Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 10
Pentametri má lýsa sem hexameturs-ljóðlínu þar sem áherzluveiku atkvæðin hafa verið stýfð aftan af 3. og 6. braglið og línan síðan sögð vera tvisvar tveir og hálfur bragliður, samtals fimm bragliðir. Þessi háþróaða stærðfræði er sýnd með bragtáknum hér á undan. Annar stýfði liðurinn (Jón) kemur þá næst á undan rofínu, og hinn (Sveinn) í línulok. En rofið verður mjög skilmerkilegt, því þar lendir saman tveimur áherzluþungum atkvæðum, sem auk þess eru hvort um sig hákveða. Óstýfðu liðimir fjórir em daktflar, og gat þó spondi (eða tróki) komið þar í stað daktfla á undan rofi. Stýfður bragliður, sem er ekki annað en eitt áherzluatkvæði, hefur verið kallaður stúfur /S/. Bragarháttinn dístíkon iðkuðu Hellenar afar mikið, bæði sem stökur og í lengri kvæðum, þar sem hver dístíkon-tvíhendan rak aðra; en þá var fremur talað um elegískan hátt. Frægasta kvæði, sem ort er á íslenzku undir elegískum hætti, er án efa ljóð Jónasar, ísland. Þar er gríska forminu fylgt í öllu, að heita má, að við bættum ljóðstöfum, sem Jónas beitir óreglulega að hætti Hall- gríms, og af hinni mestu prýði eins og hann: / Island! / farsælda-/ frón I og / hagsælda / hrímhvíta / móðir! / / SS / Svv / Sv / Svv / Svv / Sv / / Hvar er þín / fornaldar- / frægð, / I / frelsið og / manndáðin / bezt? / / Svv / Svv /S /I / Svv / Svv /S / Eins og fyrr segir, er það tíðast, að í hexameturs-línunni komi rofið inni í þriðja braglið, eins og hér á eftir orðinu frón, þótt ekki sé það með öllu fastbundið. Næst er að geta ljóðlínu þeirrar, sem grísku leikritaskáldin beittu mest og kallast jambað hexametur, því þar koma sex jambar (öfugir tvfliðir) í röð, án rofs og yfirleitt án allra tilbrigða: / Á Þver- / á býr / hann Sölv- / i mág- / ur sír- / a Jóns. / / vS / vS / vS / vS / vS / vS / Það liggur í hlutarins eðli, að línu, sem svo einstrengingslega er smíðuð, hlýtur að hætta til einhæfrar hrynjandi, og því getur hún orðið býsna vandasöm í flutningi. 8 TMM 1993:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.