Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 8
Mikilvægt einkenni er það á daktílsku hexametri, að í einum bragliðanna,
sem oftast er sá þriðji, verður svo kallað rof Þá skal haft í huga, að fyrsti
bragliður í ljóðlínu kallast hákveða, sá næsti lágkveða, og þannig til
skiptis línuna á enda; en að formi til ber hákveðunum sterkari áherzla en
lágkveðunum. Rof er oftast í því fólgið, að þessi röð kveðnanna er rofin,
eins og niður sé felld ein lágkveða í miðri línu, svo þar lendir saman
tveimur hákveðum; en það hlýtur að líkjast því, að þar hefjist ný ljóðlína;
enda er á íslenzku ljóðstafað samkvæmt því: tveir stuðlar á undan rofi,
og höfuðstafur eða aðrir tveir stuðlar eftir rof. Einnig hefur rof verið
kallað braghvíld, því stundum verður þar lítils háttar dvöl í flutningi.
Sem dæmi um rof í daktflsku hexametri mætti taka tvær samstæðar línur
úr þýðingu Steingríms Thorsteinssonar á ljóði Bíons, 77/ kvöldstjörnunn-
ar. Rofið er táknað með lóðréttu striki:
/ Heill þér, / hugþekka / ljós. I Til / hirðis nú / fer ég að / veizlu. /
/ SS / Svv / Sv / Svv / Svv / Sv /
/ Lýstu því / mér í stað / mánans I sem / miklu fyrr / tekur að / renna. /
/ Svv / Svv / Svv / Svv / Svv / Sv /
Hér er rofið sýnt, svo sem venja er til, í sjálfum bragliðnum, á eftir Ijós
í fyrri línunni, og eftir mánans í þeirri síðari. Og þar er línunni skipt, sé
hún rituð í tvennu lagi, en ekki um bragliðamótin. I fyrri línunni er spondi
(Heill þér) kominn í stað fyrsta daktflans, og tróki (ljós.Til) í stað þess
þriðja. En síðari línan er alls kostar regluleg, með fimm daktfla og svo
einn tróka í lokin.
Ætli Aldarháttur síra Hallgríms sé ekki eitthvert elzta kvæði á ís-
lenzku, sem að formi til er sprottið upp úr hexametri? Þó að frávik frá
hætti Hómers séu þar veruleg, er hrynjandin mjög áþekk. Fyrri helmingur
fyrsta erindis er á þessa leið:
Áður á tíðum frá bamdómi blíðum
var tízka hjá lýðum, með fremdar hag fríðum
svo tryggorðin kenndu, að frægðum sér vendu.
Þama mun raunar farið a.m.k. mjög nærri svo kölluðum leónínskum hœtti
frá síðari öldum, þar sem rím var komið inn í daktflskt hexametur. En
6
TMM 1993:4