin á meðan aðrir strákar voru að sparka bolta í bæn- um. Þetta skýrir fótboltagetuna. Ég var á Grund á Fellsströnd í fimm sumur, í Húsavík eystri í tvö sumur og í Knarrarhöfn í Hvammsveit eitt sumar. Síðar stundaði ég sjó- mennsku á skólaárunum í tvö sum- ur, frá Hafnarfirði og Súgandafirði.“ Jón gekk í Vogaskóla og lauk síð- ar sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann er viður- kenndur bókari frá HR árið 2006. Jón starfaði við prentiðn í 11 ár á tveimur stöðum en hjá fimm fyrir- tækjum. Hann var framkvæmda- stjóri Bridgesambands Íslands í eitt ár en hefur síðan sinnt skrifstofu- störfum hjá Flugleiðum og Ice- landair Cargo í þrjá áratugi: „Hjá þessum fyrirtækjum hef ég unnið að spennandi verkefnum með góðu fólki. Líklega væri hægt að skrifa heilu bækurnar um þá gífurlegu framþróun sem þar hefur átt sér stað á mínum starfstíma.“ Jón var formaður Bridgefélags Ásanna í eitt ár, sat í Stjórn Bridge- félags Reykjavíkur í fimm ár og í stjórn Bridgesambands Íslands í sex ár. Hann var yfirumsjónarmaður getraunadeildar BSÍ í 25 ár, sat í stjórn og var formaður Golfklúbbs Flugleiða í fimm ár og hefur verið formaður JB Run frá upphafi. Jón var þjálfari yngra landsliðs BSÍ árin 1982 og 1989, er heiðurs- félagi í Bridgefélagi Reykjavíkur, er með 15,6 í forgjöf í golfi og vann í ár BB Invitational. Hann varð Íslands- meistari í Mind Games 2011. Úr skákinni yfir í bridge Jón er meira en liðtækur í skák: „Ég tefldi mikið og lá yfir skák á ár- unum 1967-72. Ég endaði ferilinn í meistaraflokki með tæp 1.900 stig en hætti síðan að tefla eftir heimsmeist- araeinvígið í Reykjavík og sneri mér þá að bridge.“ Jón er án efa fræknasti bridge- Jón Baldursson, bridgespilari og verkefnastjóri – 60 ára Kampakátir heimsmeistarar í bridge 1991 Frá vinstri: Björn Eysteinsson fyrirliði, Þorlákur J́ónsson, Jón Bald- ursson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Guðmundur Páll Arnarson. Heimsmeistari í bridge Þjóðleg hjón Jón Baldursson og k.h., Elín Guðný Bjarnadóttir. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.