Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 10
Pentametri má lýsa sem hexameturs-ljóðlínu þar sem áherzluveiku
atkvæðin hafa verið stýfð aftan af 3. og 6. braglið og línan síðan sögð
vera tvisvar tveir og hálfur bragliður, samtals fimm bragliðir. Þessi
háþróaða stærðfræði er sýnd með bragtáknum hér á undan. Annar stýfði
liðurinn (Jón) kemur þá næst á undan rofínu, og hinn (Sveinn) í línulok.
En rofið verður mjög skilmerkilegt, því þar lendir saman tveimur
áherzluþungum atkvæðum, sem auk þess eru hvort um sig hákveða.
Óstýfðu liðimir fjórir em daktflar, og gat þó spondi (eða tróki) komið
þar í stað daktfla á undan rofi.
Stýfður bragliður, sem er ekki annað en eitt áherzluatkvæði, hefur
verið kallaður stúfur /S/.
Bragarháttinn dístíkon iðkuðu Hellenar afar mikið, bæði sem stökur
og í lengri kvæðum, þar sem hver dístíkon-tvíhendan rak aðra; en þá var
fremur talað um elegískan hátt.
Frægasta kvæði, sem ort er á íslenzku undir elegískum hætti, er án
efa ljóð Jónasar, ísland. Þar er gríska forminu fylgt í öllu, að heita má,
að við bættum ljóðstöfum, sem Jónas beitir óreglulega að hætti Hall-
gríms, og af hinni mestu prýði eins og hann:
/ Island! / farsælda-/ frón I og / hagsælda / hrímhvíta / móðir! /
/ SS / Svv / Sv / Svv / Svv / Sv /
/ Hvar er þín / fornaldar- / frægð, / I / frelsið og / manndáðin / bezt? /
/ Svv / Svv /S /I / Svv / Svv /S /
Eins og fyrr segir, er það tíðast, að í hexameturs-línunni komi rofið inni
í þriðja braglið, eins og hér á eftir orðinu frón, þótt ekki sé það með öllu
fastbundið.
Næst er að geta ljóðlínu þeirrar, sem grísku leikritaskáldin beittu mest
og kallast jambað hexametur, því þar koma sex jambar (öfugir tvfliðir)
í röð, án rofs og yfirleitt án allra tilbrigða:
/ Á Þver- / á býr / hann Sölv- / i mág- / ur sír- / a Jóns. /
/ vS / vS / vS / vS / vS / vS /
Það liggur í hlutarins eðli, að línu, sem svo einstrengingslega er smíðuð,
hlýtur að hætta til einhæfrar hrynjandi, og því getur hún orðið býsna
vandasöm í flutningi.
8
TMM 1993:4