Morgunblaðið - 23.12.2014, Side 50

Morgunblaðið - 23.12.2014, Side 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á þér. Leystu því eigin vandamál áður en þú fæst við vanda annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhverjir skjóta upp kollinum á dyra- pallinum hjá þér. Ef þú leynir einhverju áttu það á hættu að ná ekki takmarkinu og verða þar með fyrir vonbrigðum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér líður best í samstarfi við fáa og ættir því að forðast stóra vinnuhópa eins og heitan eldinn. Að lokum færir vel unnið verk ykkur ávinninginn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það má ýmislegt læra af stórhuga persónum sögunnar því þótt aðstæður séu ólíkar er kjarninn sá sami. Ekki gera neitt sem gæti komið því úr jafnvægi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að koma þér upp dagbók og skipuleggja tíma þinn betur. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þig langar að gera eitthvað alveg spes í dag sem þú gerir aldrei! Þú vilt ævintýri og spennu. Gerðu þitt besta og láttu það fréttast að þú sért tilbúin/n í hvað sem er. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum verður þú að leggja mikið á þig til þess að ryðja veginn fyrir sjálfa/n þig. Ekki vera hissa þótt vinsældir þínar eigi eftir að stigmagnast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Upplýsingarnar eru alls staðar. Eitt af því sem þig langar til þess að sanna fyrir umheiminum er geta þín til þess að græða peninga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í dag er rétti tíminn fyrir leti og heppni. Hafðu í huga að þú getur ekki byggt sjálfsmynd þína á skoðunum annarra, sama hversu mikla virðingu þú berð fyrir þeim. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til að ræða við maka um ábyrgðina sem felst í barna- uppeldi. Ekki sinna börnum og barnabörnum of mikið, einbeittu þér frekar að ástinni og njóttu hennar til hins ýtrasta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugmyndirnar streyma að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig alla/n við að drukkna ekki í flóðinu. Reyndu samt að láta þær liggja á milli hluta og sinntu starfinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ástríður þínar verða endurgoldnar – að lokum. Stuttar ferðir, erindi, heimsóknir til systkina og ættingja, daglegt spjall og versl- un og viðskipti halda honum við efnið. Það er margt fallega kveðið á að-ventu, þegar jólin eru að ganga í garð. Á sunnudaginn reit Sigrún Haraldsdóttir í Leirinn að á sólhvörfum væri full ástæða til að gleðjast – „ í huga mínum byrjar sumarið á morgun“ skrifar hún og lætur þetta fallega ljóð fylgja um leið og hún óskar „öllum hér á Leir“ gleðilegrar hátíðar. Ljóðið heitir Sólhvörf: Tíminn vegi vefur voðum næturrökkvans glóey gengið hefur götur út til dökkvans röðuls för út fjarar farfi dvín á vanga stillist stefna farar stöðvast myrkraganga kynngikraftar toga kalla ljósið dýra hátt á himinsboga heldur birtan skíra feyskist fönn á vangi fegrast litir skýja dimmu úr drungans fangi dagar burtu flýja ilman úrgrar moldar elda loftsins kveikir vekja frjóin foldar fingur sólar bleikir. Viðbrögðin við ljóði Sigrúnar urðu snögg. Friðrik Steingrímsson sagði með jólakveðjum til allra á Leir: Loks fer dag að lengja smá loftið roðar sólin, biðin styttist börnum hjá, bráðum koma jólin. Mér þykir rétt í tilefni dagsins að fletta upp í bók Árna Björnssonar „Sögu daganna“. Þar segir að ósennilegt sé að skata, megringar eða stappa hafi í upphafi verið hugsuð sem hátíðarmatur. Líklegra sé að hún hafi verið fátæklegur matur sem seinna þótti lostæti eins og alþekkt sé um heim allan – „Dæmi er um að ríkismönnum fannst lítilfjörlegt að hafa skötuna stappaða í mörfloti og vildu hafa hana í smjöri. Gamlar stökur um heimilisbrag á stórbýli í Stranda- sýslu benda í átt til sömu mismun- unar þar sem húsbændum er ekki skömmtuð skötustappa: Skötustappa skömmtuð var á Eyjum allir fengu innan ranns utan Bjarni og kona hans. Bóndinn sjálfur borðaði smér og köku en hans kona ystan graut iðra sinna kenndi þraut. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á vetrarsólhvörfum og skata á Þorláksmessu Í klípu „ÞRJÚ KÍLÓ AF GRÁÐUGU SVÍNI, FIMM KÍLÓ AF HEILÖGUM KÚM OG EITT EKKERT UNGLAMB LENGUR“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HERRA HÖGNI VILL HITTA ÞIG NÚNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita af hjartanu á réttum stað. ÉG ER KOMINN MEÐ JÓLATRÉÐ MITT, LÍSA, EN ÞAÐ ER FULLT AF KLÍSTRUÐUM TRJÁSAFA GOTT, ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÞAÐ ER NÝFELLT. HVAR SETTIRÐU ÞAÐ? NÚNA ER ÞAÐ Í ELDHÚSINU RÉTTU MÉR RJÓMANN, FURU- STRÁKUR HELGA, MANSTU ÞEGAR ÞÚ SAGÐIST Í GÆRKVÖLDI ÆTLA AÐ BIÐJA UM HVÍT JÓL? GÆTIRÐU BEÐIÐ UM STÓRA SNJÓSKÓFLU?JÁ Víkverji gerði sér ferð í bæinn umhelgina til að upplifa hinn eina sanna jólaanda. Fyrst var rennt upp að Elliðavatni og kíkt á jólamark- aðinn þar. Skemmtileg stemning ríkti á svæðinu, börn að leik í snjón- um, fólk að velja sér jólatré úr Heið- mörkinni, líta á jólavörurnar, fá sér kakó með rjóma og hlusta á upp- lestur rithöfunda. Fyrir utan bæinn kraumaði eldur í kamínu, fullri af afgangsjólatrjám. Það eina sem vant- aði var jólasveinninn en Víkverji mætti honum á leiðinni til baka í bæ- inn þar sem hann kom brunandi á sínum Skóda. Það eru víst engir fljúgandi hreindýrasleðar lengur, nú- tíma samgöngutæki hafa tekið við. x x x Næst lá leið Víkverja í miðbæinnþví nú var aldeilis veðrið til að spígspora um stræti og torg. Víkverji fer nefnilega ekki í verslanamið- stöðvar nema í ýtrustu neyð. Byrjað var á að fá sér eitthvað í gogginn í Fógetagarðinum þar sem nokkrir veitingamenn höfðu skellt upp stóru tjaldi og seldu þar dýrindis mat og drykki. Víkverji gekk burtu glaður og saddur, með jólaglögg í glasi og skoðaði næst jólamarkaðinn á Ingólfstorgi. Þetta var bara eins og að vera staddur í Köben á aðventu. Hið eina sem truflaði var flugvéla- gnýrinn öðru hvoru, þegar flogið var rétt yfir húsþökin í aðfluginu að Reykjavíkurflugvelli. En það vandist eins og annað. x x x Alls staðar var fólk í jólaskapi ogekkert stress. Sumir klæddu sig upp en aðrir ósköp hversdagslegir í kraftgallanum. Heim var farið með sælubros á vör, sem hvarf að vísu um stund í einni íbúðargötu þegar Vík- verji mætti öðrum ökumanni. Sá blikkaði ljósum með látum, skrúfaði niður rúðuna og öskraði út um gluggann: Það er einstefna hérna! Víkverji vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið en í götunni hefur verið tvístefnuakstur svo lengi sem elstu menn muna. Þetta var fyrsti og eini Jólaskröggur dagsins, sem ekki hafði fundið frið og ró í hjarta. Víkverji óskar þess heitt að allir eigi nú gleðileg jól, líka þessi ágæti ökumaður! víkverji@mbl.is Víkverji Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. (Matteusarguðspjall 22:37)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.