Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 15
/ Þau Jón / og Gunn- / a gift- / a sig / á morgun. /
/ vS / vS / vS / vS / vSv /
En bæði á íslenzku og öðrum málum er allur gangur á því.
Fyrsta íslenzka Petrarca-sonnettan, og um leið sú frægasta, er Ijóð
Jónasar, Ég bið að heilsa:
1. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
2. á sjónum allar bárur smáar rísa
3. og flykkjast heim að fögru landi Isa,
4. að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum.
5. Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
6. um hæð og sund í drottins ást og friði;
7. kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
8. blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
1. Vórboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
2. með fjaðrabliki háa vegaleysu
3. í sumardal að kveða kvæðin þín!
4. Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
5. engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
6. þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
I átthendunni víkur Jónas frá ítalska forminu með því að ríma: abba,
acca: þýðum, rísa, ísa, hlíðum, blíðum,/ríðt, miði, fríðum. Og ekki kæmi
mér á óvart, að aðrir yrðu mér um það sammála, að sú formbreyting sé
til mikillar prýði.
Frá hrynjandi reglulegrar fimm jamba línu víkur Jónas ekki að öðru
leyti en því að setja stundum, raunar mjög oft, amfíbrakka í stað síðasta
jambans í línunni, og einnig æði oft tróka í stað fyrsta jamba línunnar.
Þannig gæðir hann formið kærkomnum fjölbreytileika, án þess að sleppa
tökum á pentajambanum, og fylgir þá einatt efninu betur eftir en ella.
Finnum til dæmis hvílíkan innileik það vekur, frá og með 7. línu
átthendunnar, þegar fyrsta jambanum er snúið við, svo að áherzlan kemur
undir eins á fyrsta atkvæðið; eða hvernig kvenlínan með amfíbrakkann
TMM 1993:4
13