Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 52

Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Bestu og verstu jólalögin Fullbrjáluð stemning „Þegar ég heyri „Mary’s boy child Jesus Christ“ með Boney M man ég alltaf eftir einóða dansaranum í þessum hressa söngflokki í Á tali hjá Hemma Gunn. Fullbrjáluð jólastemmn- ing,“ segir Gerður Kristný um versta jólalagið. Gott „Mig dreym ir um að eyða jó lunum eins og fó lkið í „Last Christm as“ myndbandin u. Í þykkri peys u í fjallaskála - alg jörlega tvístrað ur af rauðvíni o g pillu- áti,“ segir Halld ór Halldórsson/ Dóri DNA um sí gilt jólalag dúettsin s Wham sem hé r sést í jólastuði . Það besta „Uppá- haldsjólalagið mitt sem ég upp- götvaði fyrir nokkrum árum hvað er ógeðs- lega gott, er „Þú komst með jólin til mín“ í flutn- ingi Morðingj- anna með Þórunni Antoníu. Þetta er besta jólalag í heimi, í þessum flutningi og kemur með jólin til mín. Ég er komin í jólaskap út af þessu lagi. Mér finnst það ekki skemmtilegt með Bó og Ruth Reg- inalds.“ Það versta „Eru það ekki bara öll hin? Ég er ekki mikil jólamann- eskja, mér finnst allt sem tengist svona of hátíðlegum hlutum vera mjög vandræðalegt. Ef það er of hátíðlegt á ég voða bágt. Ég er ekki mikið að breyta húsinu í eitthvert ævintýradót, ég vil frekar horfa á Die Hard eða hlusta á Morðingj- ana.“ Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarkona Það besta „„Jólakvöld“ eftir þá Guðmund Óskar og Bjarna Frímann við ljóð Davíðs Stefánssonar sem Sig- ríður Thorlacius söng inn á Jólakveðju í fyrra. Himneskt lag við dásemdar ljóð.“ Það versta „Þegar ég heyri „Mary’s boy child Jesus Christ“ með Boney M man ég alltaf eftir einóða dans- aranum í þessum hressa söngflokki í Á tali hjá Hemma Gunn. Fullbrjáluð jólastemning.“ Gerður Kristný rithöfundur Þau bestu „Ég verð að við- urkenna að ég er orðinn að- eins þreyttur á þeim elskulegu systkinum Ellý & Vilhjálmi, sérstaklega eftir að Sig- urður Guðmundsson og Memfis- mafían gerðu Nú stendur mikið til plötuna. Þá komu jólin aftur, úr þessum eldgömlu textum og útsetningum, gamaldags Nor- dmende úvarpshljómi í rán- dýran búning eftir Braga Valdi- mar, það er svo mikil hátíðar- stemning og þokki yfir þessari plötu að ég spila hana stundum í ágúst. Jólalög eiga að vera í risastórum útsetningum og Sig- urður Guðmundsson á að syngja þau öll.“ Þau verstu „Hér verður að hugsa í áratugum: Plastpoppið og allt jóladótið frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar; „Jólahjól“, „Nei, nei, ekki um jólin“, „Aðfangadagskvöld“ með Þú og ég, „Jól alla daga“ og Helgi Björns situr auðvitað efst- ur á ruslahaugnum með: „Ef ég nenni“. Eða hét það Ef mér leið- ist? Ef ég drepst? Þetta er svo sjúskað og mikil reykingalykt af þessu, „Last Christmas“ með Wham hljómar einsog beint úr Jólaóratíu Bachs miðað við þetta karókí frá Benidorm.“ Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður Það besta „Grýlupopp“ með Alla Rúts, en þar hefur hinn ástsæli listamað- ur Albert Sig- urður Rútsson sett lagið „Pop Corn“ eftir hljómsveitina Hot Butter, í alíslenskan jólabún- ing, með texta um Grýlu, Leppa- lúða og poppkornsát þeirra. Sér- staka athygli vekur þróttmikill fagottleikur, þar sem fagottið hefur brugðið sér í hlutverk Moog hljóð- gervilsins sem leikur lykilhlutverk í upphaflegri útgáfu lagsins. Næst- mesta uppáhaldsjólalagið mitt er „Klukknahljóm“, í instrúmental- útgáfu Þóris Baldurssonar af plöt- unni Gleðileg jól. Þar er alveg sturl- aður svuntuþeysingur og jólagrúv í gangi.“ Það versta „Mér finnst ekki alveg sanngjarnt að tala um versta jóla- lagið, því til þess að jólalag sé gott þá þarf það helst líka að vera dálít- ið vont. Það er vottur af illsku í öll- um jólalögum. En það sem mér finnst hinsvegar verst í fari jóla- laga er þegar þau neita að hætta, með endalaus erindi og endurtekn- ingar á viðkvæðum. Þau eru all- nokkur sem koma til greina í þeim flokki en ég ætla að velja „Litla trommuleikarann“ (Little Drum- mer Boy) því ekki aðeins er það langt og leiðinlegt, heldur er það bara eitthvað svo tilgerðarlegt líka.“ Úlfur Eldjárn tónskáld Það besta „The Christmas Song“. Það er bara hlýrra en allt sem hlýtt verður. Það gerir mig alltaf mjúka og meyra eins og jólasteik á fallega skreyttu veislu- borði.“ Það versta „Ef ég nenni“. Mér finnst mjög erfitt að segja það því Helgi Björns er náttúrulega alveg með- etta en þarna er bara á ferðinni lag sem á ekkert skylt við jólaandann. Þessi náungi í þessu lagi þarf bara að rífa sig upp á rassgatinu og fara og kaupa fallega gjöf fyrir elskuna sína, ekkert ,,ef ég nenni“ kjaftæði.“ Sigríður Eir Zophoníasardóttir, tónlistar- og útvarpskona Það besta „Ætli ég verði bara ekki að segja „Bráðum koma blessuð jólin“. Það er klassískt. „Börnin fara að hlakka til“, það er jú það sem þetta gengur allt saman út á.“ Það versta „Ég get ekki nefnt eitt lag sem það versta - eða jú, ég get sagt það: Versta jólalagið er jólalagið sem er byrjað að spila í byrjun nóvember. Það er bara of snemmt og þá þolir maður það ekki. Það er sama hvaða jólalag það er.“ Helga Braga Jónsdóttir, leikkona og flugfreyja Það besta „Þar er engin sam- keppni. King Diamond – „No Presents For Christmas“. Hressandi mix af klassískum jóla- lögum og speed metal og sannar að öll jólalög ætti að syngja í fals- ettu.“ Það versta „Gæti nefnt „nenna“ lag- ið með Helga Björns, sem er svo þreytandi og hallærislegt að það sýgur úr manni jólaandann. En ég verð að segja að versta jólalag allra tíma sé „Ég sá mömmu kyssa jóla- svein“. Höfundur textans ætti að skammast sín. Jólin eru tími barnanna og textinn við þetta lag hefur valdið þúsundum barna mar- tröðum. Skelfilegt að þurfa að setja sig í spor annars barns sem upplifir framhjáhald foreldris.“ Ragnar Bragason leikstjóri Þau bestu „Þú komst með jólin til mín“. Slade – „Merry Christmas“. Wham – „Last Christmas“. Mig dreymir um að eyða jólunum eins og fólkið í „Last Christmas“ mynd- bandinu. Í þykkri peysu í fjallaskála – algjörlega tvístr- aður af rauðvíni og pilluáti. Svo langar mig soldið að eyða jólunum í Vestmannaeyjum einhvern tíma – en það er önnur saga.“ Þau verstu „Ný jólalög eru öll þannig að mann langar helst að gefa höfundinum gítarkraga. Eitt af hverjum 1000 nær að breika. Ég hef ekki eirð í mér til þess að bæta einhverju lagi á jólaplaylistann – hvað þá horfa framhjá því hvað textinn er alltaf glataður og stemningin trist.“ Halldór Halldórsson, uppistandari og textasmiður Jólahjól Stef- án Hilmarsson og Snigla- bandið í myndbandi við lagið sem er eitt það versta, að mati Þor- steins J. Himneskt „Jólakvöld“ eftir Guðmund Óskar og Bjarna Frímann við ljóð Davíðs Stef- ánssonar sem Sigríður Thorla- cius söng inn á plötuna Jóla- kveðju í fyrra er himneskt, að mati Gerðar Kristnýjar. Jólalög eru ólík að gæðum, sum ómissandi og önn- ur svo slæm að þau geta eyðilagt jólaskapið. Sex þjóðkunnir einstaklingar voru fengnir til að nefna bestu og verstu jólalögin, að þeirra mati. www.ullarkistan.is Jólagjöf sem vermir Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Kids Basic treyja 4190,- stk . Kids Basic buxur 4190,- stk . Ridder tre yja 4490,- stk . Ridder bu xur 4490,- stk . Dökkblá treyja7490,- stk. Dökkbláar buxur7490,- stk. Treyja með b lúndu 7490 ,- stk. Buxur með b lúndu 7490 ,- stk. Hlýr og notalegur ullarfatnaður úr 100%Merino ull á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.